Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 14:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra segist ekki skulda Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra nein svör í máli Yazans Tamimi. Vísir/Sigurjón Fyrrverandi félagsmálaráðherra segist ekki skulda dómsmálaráðherra neinar skýringar á afskiptum sínum í máli fjölfatlaðs palestínsks drengs og fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í haust. Þá hafi engin formleg beiðni borist frá henni til félagsmálaráðuneytisins um skýringar á því hvers vegna hann skarst í leikinn þegar það átti að vísa drengnum úr landi. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði í Pallborði á Vísi í gær að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinstri grænna hafi haft samband við forsætisráðherra daginn sem til stóð að vísa Yazan Tamimi og fjölskyldu hans úr landi í haust og efast um lögmæti aðgerðanna. Áður hafði komið fram að brottförin var stöðvuð eftir að Guðmundur hafði samband við forsætisráðherra og óskaði eftir að ræða málið í ríkisstjórn og ríkislögreglustjóra, að hans sögn til að afla upplýsinga um brottflutninginn. „Því hefur alltaf verið ósvarað af hálfu fyrrverandi félagsmálaráðherra hvaða upplýsingar hann hafði til að efast um lögmæti þeirra aðgerða sem þarna fóru fram. Því hefur aldrei verið svarað. Við höfum óskað eftir svörum frá honum en spurningum okkar hefur ekki verið svarað,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir í Pallborði. Engin formleg beiðni Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherraog þingmaður Vinstri grænna kannast ekki við að hafa fengið slíka beiðni formlega. „Ég kannast ekki við að dómsmálaráðuneytið hafi óskað eftir slíkum skýringum við félagsmálaráðuneytið, það er ekkert formlegt til um það í félagsmálaráðuneytinu svo ég viti til,“ segir Guðmundur. Hann segir að vera kunni að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi óskað persónulega eftir slíkum svörum en er ekki viss. „Ég þori ekki að fullyrða hvort Guðrún hafi nefnt þetta við mig í okkar samtölum. Það kann vel að vera að hún hafi gert það og þá hef ég án efa svarað henni. Ég er búinn að útskýra mjög vel hvers vegna ég fór fram á að brottflutningurinn væri stöðvaður. Það vegna þess að þarna var um að ræða fjölfatlað barn með lífshættulegan sjúkdóm sem var rifið út af sjúkrahúsi um miðja nótt til að vera flutt úr landi,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að það sé ekki hann sem skuldi skýringar í málinu heldur dómsmálaráðherra. „Mennskan vann í þessu máli og fjölskyldan fékk vernd og það gleður mig. Ég skulda Guðrúnu Hafsteinsdóttur engin svör í þessu máli. Það má hins vegar færa fyrir því rök að hún skuldi Yazan Tamimi og fjölskyldu skýringar á því hvers vegna hann var numinn á brott af deild Landspítalans og fluttur út á Keflavíkurflugvöll um hánótt, segir hann að lokum. Pallborð 11.11 Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir sagði í Pallborði á Vísi í gær að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinstri grænna hafi haft samband við forsætisráðherra daginn sem til stóð að vísa Yazan Tamimi og fjölskyldu hans úr landi í haust og efast um lögmæti aðgerðanna. Áður hafði komið fram að brottförin var stöðvuð eftir að Guðmundur hafði samband við forsætisráðherra og óskaði eftir að ræða málið í ríkisstjórn og ríkislögreglustjóra, að hans sögn til að afla upplýsinga um brottflutninginn. „Því hefur alltaf verið ósvarað af hálfu fyrrverandi félagsmálaráðherra hvaða upplýsingar hann hafði til að efast um lögmæti þeirra aðgerða sem þarna fóru fram. Því hefur aldrei verið svarað. Við höfum óskað eftir svörum frá honum en spurningum okkar hefur ekki verið svarað,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir í Pallborði. Engin formleg beiðni Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherraog þingmaður Vinstri grænna kannast ekki við að hafa fengið slíka beiðni formlega. „Ég kannast ekki við að dómsmálaráðuneytið hafi óskað eftir slíkum skýringum við félagsmálaráðuneytið, það er ekkert formlegt til um það í félagsmálaráðuneytinu svo ég viti til,“ segir Guðmundur. Hann segir að vera kunni að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi óskað persónulega eftir slíkum svörum en er ekki viss. „Ég þori ekki að fullyrða hvort Guðrún hafi nefnt þetta við mig í okkar samtölum. Það kann vel að vera að hún hafi gert það og þá hef ég án efa svarað henni. Ég er búinn að útskýra mjög vel hvers vegna ég fór fram á að brottflutningurinn væri stöðvaður. Það vegna þess að þarna var um að ræða fjölfatlað barn með lífshættulegan sjúkdóm sem var rifið út af sjúkrahúsi um miðja nótt til að vera flutt úr landi,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að það sé ekki hann sem skuldi skýringar í málinu heldur dómsmálaráðherra. „Mennskan vann í þessu máli og fjölskyldan fékk vernd og það gleður mig. Ég skulda Guðrúnu Hafsteinsdóttur engin svör í þessu máli. Það má hins vegar færa fyrir því rök að hún skuldi Yazan Tamimi og fjölskyldu skýringar á því hvers vegna hann var numinn á brott af deild Landspítalans og fluttur út á Keflavíkurflugvöll um hánótt, segir hann að lokum. Pallborð 11.11 Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir?
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira