Kveðjuleikur Erlu
Erla Hendriksdóttir, önnur leikjahæsta landsliðskona Íslands í knattspyrnu frá upphafi, hefur ákveðið að leggja skóna í hilluna í haust og því verður leikur Íslands gegn Tékkum í undankeppni HM 2007 á laugardag kveðjuleikur Erlu. Hún hefur alls leikið 54 leiki með A landsliði Íslands. Hún hefur borið fyrirliðabandið í 8 leikjum og skorað 4 mörk.