Saksóknari dragi sig í hlé 20. september 2005 00:01 "Ég er yfir mig hamingjusamur og þetta kom mér ekki á óvart eftir það sem á undan var gengið," segir Jóhannes Jónsson í Bónus um vísun allra ákæranna 40 í Baugsmálinu frá dómi. Jóhannes segir dapurlegt að það skuli vera hægt að umgangast fólk með þeim hætti sem ákæruvaldið hafi gert á undanförnum þremur árum. "Ég held að saksóknari ætti að draga sig í hlé frekar en að áfrýja. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur styður aðeins það sem ég hef áður sagt: Þetta er allt saman apaspil. Nú skilst mér að saksóknari ætli að halda málinu áfram. Hversu lengi er hægt að hoppa á fólki spyr ég. Það er búið að gera það í þrjú ár fyrir 200 til 300 milljónir króna af almannafé. Saksóknari lætur sem þetta sé í lagi og jafnvel ákveðinn sigur þótt málið reynist ónothæft. Þegar skynsemin fær að ráða ferðinni sjá menn að málatilbúnaðurinn er tóm þvæla." Jóhannes kveðst viss um að málið sé sprottið af óvild og með ólíkindum hvað fólk geti þurft að þola við slíkar aðstæður. "Ef óvlildin er sprottin frá réttum stöðum virðist allt vera hægt. Þessi niðurstaða styður það sem ég hef áður sagt um ofsóknir. Jóhannes hefur gefið til kynna að hann muni krefjast skaðabóta vegna þess tjóns sem málareksturinn hefur valdið Baugi. Hann segir ekki tímabært að ræða slíkt þar sem málið eigi eftir að fara fyrir hæstarétt. "Við þurfum að á átta okkur á því hvort þeir ætla að valda okkur meira tjóni en orðið er áður en við setjum fram kröfur um skaðabætur. Við getum ekki sett fram bótakröfur fyrr en við sjáum hver tjónið verður þegar upp er staðið," segir Jóhannes. Baugsmálið Innlent Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira
"Ég er yfir mig hamingjusamur og þetta kom mér ekki á óvart eftir það sem á undan var gengið," segir Jóhannes Jónsson í Bónus um vísun allra ákæranna 40 í Baugsmálinu frá dómi. Jóhannes segir dapurlegt að það skuli vera hægt að umgangast fólk með þeim hætti sem ákæruvaldið hafi gert á undanförnum þremur árum. "Ég held að saksóknari ætti að draga sig í hlé frekar en að áfrýja. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur styður aðeins það sem ég hef áður sagt: Þetta er allt saman apaspil. Nú skilst mér að saksóknari ætli að halda málinu áfram. Hversu lengi er hægt að hoppa á fólki spyr ég. Það er búið að gera það í þrjú ár fyrir 200 til 300 milljónir króna af almannafé. Saksóknari lætur sem þetta sé í lagi og jafnvel ákveðinn sigur þótt málið reynist ónothæft. Þegar skynsemin fær að ráða ferðinni sjá menn að málatilbúnaðurinn er tóm þvæla." Jóhannes kveðst viss um að málið sé sprottið af óvild og með ólíkindum hvað fólk geti þurft að þola við slíkar aðstæður. "Ef óvlildin er sprottin frá réttum stöðum virðist allt vera hægt. Þessi niðurstaða styður það sem ég hef áður sagt um ofsóknir. Jóhannes hefur gefið til kynna að hann muni krefjast skaðabóta vegna þess tjóns sem málareksturinn hefur valdið Baugi. Hann segir ekki tímabært að ræða slíkt þar sem málið eigi eftir að fara fyrir hæstarétt. "Við þurfum að á átta okkur á því hvort þeir ætla að valda okkur meira tjóni en orðið er áður en við setjum fram kröfur um skaðabætur. Við getum ekki sett fram bótakröfur fyrr en við sjáum hver tjónið verður þegar upp er staðið," segir Jóhannes.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira