Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 15:02 Í þætti Eftirmála lýsa systkinin Guðrún og Birgir því meðal annars hvernig upplifun það var að sjá morðingja bróður síns vera hleypt aftur út í samfélagið, eftir að afplánað níu ár af sextán ára dómi. Stöð 2 „Kannski er það klisjukennt að segja að einhver sé staddur í slæmri bíómynd, en við vorum bara virkilega þar. Þetta var ekkert tengt okkar lífi, eitt né neitt af þessu,“ segir Guðrún Hulda Birgis, systir Einars Arnar Birgis sem ráðinn var bani af Atla Helgasyni í Öskjuhlíð árið 2000. Fá morðmál hafa vakið meiri óhug en Öskjuhlíðarmálið svokallað. Óhætt er að segja að hér sé á ferð eitt þekktasta sakamál sem upp hefur komið hér á landi. Eitt af því sem vakti hvað mesta athygli var að gerandinn, Atli Helgason lögmaður tók sjálfur þátt í leitinni að fórnarlambi sínu, Einari Erni á sínum tíma og mætti jafnframt í fjölmiðlaviðtal þar sem hann þóttist ekkert vita hvað hefði orðið af félaga hans. Málið hefur reglulega skotið upp kollinum í umræðunni undanfarna áratugi og þá sérstaklega árið 2016 þegar Atli Helgason fékk uppreist æru og sóttist eftir að fá aftur málflutningsréttindi sem lögmaður. Í fimmta þætti af Eftirmálum, sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi, er fjallað um Öskjuhlíðarmálið og rætt við systkini Einars Arnar, Guðrúnu Huldu og Birgi Svan Birgis. Einnig er rætt við Björgvin Sigurðsson lögreglumann sem stýrði rannsókn málsins hjá lögreglunni í Kópavogi, og Telmu Lucindu Tómasson fréttakonu sem fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma. Klippa: Segja Atla aldrei hafa sýnt merki um iðrun Blóð í bifreið vakti grunsemdir Að morgni 8.nóvember árið 2000 hvarf Einar Örn Birgis, 27 ára gamall. Einar og viðskiptafélagi hans, Atli Helgason lögmaður voru á þessum tíma nýbúnir að opna tískuvöruverslunina Gap Collection á Laugavegi í Reykjavík. Einar Örn Birgisson var einungis 27 ára gamall þegar honum var ráðinn bani. Hann var vel liðinn, vinamargur og reglusamur maður í blóma lífsins.Stöð 2 Í þættinum rifjar Guðrún Hulda upp hvernig leiðir bróður hennar og Atla Helgasonar lágu saman á sínum tíma. „Þeir kynnast í rauninni í gegnum fótboltann. Einar fær umboð fyrir þessum góðu fatamerkjum, og fer að finna fjárfesti. Atli er þarna lögfræðingur og segist vera á grænni grein og allt það. Þeir fara í samtal um þetta, sem leiðir svo til þess að þeir ákveða að gera þetta í sameiningu. Einar kemur heim til mín og segir mér að hann hafi talað við Atla Helgason og hann sé til í að koma í þetta sem fjárfestir. Þá segi ég: „Viltu ekki aðeins hugsa málið, er hann ekki búinn að vera í einhverri óreglu?“ Þá segir hann: „Jú jú, en þú veist að allir fá annað tækifæri.“ Morguninn sem Einar hvarf hringdi hann í verslunarstjórann hjá Gap og lét vita af því að hann ætti fund með Atla og kæmi seint til vinnu þennan daginn. Hann sagði honum einnig að Atli hefði sagst vera í veseni með bílinn sinn sem væri eitthvað bilaður og að Atli hefði beðið hann um aðstoð. Verslunarstjórinn var sá síðasti sem heyrði í Einari. Fjölskylda Einars hringdi margoft í hann þennan dag en hann svaraði ekki, sem var mjög ólíkt honum. Daginn eftir hófst umfangsmikil leit að Einari þar sem yfir fimmtíu björgunarsveitar- og lögreglumenn tóku þátt. Um hádegi fannst bifreið Einars við Hótel Loftleiðir og farið var með sporhunda um Öskjuhlíð og svæðið vestan flugvallar. Lögreglan í Kópavogi lýsti eftir Einari í fjölmiðlum og óskaði liðsinnis ríkislögreglustjóra við rannsókn málsins. „Eftir að bíllinn finnst og það finnst blóð í bílnum, þá í rauninni breytist áherslan í rannsókninni og þá var óskað eftir aðkomu tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík, að við kæmum þarna til aðstoðar,“ segir Björgvin Sigurðsson sérfræðingur við tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Eftirmál. DNA rannsókn leiddi síðar í ljós að blóðið var úr Einari. Björgvin Sigurðsson sérfræðingur við tæknideild lögreglunnar kom að rannsókn málsins á sínum tíma, og rifjar upp atburðarásina í þætti Eftirmála.Stöð 2 Þóttist ekkert vita um hvarf félaga síns Fjölskylda og vinir Einars og björgunarsveitir leituðu víðsvegar um höfuðborgarsvæðið næstu daga. Þá buðust líka ótal Íslendingar til að taka þátt í leitinni, enda var samfélagið slegið gríðarlegum óhug út af þessu máli. Einn af þeim sem buðu fram aðstoð við leitina var Atli Helgason, lögfræðingur og viðskiptafélagi Einars. Atli lét sér ekki nægja að taka þátt í leitinni. Hann mætti einnig í viðtal sem birtist í DV þann 10. nóvember þar sem hann sagðist vera „harmi sleginn“ yfir hvarfi vinar síns. „Einar hringdi í mig rétt klukkan rúmlega tíu á miðvikudagsmorguninn og sagðist þá vera á leiðinni til mín. Yrði komin innan fimm mínútna. Síðan hef ég ekki heyrt frá honum. Ég stend á gati og hugsa í hringi því ég skil þig ekki,“ lét Atli hafa eftir sér í viðtalinu. Á öðrum stað sagði Atli: „Við stöndum öll ráðþrota frammi fyrir þessu og skiljum ekki hvað hefur getað gerst. Einar Örn er ekki maður þeirrar gerðar að hann láti sig hverfa á þennan hátt. Það er óhugsandi.“ Í þætti Eftirmála rifjar Guðrún upp stundina þegar henni og öðrum aðstandendum fór fyrst að gruna að Atli væri hugsanlega viðriðinn hvarf Einars: „Við vorum að fara í Öskjuhlíðina og við vorum að fara út um allt. Atli kemur náttúrlega líka og kemur á inniskóm og með jakka yfir sér. Svo förum við og við erum í hóp með honum sem fer þarna við Nauthólsvíkina og þegar við erum að taka stefnuna frá Öskjuhlíðinni niður í Nauthólsvík þá segir hann við hópinn: „Ég ætla ekkert að labba þarna niðri eftir á inniskóm, hann finnst ekkert hérna.“ Þá fórum við aðeins að hugsa okkur tvisvar um, og horfa á hann með einhverjum öðrum augum, hvort hann vissi eitthvað. Af hverju segir maður svona ef maður veit ekki?“ Brotnaði saman í fangaklefa Það er svo ekki fyrr en 14. nóvember, sex dögum eftir hvarfið, að Atli var handtekinn, grunaður um að hafa átt aðild að hvarfi félaga síns. „Það tók við einhver svona kraftur sem fór í gang á meðan allt var í gangi þannig að maður gaf aldrei neitt eftir, missti ekki móðinn og missti ekki eljuna til þess að reyna að leysa málið. Svo var maður náttúrulega eins og sprungin blaðra þegar það kemur að því að við vitum hvernig málið fór,“ segir Birgir Svan, bróðir Einars í samtali við Eftirmál. Aðspurð um hvernig það hafi verið að fá það staðfest að Atli væri grunaður um að vera viðriðinn hvarf Einars segir Guðrún að það hafi verið eins og að vera „kýld í magann“: „Það var bara eiginlega svolítið svoleiðis. Þetta er samstarfsfélagi hans og þetta er vinur hans og hann er búinn að vera með okkur alla þessa daga og þetta var allt eitthvað svo óraunverulegt,“ segir Guðrún og bætir við á öðrum stað. „Eftir á þá er þetta bara allt eitthvað svo siðlaust og skrýtið.“ Einum og hálfum sólarhring eftir að Atli var handtekinn brotnaði hann saman um nótt í fangaklefa sínum og óskaði eftir að fá að gefa skýrslu. Þetta var í rauninni eftir að lögreglu tókst að sanna að hann hafði enga fjarvistarsönnun, og í ljós kom að símar Atla og Einars höfðu verið á sama stað morguninn sem Einar hvarf. Eftir að blóð fannst í bifreið Einars var farið húsleitir bæði á heimili Atla og svo á lögmannsskrifstofu hans, þar sem lagt var hald á tölvur og skjöl á skrifstofunni, og síðan á tölvu og fatnað á heimili hans. Í húsleitinni heima hjá Atla var einnig lagt hald á bílinn hans, þar sem blóð fannst. Í svefnherbergi Atla fannst skópar með sama mynstri og sést hafði á mottunni í bílnum. Við skýrslutökuna þessa nótt játaði Atli að hafa orðið Einari að bana. Reyndi að afmá sönnunargögn Í þætti Eftirmála rifjar Björgvin Sigurðsson lögreglumaður upp atburðarásina sem tók við í kjölfarið - þegar Atli vísaði lögreglu á staðinn þar sem hann hafði falið lík Einars. Líkið fannst þó ekki fyrr en Atli fór með þeim og benti þeim á hvar líkið væri í gjótu í Grindavík. „Eftir að Atli játar þá vísar hann lögreglu á hvað hann hefði gert við þessa muni; sem sagt hann tók símann hans Einars, bíllyklana, fötin hans og svo vopnið sjálft sem var hamar. Hann henti bíllyklunum í Elliðavoginn. Og hann gat vísað nákvæmlega hvert hann hafði hent þeim og þeir fundust. En hann gat aldrei sagt nákvæmlega hvar í Hafnafjarðarhöfn hann henti hamrinum. Hann vildi aldrei vísa nákvæmlega á þann stað. Þannig að hamarinn fannst aldrei,“ segir Björgvin og bætir við Atli hafi með þessum hætti reynt að afmá sönnunargögn. „Hann sagði fyrst hvar hann hefði komið líkinu fyrir. Þetta var í hrauninu austan við Grindavíkurveg. Og lögreglubílnum var lagt þar sem hann sagðist hafa stoppað bílinn, og hann benti út í hraunið hvar þetta hefði verið. En það fannst ekki, ekki fyrr en hann fór sjálfur að gjótunni og benti undir. Því hann hafði sparkað hraungrjóti ofan á líkið til að fela það.“ Einbeittur brotavilji Atli Helgason er einn til frásagnar um hvað nákvæmlega gerðist umræddan dag þegar Einari Erni var ráðinn bani. Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála vöknuðu upp ótal spurningar um hvað það hefði verið í aðdragandanum sem varð til þess að þessi voðaverknaður var framinn. Líkt og fram kemur í dómsskjölum snerist fundur Atla og Einars í Öskjuhlíð um fjármuni sem Atli hafði sagst ætla að koma með inn í félagið. Ágreiningur varð þeirra á milli sem endaði með því að Atli barði Einar ítrekað í höfuðið með hamri og kom honum síðan fyrir í hrauni nærri Grindavík. „Þetta voru einhvers konar peningaáhyggjur. Það liggur fyrir að þetta snerist um peninga og svo hefur Atli einhvern tímann sagt í viðtölum, og það hefur komið fram í fjölmiðlum, að hann hafi verið sturlaður af kókaínneyslu þegar hann gerði þetta,“ segir Guðrún í þætti Eftirmála. Þann 29. maí árið 2001 var Atli Helgason dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Einari Arnari. Hann missti jafnframt málflutningsréttindi sín. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur meðal annars fram: „Árás ákærða var ofsafengin og sló hann Einar Örn fjórum sinnum í höfuðið með hamri og hefur vilji ákærða á þeirri stundu verið styrkur og einbeittur. Eftir það ákvað ákærði að leyna atburðinum og losaði sig við það, sem hann taldi sönnunargögn.” Flutti í næstu götu Atli sat inni í níu ár, til ársins 2010. Í þættinum lýsa systkinin Guðrún og Birgir því hvernig upplifun það var að sjá morðingja bróður síns vera hleypt aftur út í samfélagið. „Við vorum kannski bara svona einföld að við héldum bara að ef einhver er dæmdur í sextán ára fangelsi að hann yrði í sextán ár í fangelsi. Hann fær náttúrulega lífstíðardóm. Svo bara sjáum við hann úti á götu eftir tíu, ellefu ár.“ segir Guðrún. „Við bjuggum á ákveðnum stað í Kópavogi. Ég í einni götu og Birgir bróðir minn í næstu götu, og Einar var nýbúinn að kaupa í sömu götu og hann. Svo er það Atli og fjölskylda; þegar hann fer í fangelsi þá er þeirra eign, sem er í Lindunum, seld og þau kaupa í næstu götu við okkur. Þegar hann sleppur út þá notar hann náttúrulega alla þá sömu þjónustu og við erum að gera. Og það finnst mér rosalega siðlaust.“ Atli fór aftur að starfa sem lögfræðingur þegar hann losnaði úr fangelsi en hann átti lögmannsstofuna Versus lögmenn. Í lok árs 2015 hlaut hann uppreist æru og taldist þannig vera með óflekkað mannorð í skilningi laganna. Árið 2016 sótti hann um lögmannsréttindi sín að nýju en hætti svo við í kjölfar mikillar gagnrýni í fjölmiðlum, meðal annars frá fjölskyldu Einars Arnar. Faðir Einars tjáði sig um málið í viðtali við Stöð 2 á sínum tíma, þar sem hann sagði ekki tímabært að morðingi sonar hans endurheimti málflutningsréttindi sín; gera þyrfti greinarmun á alvarleika brota í því samhengi. „Hann kemur fram í fjölmiðlum sem trúnaðarmaður fanga og svo fer hann fram á að fá lögmannsréttindi sín aftur. Þetta náttúrulega truflar daglegt líf hjá okkur, sem erum að reyna að halda áfram. En engu að síður vorum við mjög þakklát fyrir allt á þessum tíma, allt þetta fólk og alla þessa samkennd. Það má ekki gera lítið úr því, þetta var það sem gaf okkur kraftinn til að halda áfram,“ segir Guðrún í þætti Eftirmála. Hafa lært að lifa með áfallinu Í þættinum eru systkinin spurð hvort Atli Helgason hafi einhvern tímann iðrast um atburðinn við þau. „ Aldrei,“ segir Birgir. „Það hefur allavega ekki skilað sér til okkar,“ segir Guðrún. Birgir Svanur og Guðrún, systkini Einars Arnar hafa gert sitt besta til að halda áfram með lífið.Stöð 2 Þá segir Birgir að þau hafi lært að lifa með þessu. „Hann er í rauninni búinn að taka það mikið af okkur. Þetta er ekki maður sem er í huga mér á hverjum degi. Bara langt, langt frá í frá. Við erum svolítið búin að setja hann vel aftur fyrir. Og ég bara reyni að lifa mínu lífi, bæði með stórfjölskyldunni og minni fjölskyldu. En málalokin eru allavega þau að við fáum Einar í hendurnar. Búin að leita að honum alla þennan tíma. Þetta var beinlínis „closure“, en samt, að fá hann og geta kvatt hann. Það er svolítið annað heldur en þegar einhver aðili týnist og finnst aldrei - og endalausum spurningum er ósvarað alla þína ævi.“ Fimmta þátt Eftirmála þar sem fjallað er um Öskjuhlíðarmálið má sjá á Stöð 2 plús. Eftirmál Dómsmál Lögmennska Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Fá morðmál hafa vakið meiri óhug en Öskjuhlíðarmálið svokallað. Óhætt er að segja að hér sé á ferð eitt þekktasta sakamál sem upp hefur komið hér á landi. Eitt af því sem vakti hvað mesta athygli var að gerandinn, Atli Helgason lögmaður tók sjálfur þátt í leitinni að fórnarlambi sínu, Einari Erni á sínum tíma og mætti jafnframt í fjölmiðlaviðtal þar sem hann þóttist ekkert vita hvað hefði orðið af félaga hans. Málið hefur reglulega skotið upp kollinum í umræðunni undanfarna áratugi og þá sérstaklega árið 2016 þegar Atli Helgason fékk uppreist æru og sóttist eftir að fá aftur málflutningsréttindi sem lögmaður. Í fimmta þætti af Eftirmálum, sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi, er fjallað um Öskjuhlíðarmálið og rætt við systkini Einars Arnar, Guðrúnu Huldu og Birgi Svan Birgis. Einnig er rætt við Björgvin Sigurðsson lögreglumann sem stýrði rannsókn málsins hjá lögreglunni í Kópavogi, og Telmu Lucindu Tómasson fréttakonu sem fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma. Klippa: Segja Atla aldrei hafa sýnt merki um iðrun Blóð í bifreið vakti grunsemdir Að morgni 8.nóvember árið 2000 hvarf Einar Örn Birgis, 27 ára gamall. Einar og viðskiptafélagi hans, Atli Helgason lögmaður voru á þessum tíma nýbúnir að opna tískuvöruverslunina Gap Collection á Laugavegi í Reykjavík. Einar Örn Birgisson var einungis 27 ára gamall þegar honum var ráðinn bani. Hann var vel liðinn, vinamargur og reglusamur maður í blóma lífsins.Stöð 2 Í þættinum rifjar Guðrún Hulda upp hvernig leiðir bróður hennar og Atla Helgasonar lágu saman á sínum tíma. „Þeir kynnast í rauninni í gegnum fótboltann. Einar fær umboð fyrir þessum góðu fatamerkjum, og fer að finna fjárfesti. Atli er þarna lögfræðingur og segist vera á grænni grein og allt það. Þeir fara í samtal um þetta, sem leiðir svo til þess að þeir ákveða að gera þetta í sameiningu. Einar kemur heim til mín og segir mér að hann hafi talað við Atla Helgason og hann sé til í að koma í þetta sem fjárfestir. Þá segi ég: „Viltu ekki aðeins hugsa málið, er hann ekki búinn að vera í einhverri óreglu?“ Þá segir hann: „Jú jú, en þú veist að allir fá annað tækifæri.“ Morguninn sem Einar hvarf hringdi hann í verslunarstjórann hjá Gap og lét vita af því að hann ætti fund með Atla og kæmi seint til vinnu þennan daginn. Hann sagði honum einnig að Atli hefði sagst vera í veseni með bílinn sinn sem væri eitthvað bilaður og að Atli hefði beðið hann um aðstoð. Verslunarstjórinn var sá síðasti sem heyrði í Einari. Fjölskylda Einars hringdi margoft í hann þennan dag en hann svaraði ekki, sem var mjög ólíkt honum. Daginn eftir hófst umfangsmikil leit að Einari þar sem yfir fimmtíu björgunarsveitar- og lögreglumenn tóku þátt. Um hádegi fannst bifreið Einars við Hótel Loftleiðir og farið var með sporhunda um Öskjuhlíð og svæðið vestan flugvallar. Lögreglan í Kópavogi lýsti eftir Einari í fjölmiðlum og óskaði liðsinnis ríkislögreglustjóra við rannsókn málsins. „Eftir að bíllinn finnst og það finnst blóð í bílnum, þá í rauninni breytist áherslan í rannsókninni og þá var óskað eftir aðkomu tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík, að við kæmum þarna til aðstoðar,“ segir Björgvin Sigurðsson sérfræðingur við tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Eftirmál. DNA rannsókn leiddi síðar í ljós að blóðið var úr Einari. Björgvin Sigurðsson sérfræðingur við tæknideild lögreglunnar kom að rannsókn málsins á sínum tíma, og rifjar upp atburðarásina í þætti Eftirmála.Stöð 2 Þóttist ekkert vita um hvarf félaga síns Fjölskylda og vinir Einars og björgunarsveitir leituðu víðsvegar um höfuðborgarsvæðið næstu daga. Þá buðust líka ótal Íslendingar til að taka þátt í leitinni, enda var samfélagið slegið gríðarlegum óhug út af þessu máli. Einn af þeim sem buðu fram aðstoð við leitina var Atli Helgason, lögfræðingur og viðskiptafélagi Einars. Atli lét sér ekki nægja að taka þátt í leitinni. Hann mætti einnig í viðtal sem birtist í DV þann 10. nóvember þar sem hann sagðist vera „harmi sleginn“ yfir hvarfi vinar síns. „Einar hringdi í mig rétt klukkan rúmlega tíu á miðvikudagsmorguninn og sagðist þá vera á leiðinni til mín. Yrði komin innan fimm mínútna. Síðan hef ég ekki heyrt frá honum. Ég stend á gati og hugsa í hringi því ég skil þig ekki,“ lét Atli hafa eftir sér í viðtalinu. Á öðrum stað sagði Atli: „Við stöndum öll ráðþrota frammi fyrir þessu og skiljum ekki hvað hefur getað gerst. Einar Örn er ekki maður þeirrar gerðar að hann láti sig hverfa á þennan hátt. Það er óhugsandi.“ Í þætti Eftirmála rifjar Guðrún upp stundina þegar henni og öðrum aðstandendum fór fyrst að gruna að Atli væri hugsanlega viðriðinn hvarf Einars: „Við vorum að fara í Öskjuhlíðina og við vorum að fara út um allt. Atli kemur náttúrlega líka og kemur á inniskóm og með jakka yfir sér. Svo förum við og við erum í hóp með honum sem fer þarna við Nauthólsvíkina og þegar við erum að taka stefnuna frá Öskjuhlíðinni niður í Nauthólsvík þá segir hann við hópinn: „Ég ætla ekkert að labba þarna niðri eftir á inniskóm, hann finnst ekkert hérna.“ Þá fórum við aðeins að hugsa okkur tvisvar um, og horfa á hann með einhverjum öðrum augum, hvort hann vissi eitthvað. Af hverju segir maður svona ef maður veit ekki?“ Brotnaði saman í fangaklefa Það er svo ekki fyrr en 14. nóvember, sex dögum eftir hvarfið, að Atli var handtekinn, grunaður um að hafa átt aðild að hvarfi félaga síns. „Það tók við einhver svona kraftur sem fór í gang á meðan allt var í gangi þannig að maður gaf aldrei neitt eftir, missti ekki móðinn og missti ekki eljuna til þess að reyna að leysa málið. Svo var maður náttúrulega eins og sprungin blaðra þegar það kemur að því að við vitum hvernig málið fór,“ segir Birgir Svan, bróðir Einars í samtali við Eftirmál. Aðspurð um hvernig það hafi verið að fá það staðfest að Atli væri grunaður um að vera viðriðinn hvarf Einars segir Guðrún að það hafi verið eins og að vera „kýld í magann“: „Það var bara eiginlega svolítið svoleiðis. Þetta er samstarfsfélagi hans og þetta er vinur hans og hann er búinn að vera með okkur alla þessa daga og þetta var allt eitthvað svo óraunverulegt,“ segir Guðrún og bætir við á öðrum stað. „Eftir á þá er þetta bara allt eitthvað svo siðlaust og skrýtið.“ Einum og hálfum sólarhring eftir að Atli var handtekinn brotnaði hann saman um nótt í fangaklefa sínum og óskaði eftir að fá að gefa skýrslu. Þetta var í rauninni eftir að lögreglu tókst að sanna að hann hafði enga fjarvistarsönnun, og í ljós kom að símar Atla og Einars höfðu verið á sama stað morguninn sem Einar hvarf. Eftir að blóð fannst í bifreið Einars var farið húsleitir bæði á heimili Atla og svo á lögmannsskrifstofu hans, þar sem lagt var hald á tölvur og skjöl á skrifstofunni, og síðan á tölvu og fatnað á heimili hans. Í húsleitinni heima hjá Atla var einnig lagt hald á bílinn hans, þar sem blóð fannst. Í svefnherbergi Atla fannst skópar með sama mynstri og sést hafði á mottunni í bílnum. Við skýrslutökuna þessa nótt játaði Atli að hafa orðið Einari að bana. Reyndi að afmá sönnunargögn Í þætti Eftirmála rifjar Björgvin Sigurðsson lögreglumaður upp atburðarásina sem tók við í kjölfarið - þegar Atli vísaði lögreglu á staðinn þar sem hann hafði falið lík Einars. Líkið fannst þó ekki fyrr en Atli fór með þeim og benti þeim á hvar líkið væri í gjótu í Grindavík. „Eftir að Atli játar þá vísar hann lögreglu á hvað hann hefði gert við þessa muni; sem sagt hann tók símann hans Einars, bíllyklana, fötin hans og svo vopnið sjálft sem var hamar. Hann henti bíllyklunum í Elliðavoginn. Og hann gat vísað nákvæmlega hvert hann hafði hent þeim og þeir fundust. En hann gat aldrei sagt nákvæmlega hvar í Hafnafjarðarhöfn hann henti hamrinum. Hann vildi aldrei vísa nákvæmlega á þann stað. Þannig að hamarinn fannst aldrei,“ segir Björgvin og bætir við Atli hafi með þessum hætti reynt að afmá sönnunargögn. „Hann sagði fyrst hvar hann hefði komið líkinu fyrir. Þetta var í hrauninu austan við Grindavíkurveg. Og lögreglubílnum var lagt þar sem hann sagðist hafa stoppað bílinn, og hann benti út í hraunið hvar þetta hefði verið. En það fannst ekki, ekki fyrr en hann fór sjálfur að gjótunni og benti undir. Því hann hafði sparkað hraungrjóti ofan á líkið til að fela það.“ Einbeittur brotavilji Atli Helgason er einn til frásagnar um hvað nákvæmlega gerðist umræddan dag þegar Einari Erni var ráðinn bani. Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála vöknuðu upp ótal spurningar um hvað það hefði verið í aðdragandanum sem varð til þess að þessi voðaverknaður var framinn. Líkt og fram kemur í dómsskjölum snerist fundur Atla og Einars í Öskjuhlíð um fjármuni sem Atli hafði sagst ætla að koma með inn í félagið. Ágreiningur varð þeirra á milli sem endaði með því að Atli barði Einar ítrekað í höfuðið með hamri og kom honum síðan fyrir í hrauni nærri Grindavík. „Þetta voru einhvers konar peningaáhyggjur. Það liggur fyrir að þetta snerist um peninga og svo hefur Atli einhvern tímann sagt í viðtölum, og það hefur komið fram í fjölmiðlum, að hann hafi verið sturlaður af kókaínneyslu þegar hann gerði þetta,“ segir Guðrún í þætti Eftirmála. Þann 29. maí árið 2001 var Atli Helgason dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Einari Arnari. Hann missti jafnframt málflutningsréttindi sín. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur meðal annars fram: „Árás ákærða var ofsafengin og sló hann Einar Örn fjórum sinnum í höfuðið með hamri og hefur vilji ákærða á þeirri stundu verið styrkur og einbeittur. Eftir það ákvað ákærði að leyna atburðinum og losaði sig við það, sem hann taldi sönnunargögn.” Flutti í næstu götu Atli sat inni í níu ár, til ársins 2010. Í þættinum lýsa systkinin Guðrún og Birgir því hvernig upplifun það var að sjá morðingja bróður síns vera hleypt aftur út í samfélagið. „Við vorum kannski bara svona einföld að við héldum bara að ef einhver er dæmdur í sextán ára fangelsi að hann yrði í sextán ár í fangelsi. Hann fær náttúrulega lífstíðardóm. Svo bara sjáum við hann úti á götu eftir tíu, ellefu ár.“ segir Guðrún. „Við bjuggum á ákveðnum stað í Kópavogi. Ég í einni götu og Birgir bróðir minn í næstu götu, og Einar var nýbúinn að kaupa í sömu götu og hann. Svo er það Atli og fjölskylda; þegar hann fer í fangelsi þá er þeirra eign, sem er í Lindunum, seld og þau kaupa í næstu götu við okkur. Þegar hann sleppur út þá notar hann náttúrulega alla þá sömu þjónustu og við erum að gera. Og það finnst mér rosalega siðlaust.“ Atli fór aftur að starfa sem lögfræðingur þegar hann losnaði úr fangelsi en hann átti lögmannsstofuna Versus lögmenn. Í lok árs 2015 hlaut hann uppreist æru og taldist þannig vera með óflekkað mannorð í skilningi laganna. Árið 2016 sótti hann um lögmannsréttindi sín að nýju en hætti svo við í kjölfar mikillar gagnrýni í fjölmiðlum, meðal annars frá fjölskyldu Einars Arnar. Faðir Einars tjáði sig um málið í viðtali við Stöð 2 á sínum tíma, þar sem hann sagði ekki tímabært að morðingi sonar hans endurheimti málflutningsréttindi sín; gera þyrfti greinarmun á alvarleika brota í því samhengi. „Hann kemur fram í fjölmiðlum sem trúnaðarmaður fanga og svo fer hann fram á að fá lögmannsréttindi sín aftur. Þetta náttúrulega truflar daglegt líf hjá okkur, sem erum að reyna að halda áfram. En engu að síður vorum við mjög þakklát fyrir allt á þessum tíma, allt þetta fólk og alla þessa samkennd. Það má ekki gera lítið úr því, þetta var það sem gaf okkur kraftinn til að halda áfram,“ segir Guðrún í þætti Eftirmála. Hafa lært að lifa með áfallinu Í þættinum eru systkinin spurð hvort Atli Helgason hafi einhvern tímann iðrast um atburðinn við þau. „ Aldrei,“ segir Birgir. „Það hefur allavega ekki skilað sér til okkar,“ segir Guðrún. Birgir Svanur og Guðrún, systkini Einars Arnar hafa gert sitt besta til að halda áfram með lífið.Stöð 2 Þá segir Birgir að þau hafi lært að lifa með þessu. „Hann er í rauninni búinn að taka það mikið af okkur. Þetta er ekki maður sem er í huga mér á hverjum degi. Bara langt, langt frá í frá. Við erum svolítið búin að setja hann vel aftur fyrir. Og ég bara reyni að lifa mínu lífi, bæði með stórfjölskyldunni og minni fjölskyldu. En málalokin eru allavega þau að við fáum Einar í hendurnar. Búin að leita að honum alla þennan tíma. Þetta var beinlínis „closure“, en samt, að fá hann og geta kvatt hann. Það er svolítið annað heldur en þegar einhver aðili týnist og finnst aldrei - og endalausum spurningum er ósvarað alla þína ævi.“ Fimmta þátt Eftirmála þar sem fjallað er um Öskjuhlíðarmálið má sjá á Stöð 2 plús.
Eftirmál Dómsmál Lögmennska Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira