Dagur hugar að heimkomu 6. október 2005 00:01 Dagur Sigurðsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, hefur verið að gera það gott sem spilandi þjálfari austurírska félagsins Bregenz en lið félagsins er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, annað árið í röð. Eftir tíu ár í atvinnumennsku segist Dagur ekki geta neitað því að það sé freistandi að fara að koma heim til Íslands. "Fjölskyldan er mjög ánægð hér í Austurríki en við erum nú samt farin að huga að því koma heim. Við höfum búið lengi erlendis og ætlum okkur að flytja heim á réttum tíma. Tvær dætur mínar eru komnar á skólaaldur og þess vegna meðal annars viljum við fara að flytja heim til Íslands." Dagur verður þó áfram spilandi þjálfari hjá Bregenz út þetta tímabil en hann er með samning við félagið til ársins 2007 en í honum er uppsagnarákvæði sem hugsanlegt er að Dagur nýti sér. Það er ekki ákveðið hvað Dagur fer að gera þegar hann kemur heim. "Ég veit ekki hvað ég fer að gera. Mér finnst nú líklegt að ég haldi áfram í viðskiptunum en ég hef alltaf aðeins komið nálægt þeim. Svo kannski held ég áfram í handboltanum og spila með Val í DHL-deildinni annars veit ég það ekki. Ég er nú bara ekkert búinn að leiða hugann mikið að því hvað ég tek mér fyrir hendur." Bregenz komst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er þar í riðli með stórliðunum Magdeburg, franska liðinu Montpellier og Medvedi frá Rússlandi. Dagur gerir sér ekki miklar vonir um að ná í mörg stig gegn þessum liðum en vonast til þess að geta strítt þeim á heimavelli. "Það er nú ekki raunhæft að stefna að því að vinna þessi lið en vonandi tekst okkur að standa í þeim á heimavelli. Við náðum ágætum úrslitum á móti Magdeburg á síðustu leiktíð þannig að við vitum hvað við getum." Íslenski handboltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira
Dagur Sigurðsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, hefur verið að gera það gott sem spilandi þjálfari austurírska félagsins Bregenz en lið félagsins er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, annað árið í röð. Eftir tíu ár í atvinnumennsku segist Dagur ekki geta neitað því að það sé freistandi að fara að koma heim til Íslands. "Fjölskyldan er mjög ánægð hér í Austurríki en við erum nú samt farin að huga að því koma heim. Við höfum búið lengi erlendis og ætlum okkur að flytja heim á réttum tíma. Tvær dætur mínar eru komnar á skólaaldur og þess vegna meðal annars viljum við fara að flytja heim til Íslands." Dagur verður þó áfram spilandi þjálfari hjá Bregenz út þetta tímabil en hann er með samning við félagið til ársins 2007 en í honum er uppsagnarákvæði sem hugsanlegt er að Dagur nýti sér. Það er ekki ákveðið hvað Dagur fer að gera þegar hann kemur heim. "Ég veit ekki hvað ég fer að gera. Mér finnst nú líklegt að ég haldi áfram í viðskiptunum en ég hef alltaf aðeins komið nálægt þeim. Svo kannski held ég áfram í handboltanum og spila með Val í DHL-deildinni annars veit ég það ekki. Ég er nú bara ekkert búinn að leiða hugann mikið að því hvað ég tek mér fyrir hendur." Bregenz komst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er þar í riðli með stórliðunum Magdeburg, franska liðinu Montpellier og Medvedi frá Rússlandi. Dagur gerir sér ekki miklar vonir um að ná í mörg stig gegn þessum liðum en vonast til þess að geta strítt þeim á heimavelli. "Það er nú ekki raunhæft að stefna að því að vinna þessi lið en vonandi tekst okkur að standa í þeim á heimavelli. Við náðum ágætum úrslitum á móti Magdeburg á síðustu leiktíð þannig að við vitum hvað við getum."
Íslenski handboltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira