Bauðst tvisvar til að aðstoða 5. október 2005 00:01 Lögregla hafnaði boði vaktmanns á vegum skemmtibátafélagsins Snarfara um aðstoð nóttina sem sjóslysið varð á Viðeyjarsundi, aðfaranótt 10. september. Hafþór Lyngberg Jónsson, formaður Snarfara, segist hafa rætt atvikið við yfirlögregluþjón rannsóknardeildar lögreglu í Reykjavík og fengið þau svör að atvikið yrði skoðað. Í slysinu fórust maður og kona, en hjón, eigendur bátsins, komust af með tíu ára son sinn. "Vaktmaður okkar var á svæðinu þegar fyrstu björgunarmenn komu með gúmbát niður í Snarfarahöfn. Hann bauð strax fram aðstoð sína," segir Hafþór og bætir við að um hálftíma síðar hafi vaktmaðurinn boðið fram aðstoð sína öðru sinni þegar kom meira björgunarlið með tvo báta. "En það var aftur afþakkað," segir hann. Hafþór segist ekki vilja fullyrða um hverju það hefði breytt ef aðstoðin hefði verið þegin. "En það breytir ekki því að hér erum við með vakt, einmitt til þess að aðstoða fólk í nauðum og höfum oft gert það." Þá bendir hann á að hraðbátur félagsins sem boðinn var til leitarinnar sé átta metra langur og búinn ljóskastara. "Hann er miklu betri en þessir gúmbátar sem hinir hafa yfir að ráða." Vaktmaður er í Snarfarahöfn frá því starfsemi félagsins hefst í marsbyrjun og staðin er vaktin frá ellefu að kvöldi til sex á morgnana fram í miðjan október.Ekki náðist í Hörð Jóhannesson, yfirlögregluþjón í Reykjavík, í gærkvöldi vegna málsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lögregla hafnaði boði vaktmanns á vegum skemmtibátafélagsins Snarfara um aðstoð nóttina sem sjóslysið varð á Viðeyjarsundi, aðfaranótt 10. september. Hafþór Lyngberg Jónsson, formaður Snarfara, segist hafa rætt atvikið við yfirlögregluþjón rannsóknardeildar lögreglu í Reykjavík og fengið þau svör að atvikið yrði skoðað. Í slysinu fórust maður og kona, en hjón, eigendur bátsins, komust af með tíu ára son sinn. "Vaktmaður okkar var á svæðinu þegar fyrstu björgunarmenn komu með gúmbát niður í Snarfarahöfn. Hann bauð strax fram aðstoð sína," segir Hafþór og bætir við að um hálftíma síðar hafi vaktmaðurinn boðið fram aðstoð sína öðru sinni þegar kom meira björgunarlið með tvo báta. "En það var aftur afþakkað," segir hann. Hafþór segist ekki vilja fullyrða um hverju það hefði breytt ef aðstoðin hefði verið þegin. "En það breytir ekki því að hér erum við með vakt, einmitt til þess að aðstoða fólk í nauðum og höfum oft gert það." Þá bendir hann á að hraðbátur félagsins sem boðinn var til leitarinnar sé átta metra langur og búinn ljóskastara. "Hann er miklu betri en þessir gúmbátar sem hinir hafa yfir að ráða." Vaktmaður er í Snarfarahöfn frá því starfsemi félagsins hefst í marsbyrjun og staðin er vaktin frá ellefu að kvöldi til sex á morgnana fram í miðjan október.Ekki náðist í Hörð Jóhannesson, yfirlögregluþjón í Reykjavík, í gærkvöldi vegna málsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira