Innmúruð og ófrávíkjanleg tryggð 29. september 2005 00:01 Ekkert undir sólinni er alveg nýtt. Það rifjast upp fyrir mér orð og nú í nýrri merkingu. Þetta orð er að vísu til í Orðabók Háskólans og tengist þar múrverki í öllum dæmum nema einu, sem er sótt í kvæði Matthíasar Johannessen, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, og þar segir: "Ég opna hjarta mitt, þetta innmúraða búr ljóða minna" (Fagur er dalur, 1966). Hins vegar minnist ég þess ekki fyrir mína parta að hafa heyrt þetta lýsingarorð áður nema einu sinni, og það var þegar Jimmy Hoffa, verklýðsforinginn, var fyrir mörgum árum múraður inn í brúarstólpa einhvers staðar meðfram New Jersey Turnpike, eða svo er sagt. Lík hans er ófundið enn, enda innmúrað. Nú hefur Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, svipt hulunni af Baugsmálinu og eiginlega gert að engu háværar og harkalegar andbárur nokkurra sjálfstæðismanna og Jóns Geralds Sullenberger gegn grunsemdum um pólitísk upptök málsins. Nú virðist Morgunblaðsritstjórinn hafa tekið af allan vafa um tildrög málsins með því að upplýsa, óvart að því er virðist, að hann hafi ásamt Kjartani Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Jónínu Benediktsdóttur, frambjóðanda sama flokks, átt aðild eða jafnvel frumkvæði að lögsókninni á hendur Baugsfeðgum og fjórum mönnum öðrum – lögsókn, sem héraðsdómur taldi ófullnægjandi þrátt fyrir þriggja ára undirbúning og vísaði frá dómi. Vert er að staldra m.a. við þessi ummæli ritstjórans: "En það er alveg sama hvaða menn Jón Steinar þekkir. Tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg og þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur." Við ónefndan mann? Hvern? Fídel Kastró? Kim Il Sung? Hver er svo hátt settur á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins, að það er ekki þorandi að nefna hann á nafn í skeyti, þar sem sjálfur gullkistuvörður Sjálfstæðisflokksins er nafngreindur vafningalaust? Hér er mikið í húfi. Fólkið í landinu hlýtur að þurfa að fá að vita, hverjum Jón Steinar Gunnlaugsson, nýskipaður hæstaréttardómari, hefur að dómi Morgunblaðsritstjórans svarið innmúraðan og ófrávíkjanlegan hollustueið. Lög um dómstóla frá 1998 kveða á um, að dómarar séu "sjálfstæðir í dómstörfum." Í lögunum segir ennfremur: "Við úrlausn máls fara þeir eingöngu eftir lögum og lúta þar aldrei boðvaldi annarra." Hvernig getur nokkur maður setið deginum lengur á dómarastóli í Hæstarétti, ef "tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg"? Og hafi innmúruð og ófrávíkjanleg tryggð verið forsenda skipunar Jóns Steinars Gunnlaugssonar í dómarastarf í Hæstarétti, þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort aðrir embættismenn í dómskerfinu hafi þá einnig þurft að sverja innmúraðan og ófrávíkjanlegan hollustueið "við ónefndan mann"? Ýmsar aðrar spurningar vakna við þessar óvæntu uppljóstranir. Hvað ætli eigendum Landsbankans finnist um það, að Kjartan Gunnarsson bankaráðsmaður sitji á fundi á ritstjórn Morgunblaðsins, þar sem verið er að skipuleggja lögsókn gegn fyrirtæki, sem varð skömmu síðar einn helzti viðskiptavinur bankans? Hvaða hagsmuni ætli Kjartan hafi verið að verja á þeim fundi? Orð Styrmis Gunnarssonar bregða einnig birtu á það mál. Í ritgerð sinni um formann Sjálfstæðisflokksins í bókinni Forsætisráðherrar Íslands (2004) setur Styrmir fram þá tilgátu, " ... að Davíð hafi verið ljóst að áhrifamenn í Framsóknarflokknum, sem jafnframt stjórna S-hópnum, stefndu leynt og ljóst að því að ná yfirráðum yfir Búnaðarbankanum (þótt áhugi þeirra hafi í upphafi beinst að Landsbankanum) og að hann mundi ekki geta staðið gegn því og þess vegna talið nauðsynlegt að Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við." Þetta getur varla skýrara verið. Í ljósi þeirra upplýsinga, sem liggja nú fyrir og verða ekki vefengdar, virðist erfitt að verjast þeirri ályktun, að ritstjóri Morgunblaðsins hafi ásamt framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og þáverandi lögmanni blaðsins og núverandi hæstaréttardómara – í krafti innmúraðrar og ófrávíkjanlegrar tryggðar við ónefndan mann! – átt aðild eða jafnvel frumkvæði að lögsókninni gegn Baugi. Á þessu stigi er ekki gott að vita, hvernig málinu lýkur. Mætti kannski bjóða Þórólfi Árnasyni að segja af sér? Það gafst vel síðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Salan á Búnaðarbankanum