Viðskipti innlent

Keyptu vatnsveitu Grundarfjarðar

Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur gengu í morgun frá kaupum á vatnsveitu Grundarfjarðar og skuldbundu sig á sama tíma til að leggja hitaveitu í bænum. Áætlað er að kostnaður Orkuveitunnar vegna samningsins verði 450 milljónir króna sem fara í að byggja upp hitaveituna. Í kjölfarið á húshitunarkostnaður í Grundarfirði að lækka um fjörutíu til fimmtíu prósent. Þar er nú hitað með rafmagni en heita vatnið leysir rafmagnið af hólmi á næsta ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×