
Innlent
Kosið um 16 sameiningartillögur
Kosningar um sameiningu 61 sveitarfélags hér á landi fara fram næstkomandi laugardag. Kosið er um 16 sameiningartillögur en tillögurnar varða um 96 þúsund manns vítt og breitt um landið. Á kjörskrá eru 69.144. Fæstir eru á kjörskrá í Mjóafjarðarhreppi, eða 32, en flestir í Hafnarfirði, eða 15.570. Kjörstaðir í sveitarfélögunum verða 80 en nánari upplýsingar um opnunartíma kjörstaða má finna hjá viðkomandi sveitarstjórn.