Sport

Sveiflan var ekki að virka

Ólafur Már Sigurðsson, kylfingur úr GR, lék annan hringinn á 74 höggum eða 2 yfir pari á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina á Carden Park-vellinum í Englandi í gær. Ólafur Már lék fyrsta hringinn á 71 höggi og er samanlagt á einu höggi yfir pari. Ólafur Már er í kringum 40. sætið og þarf að spila mjög vel í dag til þess að sleppa í gegnum niðurskurðinn fyrir lokahringinn en 25 efstu kylfingarnir ásamt þeim sem eru jafnir kylfingnum í 25. sætinu halda áfram."Sveiflan var ekki alveg að virka í dag. En ég fór út á æfingasvæði eftir hringinn og þá fór hún að smella betur. Ég legg allt í þetta í þriðja hringinn, það þarf allt að ganga upp til þess að ég komist í gegnum niðurskurðinn," sagði Ólafur Már við Fréttablaðið. Stefán Már Stefánsson úr GR lék annan hringinn á úrtökumótinu á 80 höggum en fyrsta hringinn á 79 höggum og á enga möguleika að komast í gegnum niðurskurðinn.Mótið í Englandi er fyrsta áskorendamótið af þremur sem kylfingar þurfa að komast í gegnum til þess að komast inn á Evrópsku mótaröðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×