Mati HSBC á bankatilboðum breytt 5. október 2005 00:01 Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur til þessa rökstutt val sitt á Samson til viðræðna um kaup á Landsbankanum haustið 2002 með því að samkvæmt skýrslu HSBC hafi Samson verið með besta tilboðið í bankann þegar horft var til fimm þátta. Samkvæmt skýrslu ráðgjafa framkvæmdanefndar um einkavæðingu, HSBC, um einkavæðingu ríkisbankanna 2002, sem Fréttablaðið hefur fengið afhent í kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál, hafnaði framkvæmdanefndin upprunalegu reiknilíkani frá ráðgjafanum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins féllst framkvæmdanefndin ekki á þá útreikninga, enda var tilboð Samson þar lakast, og fékk HSBC til að endurmeta vægi einstakra þátta. Í skýrslunni kemur fram að matið á bjóðendunum byggt á því að Samson greiddi fyrir hlutinn samkvæmt efri mörkum verðtilboðs þeirra,eða 3,90 á hlut, sem var hærra verð en endanlega var greitt fyrir bankann. Endanlegt verð Samson á hlut í Landsbankanum var 3,7 því 700 milljónir voru dregnar frá endanlegu kaupverði eftir að ágreiningur kom upp milli Samson og framkvæmdanefndar um gæði lána í lánastokki Landsbankans. Ágreiningur var í framkvæmdanefnd um einkavæðingu þegar ákveðið var að ganga til viðræðna við Samson um kaupin á Landsbankanum haustið 2002 því verðtilboð Samson var talsvert lægra en hinna bjóðendanna tveggja, S-hópsins og Kaldbaks. Samson bauð á bilinu 3 til 3,90 á hlut, S-hópurinn 4,10 og Kaldbakur 4,16. Nefndarmenn voru ekki á einu máli um vægi þeirra fimm jafngildra þátta sem notaðir voru til að meta tilboð fjárfestanna þriggja, Samson, S-hópsins og Kaldbaks og gagnrýndi einn nefndarmaður það harðlega að framtíðarsýn fjárfesta hefði jafn mikið vægi og verðtilboðið sjálft. Í skýrslu HSBC kemur fram að eftir miklar umræður á fundi framkvæmdanefndar hafi verið ákveðið að gera næmnigreiningu á reiknilíkaninu þar sem lagt yrði mat á tilboðin þrjú þar sem tekið yrði inn í myndina sá möguleiki að Samson héldi sig ekki við efri mörk verðtilboðs síns. Þegar tilboðin voru metin út frá því að Samson greiddi 3,5 á hlut kom í ljós að tilboð S-hópsins í Landsbankann var betra en Samsons í tveimur útreikningum af þremur, þar á meðal samkvæmt útreikningum sem HSBC mælti upphaflega með að stuðst yrði við. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur til þessa rökstutt val sitt á Samson til viðræðna um kaup á Landsbankanum haustið 2002 með því að samkvæmt skýrslu HSBC hafi Samson verið með besta tilboðið í bankann þegar horft var til fimm þátta. Samkvæmt skýrslu ráðgjafa framkvæmdanefndar um einkavæðingu, HSBC, um einkavæðingu ríkisbankanna 2002, sem Fréttablaðið hefur fengið afhent í kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál, hafnaði framkvæmdanefndin upprunalegu reiknilíkani frá ráðgjafanum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins féllst framkvæmdanefndin ekki á þá útreikninga, enda var tilboð Samson þar lakast, og fékk HSBC til að endurmeta vægi einstakra þátta. Í skýrslunni kemur fram að matið á bjóðendunum byggt á því að Samson greiddi fyrir hlutinn samkvæmt efri mörkum verðtilboðs þeirra,eða 3,90 á hlut, sem var hærra verð en endanlega var greitt fyrir bankann. Endanlegt verð Samson á hlut í Landsbankanum var 3,7 því 700 milljónir voru dregnar frá endanlegu kaupverði eftir að ágreiningur kom upp milli Samson og framkvæmdanefndar um gæði lána í lánastokki Landsbankans. Ágreiningur var í framkvæmdanefnd um einkavæðingu þegar ákveðið var að ganga til viðræðna við Samson um kaupin á Landsbankanum haustið 2002 því verðtilboð Samson var talsvert lægra en hinna bjóðendanna tveggja, S-hópsins og Kaldbaks. Samson bauð á bilinu 3 til 3,90 á hlut, S-hópurinn 4,10 og Kaldbakur 4,16. Nefndarmenn voru ekki á einu máli um vægi þeirra fimm jafngildra þátta sem notaðir voru til að meta tilboð fjárfestanna þriggja, Samson, S-hópsins og Kaldbaks og gagnrýndi einn nefndarmaður það harðlega að framtíðarsýn fjárfesta hefði jafn mikið vægi og verðtilboðið sjálft. Í skýrslu HSBC kemur fram að eftir miklar umræður á fundi framkvæmdanefndar hafi verið ákveðið að gera næmnigreiningu á reiknilíkaninu þar sem lagt yrði mat á tilboðin þrjú þar sem tekið yrði inn í myndina sá möguleiki að Samson héldi sig ekki við efri mörk verðtilboðs síns. Þegar tilboðin voru metin út frá því að Samson greiddi 3,5 á hlut kom í ljós að tilboð S-hópsins í Landsbankann var betra en Samsons í tveimur útreikningum af þremur, þar á meðal samkvæmt útreikningum sem HSBC mælti upphaflega með að stuðst yrði við.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira