Vilja ekki gjaldfrjálsan leikskóla 3. október 2005 00:01 Ungir sjálfstæðismenn eru andvígir því að boðið verði upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Þeir segja nær að efla einkaframtakið á öllum skólastigum. Nýkjörinn formaður Ungra sjálfstæðismanna hyggst bera upp tillögu á landsfundi flokksins sem felur í sér að Íslendingar falli frá framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Íslendingar eiga að pakka saman og hætta við framboð til Öryggisráðsins. Þetta er mat 38 Sambandsþing Ungra sjálfstæðismanna sem haldið var í Stykkishólmi um helgina. Ályktun ungliðanna í Sjálfstæðisflokknum um Öryggsráðið nú er í takt við fyrri ályktanir stjórnar félagsins um að Ísland eigi að draga framboð sitt til ráðsins til baka. Borgar Þór Einarsson var kjörinn formaður SUS á fundinum um helgina og hlaut 72 prósent atkvæða. Næst honum í kjörinu kom litla systir hans, Helga Lára Haarde, en hún hlaut rúm 15 prósent atkvæða. Borgar segir að sér hafi verið ljóst allt frá því að hann lýsti yfir sínu framboði í vor að ákveðin andstaða væri við hann innan hreyfingarinnar. Hann segir að ákveðnir húmoristar í hópi andstæðinga hans hafi þannig ákveðið að kjósa litlu systur til að sýna þá andstöðu. Auk ályktunarinnar um utanríkismál var meðal annars ályktað um menntamál í Stykkishólmi um helgina en þar lýstu Ungir sjálfstæðismenn því sömuleiðis yfir að hugmyndir um gjaldfrjálsan leikskóla séu ekki þeim að skapi, enda liggi mun meira á að koma einkaframtakinu að í rekstri allra skólastiga. Nýi formaðurinn segist munu tala fyrir ályktunum SUS sem fulltrúi sambandsins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðar í mánuðinum. Má vænta þess að ályktun gegn framboði Íslands til Öryggisráðsins verði lögð fyrir landsfundinn til atkvæða. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Ungir sjálfstæðismenn eru andvígir því að boðið verði upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Þeir segja nær að efla einkaframtakið á öllum skólastigum. Nýkjörinn formaður Ungra sjálfstæðismanna hyggst bera upp tillögu á landsfundi flokksins sem felur í sér að Íslendingar falli frá framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Íslendingar eiga að pakka saman og hætta við framboð til Öryggisráðsins. Þetta er mat 38 Sambandsþing Ungra sjálfstæðismanna sem haldið var í Stykkishólmi um helgina. Ályktun ungliðanna í Sjálfstæðisflokknum um Öryggsráðið nú er í takt við fyrri ályktanir stjórnar félagsins um að Ísland eigi að draga framboð sitt til ráðsins til baka. Borgar Þór Einarsson var kjörinn formaður SUS á fundinum um helgina og hlaut 72 prósent atkvæða. Næst honum í kjörinu kom litla systir hans, Helga Lára Haarde, en hún hlaut rúm 15 prósent atkvæða. Borgar segir að sér hafi verið ljóst allt frá því að hann lýsti yfir sínu framboði í vor að ákveðin andstaða væri við hann innan hreyfingarinnar. Hann segir að ákveðnir húmoristar í hópi andstæðinga hans hafi þannig ákveðið að kjósa litlu systur til að sýna þá andstöðu. Auk ályktunarinnar um utanríkismál var meðal annars ályktað um menntamál í Stykkishólmi um helgina en þar lýstu Ungir sjálfstæðismenn því sömuleiðis yfir að hugmyndir um gjaldfrjálsan leikskóla séu ekki þeim að skapi, enda liggi mun meira á að koma einkaframtakinu að í rekstri allra skólastiga. Nýi formaðurinn segist munu tala fyrir ályktunum SUS sem fulltrúi sambandsins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðar í mánuðinum. Má vænta þess að ályktun gegn framboði Íslands til Öryggisráðsins verði lögð fyrir landsfundinn til atkvæða.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira