Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Lovísa Arnardóttir skrifar 12. nóvember 2024 15:02 Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að félagsleg tengsl barna og þátttaka í skipulögðum athöfnum eins og íþróttum og tómstundum eru sterk. Börn í yngri bekkjum sækja í auknum mæli íþróttir og tómstundastarf. Vísir/Vilhelm Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024 sýna vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað síðustu tvö ár. Niðurstöður sýna lækkun í tíðni kvíða og depurðar í öllum árgöngum. Enn segist þó um helmingur stúlkna í 10. bekk finna fyrir depurð. Þá hafa um þrettán prósent stúlkna í 10. bekk verið beittar kynferðisofbeldi af jafnaldra en hlutfallið lækkar á milli ára. Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar árið 2024 sýna vísbendingar um jákvæða þróun í líðan og velferð barna á Íslandi. Mælingarnar sýna meðal annars merki um breytingar til batnaðar á andlegri líðan barna og virka þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi, að þeim líði vel í skólanum og eigi sterkt vinanet. Í skýrslunni kemur einnig fram að þó nokkur fjöldi barna er beittur ofbeldi árlega annaðhvort af fullorðnum einstaklingi eða jafnöldrum sínum. Miklu færri sem mæta þreytt í skólann Í skýrslunni kemur til dæmis fram að um 90 prósent barna og ungmenna telja mikilvægt að leggja sig fram í námi og meira en 85 prósent þeirra líður vel í skólanum. Rétt um 70 prósent nemenda upplifa að kennurum þeirra þyki vænt um þau. Hlutfall ungmenna í 10. bekk sem mætir þreytt í skólann hefur lækkað um níu prósent miðað við mælingu 2022 og er í dag 41 prósent. Þá sögðust um 13 prósent ungmenna hafa skrópað í heilan dag einu sinni eða oftar síðastliðnar tvær vikur. Með hækkandi aldri sögðust fleiri nemendur taka virkan þátt í að skipuleggja skólaviðburði. Hlutfallið var 47 prósent í 6. bekk en 60 prósent meðal barna í 10. bekk. Í könnuninni er einnig spurt um félagsleg tengsl og þátttöku í íþróttum og tómstundum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að félagsleg tengsl barna og þátttaka í skipulögðum athöfnum eins og íþróttum og tómstundum eru sterk. Börn í yngri bekkjum sækja í auknum mæli íþróttir og tómstundastarf. Nánast öll börn sögðust eiga vini og meirihluti nemenda þvert á árganga telur sig eiga auðvelt með að eignast nýja vini (78% í 6. bekk, 77% í 8. bekk og 76% í 10. bekk). Einmanaleiki minnkað Þá kemur fram að eftir heimsfaraldur Covid-19 hafi einmanaleiki minnkað verulega. Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun er einmanaleiki algengari hjá eldri stúlkum en drengjum. Um 12 til 14 prósent stúlkna segjast einmana í skólanum á meðan hlutfallið er um 9 til 11 prósent hjá strákum. Í könnuninni er einnig spurt um hreyfingu og heilsu. Í niðurstöðum kemur fram að rúmlega 90 prósent barna og ungmenna í 6. til 10. bekk á Íslandi lýsa heilsu sinni sem mjög góðri. Þau hreyfa sig mikið á yngri árum (83%), þar sem drengir taka oftar þátt í hópíþróttum en stúlkur frekar í einstaklingsíþróttum. Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi dregst saman í 10. bekk (58%) en á móti eykst þátttaka í líkamsrækt. Spurning: „Á síðastliðnum 6 mánuðum, hversu oft hefur þú fundið fyrir kvíða? “ Hlutfall sem velur svarmöguleikana „Hér um bil daglega“,„Oftar en einu sinni í viku“ eða „Um það bil vikulega“.Íslenska æskulýðsrannsóknin Þá er í skýrslunni að finna vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað síðustu tvö ár. Niðurstöður sýna lækkun í tíðni kvíða og depurðar í öllum árgöngum – ekki síst meðal yngri barna. Þó mælingar sýni betri stöðu milli ára finnur enn um helmingur stúlkna í 10. bekk reglulega fyrir einkennum depurðar, eða 55 prósent. Hlutfallið var 57 prósent í fyrra og 64 prósent árið 2022. Strákar finna ekki til eins mikillar depurðar en 26 prósent þeirra segjast finna reglulega fyrir depurð í ár en 30 prósent þeirra í fyrra og 31 prósent árið 2022. Þriðjungur upplifir vanlíðan þegar þau hafa ekki aðgang að samfélagsmiðlum Samfélagsmiðlanotkun er útbreidd meðal íslenskra barna og rannsóknin sýnir að um og yfir helmingur nemenda á erfitt með að minnka notkun sína. Um þriðjungur ungmenna í 10. bekk upplifir vanlíðan þegar þau hafa ekki aðgang að samfélagsmiðlum og stúlkur eru sérstaklega viðkvæmar fyrir þessum áhrifum. Þá hafa 54 prósent stúlkna í 10. bekk fengið beiðni um að senda nektarmyndir, sem eru fimm prósentum færri en frá árinu áður. Á sama tíma hafa um 16 prósent stráka í 10. bekk fengið sambærilega beiðni. Tíu prósent 10. bekkinga segjast samkvæmt skýrslunni hafa verið snertar kynferðislega af einhverjum fullorðnum. Það eru 15 prósent stúlkna og fjögur prósent drengja. Í könnuninni er einnig spurt um hvort að fullorðinn einstaklingur hafi reynt að hafa kynferðismök við þau. Fjögur prósent 10. bekkinga svara því játandi og fimm prósent 9. bekkinga. Þrjú prósent þeirra í 8. bekk svara játandi. Þar er hlutfallið aftur hærra meðal stúlkna en það er sex prósent í 10. bekk, sjö prósent í 9. bekk og þrjú prósent í 8. bekk. Hlutfall meðal drengja er tvö til þrjú prósent. 13 prósent stúlkna beitt kynferðisofbeldi af jafnaldra Þá er einnig spurt um það hvort fullorðinn hafi haft við þau kynferðismök. Þrjú prósent svara því játandi í 9. og 10. bekk. Hlutfallið er aftur hærra á meðal stúlkna og er hæst í 10. bekk þar sem það er fjögur prósent. Þá er einnig spurt hvort að annar unglingur hafi haft við þau kynferðismök gegn vilja. Hlutfall þeirra sem velur valmöguleikann einu sinni eða tvisvar eða oftar en tvisvar er 9 prósent hjá 10. bekkingum, sjö prósent hjá 9. bekkingum og fimm prósent hjá 8. bekk. Hlutfallið er sömuleiðis hærra hjá stúlkum þarna en 13 prósent stúlkna í 10. bekk segja þetta tilfellið og 9 prósent stúlkna í 9. bekk. Um fjögur prósent drengja svara þessu játandi í 8., 9., og 10. bekk. Hlutfallið lækkar örlítið á milli ára en það var 10 prósent í 10. bekk í fyrra og 15 prósent meðal stúlkna í 10. bekk. Spurning: „Síðastliðna 12 mánuði, hversu oft hefur þú lent í slagsmálum? “ Hlutfall sem velur svarmöguleikana „1 sinni“,„2 sinnum“,„3 sinnum“ eða „4 sinnum eða oftar“íslenska æskulýðsrannsóknin Í skýrslunni er einnig fjallað um heimilisofbeldi og þar er svipað hlutfall sem segist hafa heyrt eða sér einhvern á heimili verða fyrir ofbeldi og hefur orðið fyrir ofbeldi sjálf eða um 7 til 9 prósent. Einnig er í könnuninni spurt um ofbeldi jafnaldra og kemur fram í niðurstöðunum að 45 prósent barna í 6. bekk hafi verið lamin síðustu tólf mánuði en 12 prósent 10. bekkinga. Hlutfallið er mun hærra meðal stráka en stúlkna. 53 prósent 6. bekkinga hafa verið lamdir síðustu tólf mánuði en 15 prósent 10. bekkinga. Um helmingur notaði ekki smokk Ungmenni í 9. og 10. bekk voru einnig spurð um kynferðislega virkni. 11 prósent nemenda í 9. bekk segjast kynferðislega virk á meðan 22 prósent þeirra sem eru í 10. bekk. Hlutfallið er svipað hjá strákum og stúlkum. 64 prósent nemenda í 9. bekk sögðust hafa notað smokk og 58 prósent þeirra sem eru í 10. bekk. Í könnuninni er einnig spurt um félagslega stöðu og stuðning fjölskyldu. Niðurstöður sýna að börnin upplifa almennt sterkan félagslegan stuðning og öryggi. Um 90 prósent ungmenna töldu sig fá þann tilfinningalega stuðning sem þau þurfa frá fjölskyldu sinni. Yfir 80 prósent barnanna sögðust eiga auðvelt eða mjög auðvelt með að tala við foreldra sína. Stór hluti barna sagðist borða kvöldmat með foreldrum sínum en með hækkandi aldri dró úr því og var hlutfallið 70 prósent í 10. bekk. Þá kemur fram að um 88 prósent barna í 6. bekk upplifa fjárhagslega stöðu fjölskyldu sinnar góða. Þá kemur einnig fram að launuð vinna barna í 10. bekk minnkar milli ára. Stúlkur finna fyrir meira óöryggi Börnin eru einnig spurð um það hvort þau upplifi öryggi í nærumhverfi en niðurstöður sýna að stúlkur finna fyrir minna öryggi en drengir. Um 31 prósent stúlkna í 10. bekk segjast sem dæmi upplifa sig frekar eða mjög óöruggar á salerni skólans á meðan 26 prósent drengja segjast upplifa það sama. Á sama tíma sýna niðurstöðurnar að tíðni eineltis fer minnkandi. Árið 2023 höfðu 12 prósent 6. bekkinga upplifað einelti, en 8 prósent nú. Tíðni eineltis mælist lægri í 10. bekk, þar sem einungis 4 prósent ungmenna segjast hafa upplifað einelti nýlega. Þá er einnig í könnuninni fjallað um slagsmál. Niðurstöður sýna að þeim fer fækkandi en að þau séu algengari meðal drengja en stúlkna. Notkun nikótínpúða og rafsígaretta lækkar lítillega milli ára en notkun rafsígaretta er næstum tvöfalt meiri hjá stúlkum en drengjum í 10. bekk. Um þrjú prósent barna í 8. til 10. bekk segjast hafa komið með hníf í skólann en tæplega eitt prósent þeirra í þeim tilgangi að verja sig eða skaða aðra. Megi hvergi slaka á „Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar í ár gefa okkur vísbendingar um að farsældarlögin séu að virka, andleg heilsa og líðan barna og ungmenna fer batnandi. En við megum hvergi slaka á. Það er nauðsynlegt að ná að grípa betur öll börn, hvar sem þau eru og við hvaða aðstæður sem þau búa,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, í tilkynningu. Kynning á niðurstöðum rannsóknarinnar stendur nú yfir á málþingi hjá Háskóla Íslands undir yfirskriftinni „Hvað segja börn og ungmenni um styrkleika og áskoranir í lífi sínu“. Þar verður undirritaður samningur um áframhaldandi samstarf mennta- og barnamálaráðuneytisins og Háskóla Íslands á vettvangi Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar með auknu fjárframlagi til rannsóknarinnar. Markmið Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar er að fylgja eftir innleiðingu og stefnumótun hinna svokölluðu farsældarlaga, sem leggja grunn að nýju verklagi sem tryggir börnum og ungmennum sem þurfa á stuðningi að halda samþætta þjónustu og snemmtækan stuðning. „Það er mikið gleðiefni að sjá jákvæð merki í tölum um ýmsa þá velferðarþætti sem unnið hefur verið svo ötullega að bæði í stefnumótun en jafnframt á vettvangi af fagfólki með börnum og ungmennum. Þrátt fyrir að alltaf sé verk að vinna á einhverjum vígstöðvum þá sjáum við á niðurstöðunum hvað samtakamátturinn getur skilað okkur, ” segir Ragný Þóra Guðjohnsen, faglegur stjórnandi Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar, í tilkynningu um niðurstöðurnar. Réttindi barna Börn og uppeldi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Heilbrigðismál Íþróttir barna Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Barnavernd Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar árið 2024 sýna vísbendingar um jákvæða þróun í líðan og velferð barna á Íslandi. Mælingarnar sýna meðal annars merki um breytingar til batnaðar á andlegri líðan barna og virka þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi, að þeim líði vel í skólanum og eigi sterkt vinanet. Í skýrslunni kemur einnig fram að þó nokkur fjöldi barna er beittur ofbeldi árlega annaðhvort af fullorðnum einstaklingi eða jafnöldrum sínum. Miklu færri sem mæta þreytt í skólann Í skýrslunni kemur til dæmis fram að um 90 prósent barna og ungmenna telja mikilvægt að leggja sig fram í námi og meira en 85 prósent þeirra líður vel í skólanum. Rétt um 70 prósent nemenda upplifa að kennurum þeirra þyki vænt um þau. Hlutfall ungmenna í 10. bekk sem mætir þreytt í skólann hefur lækkað um níu prósent miðað við mælingu 2022 og er í dag 41 prósent. Þá sögðust um 13 prósent ungmenna hafa skrópað í heilan dag einu sinni eða oftar síðastliðnar tvær vikur. Með hækkandi aldri sögðust fleiri nemendur taka virkan þátt í að skipuleggja skólaviðburði. Hlutfallið var 47 prósent í 6. bekk en 60 prósent meðal barna í 10. bekk. Í könnuninni er einnig spurt um félagsleg tengsl og þátttöku í íþróttum og tómstundum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að félagsleg tengsl barna og þátttaka í skipulögðum athöfnum eins og íþróttum og tómstundum eru sterk. Börn í yngri bekkjum sækja í auknum mæli íþróttir og tómstundastarf. Nánast öll börn sögðust eiga vini og meirihluti nemenda þvert á árganga telur sig eiga auðvelt með að eignast nýja vini (78% í 6. bekk, 77% í 8. bekk og 76% í 10. bekk). Einmanaleiki minnkað Þá kemur fram að eftir heimsfaraldur Covid-19 hafi einmanaleiki minnkað verulega. Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun er einmanaleiki algengari hjá eldri stúlkum en drengjum. Um 12 til 14 prósent stúlkna segjast einmana í skólanum á meðan hlutfallið er um 9 til 11 prósent hjá strákum. Í könnuninni er einnig spurt um hreyfingu og heilsu. Í niðurstöðum kemur fram að rúmlega 90 prósent barna og ungmenna í 6. til 10. bekk á Íslandi lýsa heilsu sinni sem mjög góðri. Þau hreyfa sig mikið á yngri árum (83%), þar sem drengir taka oftar þátt í hópíþróttum en stúlkur frekar í einstaklingsíþróttum. Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi dregst saman í 10. bekk (58%) en á móti eykst þátttaka í líkamsrækt. Spurning: „Á síðastliðnum 6 mánuðum, hversu oft hefur þú fundið fyrir kvíða? “ Hlutfall sem velur svarmöguleikana „Hér um bil daglega“,„Oftar en einu sinni í viku“ eða „Um það bil vikulega“.Íslenska æskulýðsrannsóknin Þá er í skýrslunni að finna vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað síðustu tvö ár. Niðurstöður sýna lækkun í tíðni kvíða og depurðar í öllum árgöngum – ekki síst meðal yngri barna. Þó mælingar sýni betri stöðu milli ára finnur enn um helmingur stúlkna í 10. bekk reglulega fyrir einkennum depurðar, eða 55 prósent. Hlutfallið var 57 prósent í fyrra og 64 prósent árið 2022. Strákar finna ekki til eins mikillar depurðar en 26 prósent þeirra segjast finna reglulega fyrir depurð í ár en 30 prósent þeirra í fyrra og 31 prósent árið 2022. Þriðjungur upplifir vanlíðan þegar þau hafa ekki aðgang að samfélagsmiðlum Samfélagsmiðlanotkun er útbreidd meðal íslenskra barna og rannsóknin sýnir að um og yfir helmingur nemenda á erfitt með að minnka notkun sína. Um þriðjungur ungmenna í 10. bekk upplifir vanlíðan þegar þau hafa ekki aðgang að samfélagsmiðlum og stúlkur eru sérstaklega viðkvæmar fyrir þessum áhrifum. Þá hafa 54 prósent stúlkna í 10. bekk fengið beiðni um að senda nektarmyndir, sem eru fimm prósentum færri en frá árinu áður. Á sama tíma hafa um 16 prósent stráka í 10. bekk fengið sambærilega beiðni. Tíu prósent 10. bekkinga segjast samkvæmt skýrslunni hafa verið snertar kynferðislega af einhverjum fullorðnum. Það eru 15 prósent stúlkna og fjögur prósent drengja. Í könnuninni er einnig spurt um hvort að fullorðinn einstaklingur hafi reynt að hafa kynferðismök við þau. Fjögur prósent 10. bekkinga svara því játandi og fimm prósent 9. bekkinga. Þrjú prósent þeirra í 8. bekk svara játandi. Þar er hlutfallið aftur hærra meðal stúlkna en það er sex prósent í 10. bekk, sjö prósent í 9. bekk og þrjú prósent í 8. bekk. Hlutfall meðal drengja er tvö til þrjú prósent. 13 prósent stúlkna beitt kynferðisofbeldi af jafnaldra Þá er einnig spurt um það hvort fullorðinn hafi haft við þau kynferðismök. Þrjú prósent svara því játandi í 9. og 10. bekk. Hlutfallið er aftur hærra á meðal stúlkna og er hæst í 10. bekk þar sem það er fjögur prósent. Þá er einnig spurt hvort að annar unglingur hafi haft við þau kynferðismök gegn vilja. Hlutfall þeirra sem velur valmöguleikann einu sinni eða tvisvar eða oftar en tvisvar er 9 prósent hjá 10. bekkingum, sjö prósent hjá 9. bekkingum og fimm prósent hjá 8. bekk. Hlutfallið er sömuleiðis hærra hjá stúlkum þarna en 13 prósent stúlkna í 10. bekk segja þetta tilfellið og 9 prósent stúlkna í 9. bekk. Um fjögur prósent drengja svara þessu játandi í 8., 9., og 10. bekk. Hlutfallið lækkar örlítið á milli ára en það var 10 prósent í 10. bekk í fyrra og 15 prósent meðal stúlkna í 10. bekk. Spurning: „Síðastliðna 12 mánuði, hversu oft hefur þú lent í slagsmálum? “ Hlutfall sem velur svarmöguleikana „1 sinni“,„2 sinnum“,„3 sinnum“ eða „4 sinnum eða oftar“íslenska æskulýðsrannsóknin Í skýrslunni er einnig fjallað um heimilisofbeldi og þar er svipað hlutfall sem segist hafa heyrt eða sér einhvern á heimili verða fyrir ofbeldi og hefur orðið fyrir ofbeldi sjálf eða um 7 til 9 prósent. Einnig er í könnuninni spurt um ofbeldi jafnaldra og kemur fram í niðurstöðunum að 45 prósent barna í 6. bekk hafi verið lamin síðustu tólf mánuði en 12 prósent 10. bekkinga. Hlutfallið er mun hærra meðal stráka en stúlkna. 53 prósent 6. bekkinga hafa verið lamdir síðustu tólf mánuði en 15 prósent 10. bekkinga. Um helmingur notaði ekki smokk Ungmenni í 9. og 10. bekk voru einnig spurð um kynferðislega virkni. 11 prósent nemenda í 9. bekk segjast kynferðislega virk á meðan 22 prósent þeirra sem eru í 10. bekk. Hlutfallið er svipað hjá strákum og stúlkum. 64 prósent nemenda í 9. bekk sögðust hafa notað smokk og 58 prósent þeirra sem eru í 10. bekk. Í könnuninni er einnig spurt um félagslega stöðu og stuðning fjölskyldu. Niðurstöður sýna að börnin upplifa almennt sterkan félagslegan stuðning og öryggi. Um 90 prósent ungmenna töldu sig fá þann tilfinningalega stuðning sem þau þurfa frá fjölskyldu sinni. Yfir 80 prósent barnanna sögðust eiga auðvelt eða mjög auðvelt með að tala við foreldra sína. Stór hluti barna sagðist borða kvöldmat með foreldrum sínum en með hækkandi aldri dró úr því og var hlutfallið 70 prósent í 10. bekk. Þá kemur fram að um 88 prósent barna í 6. bekk upplifa fjárhagslega stöðu fjölskyldu sinnar góða. Þá kemur einnig fram að launuð vinna barna í 10. bekk minnkar milli ára. Stúlkur finna fyrir meira óöryggi Börnin eru einnig spurð um það hvort þau upplifi öryggi í nærumhverfi en niðurstöður sýna að stúlkur finna fyrir minna öryggi en drengir. Um 31 prósent stúlkna í 10. bekk segjast sem dæmi upplifa sig frekar eða mjög óöruggar á salerni skólans á meðan 26 prósent drengja segjast upplifa það sama. Á sama tíma sýna niðurstöðurnar að tíðni eineltis fer minnkandi. Árið 2023 höfðu 12 prósent 6. bekkinga upplifað einelti, en 8 prósent nú. Tíðni eineltis mælist lægri í 10. bekk, þar sem einungis 4 prósent ungmenna segjast hafa upplifað einelti nýlega. Þá er einnig í könnuninni fjallað um slagsmál. Niðurstöður sýna að þeim fer fækkandi en að þau séu algengari meðal drengja en stúlkna. Notkun nikótínpúða og rafsígaretta lækkar lítillega milli ára en notkun rafsígaretta er næstum tvöfalt meiri hjá stúlkum en drengjum í 10. bekk. Um þrjú prósent barna í 8. til 10. bekk segjast hafa komið með hníf í skólann en tæplega eitt prósent þeirra í þeim tilgangi að verja sig eða skaða aðra. Megi hvergi slaka á „Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar í ár gefa okkur vísbendingar um að farsældarlögin séu að virka, andleg heilsa og líðan barna og ungmenna fer batnandi. En við megum hvergi slaka á. Það er nauðsynlegt að ná að grípa betur öll börn, hvar sem þau eru og við hvaða aðstæður sem þau búa,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, í tilkynningu. Kynning á niðurstöðum rannsóknarinnar stendur nú yfir á málþingi hjá Háskóla Íslands undir yfirskriftinni „Hvað segja börn og ungmenni um styrkleika og áskoranir í lífi sínu“. Þar verður undirritaður samningur um áframhaldandi samstarf mennta- og barnamálaráðuneytisins og Háskóla Íslands á vettvangi Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar með auknu fjárframlagi til rannsóknarinnar. Markmið Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar er að fylgja eftir innleiðingu og stefnumótun hinna svokölluðu farsældarlaga, sem leggja grunn að nýju verklagi sem tryggir börnum og ungmennum sem þurfa á stuðningi að halda samþætta þjónustu og snemmtækan stuðning. „Það er mikið gleðiefni að sjá jákvæð merki í tölum um ýmsa þá velferðarþætti sem unnið hefur verið svo ötullega að bæði í stefnumótun en jafnframt á vettvangi af fagfólki með börnum og ungmennum. Þrátt fyrir að alltaf sé verk að vinna á einhverjum vígstöðvum þá sjáum við á niðurstöðunum hvað samtakamátturinn getur skilað okkur, ” segir Ragný Þóra Guðjohnsen, faglegur stjórnandi Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar, í tilkynningu um niðurstöðurnar.
Réttindi barna Börn og uppeldi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Heilbrigðismál Íþróttir barna Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Barnavernd Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira