Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 14:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra segist ekki skulda Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra nein svör í máli Yazans Tamimi. Vísir/Sigurjón Fyrrverandi félagsmálaráðherra segist ekki skulda dómsmálaráðherra neinar skýringar á afskiptum sínum í máli fjölfatlaðs palestínsks drengs og fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í haust. Þá hafi engin formleg beiðni borist frá henni til félagsmálaráðuneytisins um skýringar á því hvers vegna hann skarst í leikinn þegar það átti að vísa drengnum úr landi. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði í Pallborði á Vísi í gær að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinstri grænna hafi haft samband við forsætisráðherra daginn sem til stóð að vísa Yazan Tamimi og fjölskyldu hans úr landi í haust og efast um lögmæti aðgerðanna. Áður hafði komið fram að brottförin var stöðvuð eftir að Guðmundur hafði samband við forsætisráðherra og óskaði eftir að ræða málið í ríkisstjórn og ríkislögreglustjóra, að hans sögn til að afla upplýsinga um brottflutninginn. „Því hefur alltaf verið ósvarað af hálfu fyrrverandi félagsmálaráðherra hvaða upplýsingar hann hafði til að efast um lögmæti þeirra aðgerða sem þarna fóru fram. Því hefur aldrei verið svarað. Við höfum óskað eftir svörum frá honum en spurningum okkar hefur ekki verið svarað,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir í Pallborði. Engin formleg beiðni Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherraog þingmaður Vinstri grænna kannast ekki við að hafa fengið slíka beiðni formlega. „Ég kannast ekki við að dómsmálaráðuneytið hafi óskað eftir slíkum skýringum við félagsmálaráðuneytið, það er ekkert formlegt til um það í félagsmálaráðuneytinu svo ég viti til,“ segir Guðmundur. Hann segir að vera kunni að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi óskað persónulega eftir slíkum svörum en er ekki viss. „Ég þori ekki að fullyrða hvort Guðrún hafi nefnt þetta við mig í okkar samtölum. Það kann vel að vera að hún hafi gert það og þá hef ég án efa svarað henni. Ég er búinn að útskýra mjög vel hvers vegna ég fór fram á að brottflutningurinn væri stöðvaður. Það vegna þess að þarna var um að ræða fjölfatlað barn með lífshættulegan sjúkdóm sem var rifið út af sjúkrahúsi um miðja nótt til að vera flutt úr landi,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að það sé ekki hann sem skuldi skýringar í málinu heldur dómsmálaráðherra. „Mennskan vann í þessu máli og fjölskyldan fékk vernd og það gleður mig. Ég skulda Guðrúnu Hafsteinsdóttur engin svör í þessu máli. Það má hins vegar færa fyrir því rök að hún skuldi Yazan Tamimi og fjölskyldu skýringar á því hvers vegna hann var numinn á brott af deild Landspítalans og fluttur út á Keflavíkurflugvöll um hánótt, segir hann að lokum. Pallborð 11.11 Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir sagði í Pallborði á Vísi í gær að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinstri grænna hafi haft samband við forsætisráðherra daginn sem til stóð að vísa Yazan Tamimi og fjölskyldu hans úr landi í haust og efast um lögmæti aðgerðanna. Áður hafði komið fram að brottförin var stöðvuð eftir að Guðmundur hafði samband við forsætisráðherra og óskaði eftir að ræða málið í ríkisstjórn og ríkislögreglustjóra, að hans sögn til að afla upplýsinga um brottflutninginn. „Því hefur alltaf verið ósvarað af hálfu fyrrverandi félagsmálaráðherra hvaða upplýsingar hann hafði til að efast um lögmæti þeirra aðgerða sem þarna fóru fram. Því hefur aldrei verið svarað. Við höfum óskað eftir svörum frá honum en spurningum okkar hefur ekki verið svarað,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir í Pallborði. Engin formleg beiðni Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherraog þingmaður Vinstri grænna kannast ekki við að hafa fengið slíka beiðni formlega. „Ég kannast ekki við að dómsmálaráðuneytið hafi óskað eftir slíkum skýringum við félagsmálaráðuneytið, það er ekkert formlegt til um það í félagsmálaráðuneytinu svo ég viti til,“ segir Guðmundur. Hann segir að vera kunni að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi óskað persónulega eftir slíkum svörum en er ekki viss. „Ég þori ekki að fullyrða hvort Guðrún hafi nefnt þetta við mig í okkar samtölum. Það kann vel að vera að hún hafi gert það og þá hef ég án efa svarað henni. Ég er búinn að útskýra mjög vel hvers vegna ég fór fram á að brottflutningurinn væri stöðvaður. Það vegna þess að þarna var um að ræða fjölfatlað barn með lífshættulegan sjúkdóm sem var rifið út af sjúkrahúsi um miðja nótt til að vera flutt úr landi,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að það sé ekki hann sem skuldi skýringar í málinu heldur dómsmálaráðherra. „Mennskan vann í þessu máli og fjölskyldan fékk vernd og það gleður mig. Ég skulda Guðrúnu Hafsteinsdóttur engin svör í þessu máli. Það má hins vegar færa fyrir því rök að hún skuldi Yazan Tamimi og fjölskyldu skýringar á því hvers vegna hann var numinn á brott af deild Landspítalans og fluttur út á Keflavíkurflugvöll um hánótt, segir hann að lokum. Pallborð 11.11 Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir?
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira