Sport

Pudzianowski sterkasti maður heims

Pólska tröllið Mariusz Pudzianowski tryggði sér í nótt titilinn Sterkasti maður heims í Chengdu í Kína. Í öðru sæti hafnaði Jessie Marunde og Dominic Filiou varð þriðji. Mikil stemming var fyrir keppninni í Kína, þar sem milljónir fylgdust með í sjónvarpi. Pudzianowski hlaut samanlagt um 140.000 dollara í verðlaun fyrir sigurinn. Kristinn Óskar Haraldsson fékk ekki að spreyta sig í lokakeppninni, en hann var fyrsti varamaður inn eftir að hafa staðið sig vel í undankeppninni. Hér má sjá röð efstu manna á mótinu: 1. Mariusz Pudzianowski 2. Jesse Marunde 3. Dominic Filiou 4. Jarek Dymek 5. Janne Virtanen 6. Tarmo Mitt 7. Ralf Ber 8. Don Pope 9. Dave Ostlund 10. Elbrus Nigmatulin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×