Þorvaldur Gylfason Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Ekkert undir sólinni er alveg nýtt. Það rifjast upp fyrir mér orð og nú í nýrri merkingu. Þetta orð er að vísu til í Orðabók Háskólans og tengist þar múrverki í öllum dæmum nema einu, sem er sótt í kvæði Matthíasar Johannessen, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, og þar segir: "Ég opna hjarta mitt, þetta innmúraða búr ljóða minna" (Fagur er dalur, 1966). Hins vegar minnist ég þess ekki fyrir mína parta að hafa heyrt þetta lýsingarorð áður nema einu sinni, og það var þegar Jimmy Hoffa, verklýðsforinginn, var fyrir mörgum árum múraður inn í brúarstólpa einhvers staðar meðfram New Jersey Turnpike, eða svo er sagt. Lík hans er ófundið enn, enda innmúrað. Nú hefur Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, svipt hulunni af Baugsmálinu og eiginlega gert að engu háværar og harkalegar andbárur nokkurra sjálfstæðismanna og Jóns Geralds Sullenberger gegn grunsemdum um pólitísk upptök málsins. Nú virðist Morgunblaðsritstjórinn hafa tekið af allan vafa um tildrög málsins með því að upplýsa, óvart að því er virðist, að hann hafi ásamt Kjartani Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Jónínu Benediktsdóttur, frambjóðanda sama flokks, átt aðild eða jafnvel frumkvæði að lögsókninni á hendur Baugsfeðgum og fjórum mönnum öðrum – lögsókn, sem héraðsdómur taldi ófullnægjandi þrátt fyrir þriggja ára undirbúning og vísaði frá dómi. Vert er að staldra m.a. við þessi ummæli ritstjórans: "En það er alveg sama hvaða menn Jón Steinar þekkir. Tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg og þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur." Við ónefndan mann? Hvern? Fídel Kastró? Kim Il Sung? Hver er svo hátt settur á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins, að það er ekki þorandi að nefna hann á nafn í skeyti, þar sem sjálfur gullkistuvörður Sjálfstæðisflokksins er nafngreindur vafningalaust? Hér er mikið í húfi. Fólkið í landinu hlýtur að þurfa að fá að vita, hverjum Jón Steinar Gunnlaugsson, nýskipaður hæstaréttardómari, hefur að dómi Morgunblaðsritstjórans svarið innmúraðan og ófrávíkjanlegan hollustueið. Lög um dómstóla frá 1998 kveða á um, að dómarar séu "sjálfstæðir í dómstörfum." Í lögunum segir ennfremur: "Við úrlausn máls fara þeir eingöngu eftir lögum og lúta þar aldrei boðvaldi annarra." Hvernig getur nokkur maður setið deginum lengur á dómarastóli í Hæstarétti, ef "tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg"? Og hafi innmúruð og ófrávíkjanleg tryggð verið forsenda skipunar Jóns Steinars Gunnlaugssonar í dómarastarf í Hæstarétti, þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort aðrir embættismenn í dómskerfinu hafi þá einnig þurft að sverja innmúraðan og ófrávíkjanlegan hollustueið "við ónefndan mann"? Ýmsar aðrar spurningar vakna við þessar óvæntu uppljóstranir. Hvað ætli eigendum Landsbankans finnist um það, að Kjartan Gunnarsson bankaráðsmaður sitji á fundi á ritstjórn Morgunblaðsins, þar sem verið er að skipuleggja lögsókn gegn fyrirtæki, sem varð skömmu síðar einn helzti viðskiptavinur bankans? Hvaða hagsmuni ætli Kjartan hafi verið að verja á þeim fundi? Orð Styrmis Gunnarssonar bregða einnig birtu á það mál. Í ritgerð sinni um formann Sjálfstæðisflokksins í bókinni Forsætisráðherrar Íslands (2004) setur Styrmir fram þá tilgátu, " ... að Davíð hafi verið ljóst að áhrifamenn í Framsóknarflokknum, sem jafnframt stjórna S-hópnum, stefndu leynt og ljóst að því að ná yfirráðum yfir Búnaðarbankanum (þótt áhugi þeirra hafi í upphafi beinst að Landsbankanum) og að hann mundi ekki geta staðið gegn því og þess vegna talið nauðsynlegt að Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við." Þetta getur varla skýrara verið. Í ljósi þeirra upplýsinga, sem liggja nú fyrir og verða ekki vefengdar, virðist erfitt að verjast þeirri ályktun, að ritstjóri Morgunblaðsins hafi ásamt framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og þáverandi lögmanni blaðsins og núverandi hæstaréttardómara – í krafti innmúraðrar og ófrávíkjanlegrar tryggðar við ónefndan mann! – átt aðild eða jafnvel frumkvæði að lögsókninni gegn Baugi. Á þessu stigi er ekki gott að vita, hvernig málinu lýkur. Mætti kannski bjóða Þórólfi Árnasyni að segja af sér? Það gafst vel síðast.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun