Vill að ákæruvald verði þrískipt 22. september 2005 00:01 Ríkissaksóknari vill að ákæruvald verði þrískipt en ekki tvískipt, og að stofnað verði embætti héraðssaksóknara. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að taka verði ákæruvaldið af lögreglustjórunum svo að girt sé fyrir að sömu menn bæði rannsaki og ákæri í málum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur sagt að hann telji rétt að þrískipta ákæruvaldinu. Í dag er valdið tvískipt og handhafar ákæruvalds eru ríkissaksóknari og lögreglustjórar. Þeim til viðbótar vill Bogi fá héraðssaksóknara þannig að ríkissaksóknari taki helst ekki ákvörðun í málum á fysta stigi ákæruvalds. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður vill að ákæruvald verði fært frá lögreglustjórum. Aðspurður hvort hann telji ámælisvert fyrir embætti Ríkislögreglustjóra að ákæran í Baugsmálinu hafi ekki verið nægilega skýr segir Ragnar að hann sé ekki viss um að það sé neitt ámælisvert fyrir þær manneskjur sem hafi unnið að gerð ákærunnar. Hann telji fremur fyrirkomulag löggjafarinnar ámælisvert. Áður fyrr hafi dómarar farið með ákæruvald í málum og hafi rekið málið fyrir ákæruvaldið en því hafi verið hætt. Ragnar segir að um tíma hafi ákæruvaldið verið algjörlega sjálfstætt og óháð eins og hann telur að það þurfi að vera. Hann telur það hafa verið mistök að fela Ríkislögreglustjóra ákæruvald í skatta-og efnahagsbrotamálum eins og gert var fyrir nokkrum árum. Ragnar segir vanta upp á að lögreglustjórar hafi sömu vernd í starfi og ríkissaksóknari og hæstaréttardómarar. Þeim sé ætlað að stjórna rannsókn á brotamálum sjálfir og þá eigi þeir að einnig að gefa út ákæruna í málinu sem þeir hafi rannsakað. Það geti enginn maður verið svo hlutlægur og verið fær um að fjarlægjast viðfangsefni sitt og gefið svo út algjörlega sjálfstæða og óháða ákæru sem sé ekki undir áhrifum frá störfum hans við rannsóknina. Þessu til viðbótar segir Ragnar vanta ákvæði í stjórnarskrána um sjálfstæði ákæruvaldsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Ríkissaksóknari vill að ákæruvald verði þrískipt en ekki tvískipt, og að stofnað verði embætti héraðssaksóknara. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að taka verði ákæruvaldið af lögreglustjórunum svo að girt sé fyrir að sömu menn bæði rannsaki og ákæri í málum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur sagt að hann telji rétt að þrískipta ákæruvaldinu. Í dag er valdið tvískipt og handhafar ákæruvalds eru ríkissaksóknari og lögreglustjórar. Þeim til viðbótar vill Bogi fá héraðssaksóknara þannig að ríkissaksóknari taki helst ekki ákvörðun í málum á fysta stigi ákæruvalds. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður vill að ákæruvald verði fært frá lögreglustjórum. Aðspurður hvort hann telji ámælisvert fyrir embætti Ríkislögreglustjóra að ákæran í Baugsmálinu hafi ekki verið nægilega skýr segir Ragnar að hann sé ekki viss um að það sé neitt ámælisvert fyrir þær manneskjur sem hafi unnið að gerð ákærunnar. Hann telji fremur fyrirkomulag löggjafarinnar ámælisvert. Áður fyrr hafi dómarar farið með ákæruvald í málum og hafi rekið málið fyrir ákæruvaldið en því hafi verið hætt. Ragnar segir að um tíma hafi ákæruvaldið verið algjörlega sjálfstætt og óháð eins og hann telur að það þurfi að vera. Hann telur það hafa verið mistök að fela Ríkislögreglustjóra ákæruvald í skatta-og efnahagsbrotamálum eins og gert var fyrir nokkrum árum. Ragnar segir vanta upp á að lögreglustjórar hafi sömu vernd í starfi og ríkissaksóknari og hæstaréttardómarar. Þeim sé ætlað að stjórna rannsókn á brotamálum sjálfir og þá eigi þeir að einnig að gefa út ákæruna í málinu sem þeir hafi rannsakað. Það geti enginn maður verið svo hlutlægur og verið fær um að fjarlægjast viðfangsefni sitt og gefið svo út algjörlega sjálfstæða og óháða ákæru sem sé ekki undir áhrifum frá störfum hans við rannsóknina. Þessu til viðbótar segir Ragnar vanta ákvæði í stjórnarskrána um sjálfstæði ákæruvaldsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira