Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2024 13:39 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er af flestum talin valdamesta kona í heiminum. Svo virðist sem viðhorf til valdamikilla kvenna fari versnandi. Michele Tantussi/Getty Niðurstöður vísitölunnar ,,Reykjavik Index for leadership“ benda til bakslags í viðhorfi til kvenna í leiðtogastörfum á heimsvísu. Ísland er efst í vísitölunni en tapar tveimur stigum á milli ára. Í fréttatilkynningu frá Heimsþingi kvenleiðtoga segir að niðurstöðurnar hafi verið kynntar á þinginu í Hörpu í dag. Vísitalan, sem sé þróuð af Verian í samstarfi við Reykjavík Global Forum, meti samfélagsleg viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í 23 ólíkum starfsgreinum. Vísitalan sé birt á kvarðanum einn upp í hundrað, sem endurspegli að allt samfélagið telji að konur og karlar séu jafnhæf til að sinna leiðtogahlutverki á ólíkum sviðum í samfélaginu. Ísland vel yfir meðaltali G7 ríkjanna Þetta sé sjötta árið í röð sem vísitalan er kynnt og í ár viðhorf svarenda í G7 ríkjunum, Íslandi, Kenía og Bandaríkjunum verið mæld. Ísland sé efst á kvarðanum, með 87 stig en lækki um tvo stig á milli ára. Meðaltal G7 ríkjanna sé 68 stig. „Þrátt fyrir ágætar niðurstöður á Íslandi þá varpa niðurstöðurnar ljósi á bakslag í viðhorfi til kvenna í forystuhlutverkum í samfélaginu,“ segir í tilkynningu. Kanada hafi mælst með 71 stig, Frakkland 69 stig, Þýskaland 62 stig, Ítalía 64 stig, Japan 66 stig, Bretland 74 stig og Bandaríkin með 68 stig. Vísitalan hafi mælst 73 stig fyrir G7 löndin á árunum 2019 til 2021, en mælist núna 68 stig og hafi aldrei verið lægri. Innan við helmingur Bandaríkjamanna sáttur með konur í stjórnmálum Þá segir að aðeins 47 prósent svarenda í Bandaríkjunum hafi sagst vera „sáttir“ með konu sem leiðtoga í stjórnmálum. Tölurnar séu svipaðar fyrir konur í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu, meðaltalið fyrir G7 sé 50 prósent. „Nýjustu niðurstöður vísitölunnar sýna aukna pólun í samfélögum G7-landanna, þar sem togstreita milli jafnréttisviðleitni og „bakslags“ í átt að „gamaldags“ hlutverkum er áberandi. Þessi þróun er sérstaklega áberandi meðal yngri aldurshópa. Þegar kemur að forystu í viðskiptalífinu í Bandaríkjunum segjast rétt rúmlega helmingur (53%) svarenda vera mjög sáttir með konu sem forstjóra stórs fyrirtækis. Þessar niðurstöður undirstrika þær áskoranir sem konur standa frammi fyrir þegar þær sækjast eftir og gegna forystuhlutverkum í atvinnulífinu.“ Konur betur fallnar til starfa sem tengjast umhyggju og uppeldi Í tilkynningu er helstu niðurstöður Reykjavíkurvísitölunnar fyrir Bandaríkin árið 2024 teknar saman. Þær eru eftirfarandi: Auknir kynjafordómar: Vísitölustigið 68 fyrir Bandaríkin sýnir víðtæka fordóma, þar sem yngra fólk (18-34 ára) sýnir meiri fordóma en eldri hópar. Munur á viðhorfum til kynja: Kynjaskipting kemur einnig fram í svörunum, þar sem viðhorf karla gefa til kynna að um er að ræða aukna fordóma til kvenna. Gamaldags viðhorf til kynhlutverka: Víða í G7-ríkjunum er vísað til ‘aftuför í viðhorfum til kynjahlutverka. Konur eru taldar betur fallnar til starfa á sviðum sem tengjast umhyggju og uppeldi, svo sem í barnagæslu, en síður á sviðum sem talin eru karllæg. Jafnréttismál Reykjavík Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Heimsþingi kvenleiðtoga segir að niðurstöðurnar hafi verið kynntar á þinginu í Hörpu í dag. Vísitalan, sem sé þróuð af Verian í samstarfi við Reykjavík Global Forum, meti samfélagsleg viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í 23 ólíkum starfsgreinum. Vísitalan sé birt á kvarðanum einn upp í hundrað, sem endurspegli að allt samfélagið telji að konur og karlar séu jafnhæf til að sinna leiðtogahlutverki á ólíkum sviðum í samfélaginu. Ísland vel yfir meðaltali G7 ríkjanna Þetta sé sjötta árið í röð sem vísitalan er kynnt og í ár viðhorf svarenda í G7 ríkjunum, Íslandi, Kenía og Bandaríkjunum verið mæld. Ísland sé efst á kvarðanum, með 87 stig en lækki um tvo stig á milli ára. Meðaltal G7 ríkjanna sé 68 stig. „Þrátt fyrir ágætar niðurstöður á Íslandi þá varpa niðurstöðurnar ljósi á bakslag í viðhorfi til kvenna í forystuhlutverkum í samfélaginu,“ segir í tilkynningu. Kanada hafi mælst með 71 stig, Frakkland 69 stig, Þýskaland 62 stig, Ítalía 64 stig, Japan 66 stig, Bretland 74 stig og Bandaríkin með 68 stig. Vísitalan hafi mælst 73 stig fyrir G7 löndin á árunum 2019 til 2021, en mælist núna 68 stig og hafi aldrei verið lægri. Innan við helmingur Bandaríkjamanna sáttur með konur í stjórnmálum Þá segir að aðeins 47 prósent svarenda í Bandaríkjunum hafi sagst vera „sáttir“ með konu sem leiðtoga í stjórnmálum. Tölurnar séu svipaðar fyrir konur í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu, meðaltalið fyrir G7 sé 50 prósent. „Nýjustu niðurstöður vísitölunnar sýna aukna pólun í samfélögum G7-landanna, þar sem togstreita milli jafnréttisviðleitni og „bakslags“ í átt að „gamaldags“ hlutverkum er áberandi. Þessi þróun er sérstaklega áberandi meðal yngri aldurshópa. Þegar kemur að forystu í viðskiptalífinu í Bandaríkjunum segjast rétt rúmlega helmingur (53%) svarenda vera mjög sáttir með konu sem forstjóra stórs fyrirtækis. Þessar niðurstöður undirstrika þær áskoranir sem konur standa frammi fyrir þegar þær sækjast eftir og gegna forystuhlutverkum í atvinnulífinu.“ Konur betur fallnar til starfa sem tengjast umhyggju og uppeldi Í tilkynningu er helstu niðurstöður Reykjavíkurvísitölunnar fyrir Bandaríkin árið 2024 teknar saman. Þær eru eftirfarandi: Auknir kynjafordómar: Vísitölustigið 68 fyrir Bandaríkin sýnir víðtæka fordóma, þar sem yngra fólk (18-34 ára) sýnir meiri fordóma en eldri hópar. Munur á viðhorfum til kynja: Kynjaskipting kemur einnig fram í svörunum, þar sem viðhorf karla gefa til kynna að um er að ræða aukna fordóma til kvenna. Gamaldags viðhorf til kynhlutverka: Víða í G7-ríkjunum er vísað til ‘aftuför í viðhorfum til kynjahlutverka. Konur eru taldar betur fallnar til starfa á sviðum sem tengjast umhyggju og uppeldi, svo sem í barnagæslu, en síður á sviðum sem talin eru karllæg.
Jafnréttismál Reykjavík Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent