Hnuplað fyrir milljarða 11. október 2005 00:01 Búðarþjófar leggja oft mikið á sig við iðju sína og beita ótrúlegustu aðferðum. Íslendingar stálu úr verslunum á síðasta ári fyrir einn komma átta milljarða króna. Spenna, gróðafíkn eða fátækt býr gjarnan að baki búðahnuplinu. Það er ljóst að þjófnaður í verslunum á Íslandi er talsvert vandamál, að minnsta kosti ef litið er á þá háu tölu sem sýnir umfang þess. Samkvæmt rannsókn, sem gerð var umfangi og ástæðum rýrnunar vegna þjófnaða og svika í verslunum í tuttugu og fimm Evrópulöndum, þar á meðal Íslandi, þá stálu landsmenn fyrir 1,8 milljarða króna í fyrra. Athygli vekur, í samanburði við hin löndin, að þjófnaður starfsmanna í verslunum er mestur hér á landi, en þjófnaður viðskiptavina minnstur. Mestum verðmætum er stolið í fataverslunum, raftækjaverslunum og öðrum sérverslunum, og miklu er einnig stolið í dagvöruverslunum. Framkvæmdastjóri Hagkaupa, Gunnar Ingi Sigurðsson, segir oft sama fólkið ítrekað tekið fyrir þjófnað, fólk á öllum aldri. Nánast öllu sé stolið, allt frá geisladiskum, matvörum upp í sjónvarpstæki. Gunnar nefnir sem dæmi mann sem komið hafi á hækjum inn í verlsunina og sett sjónvarp í innkaupakerru og fengið aðstoð starfsmanns við að koma tækinu, ógreiddu, út í bíl. Hann hafi svo verið nappaður þegar hann náðist. En hvers vegna stelur fólk? Þórarinn Hjaltason sálfræðingur segir ýmsar ástæður vera fyrir því; blankheit og ýmislegt annað. Þórarinn Hjaltason segir að þeir sem eru stelsjúkir gangist undir svipaða meðferð og þeir sem stríða við spilafíkn. Unnið sé með hugræna þáttinn og reynt að fá einstaklinginn til þess að skilja afleiðingar gjörða sinna, og einnig að fá hann, ef hann stelur áfram, til þess að skila vörunni tilbaka. Þórarinn segir að skða þurfi ástæður þess að fólk steli og oftar en ekki sé það spennan við hnuplið sem heilli; spennufallið þegar hnuplinu sé lokið sé fíknin sem fólk sækist í. Kostnaður við öryggiseftirlit er áætlaður 500 milljónir króna. Samtals er kostnaður við hnupl og þjófnaði talinn vera 2,3 milljarðar, eða átta þúsund krónur á mann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira
Búðarþjófar leggja oft mikið á sig við iðju sína og beita ótrúlegustu aðferðum. Íslendingar stálu úr verslunum á síðasta ári fyrir einn komma átta milljarða króna. Spenna, gróðafíkn eða fátækt býr gjarnan að baki búðahnuplinu. Það er ljóst að þjófnaður í verslunum á Íslandi er talsvert vandamál, að minnsta kosti ef litið er á þá háu tölu sem sýnir umfang þess. Samkvæmt rannsókn, sem gerð var umfangi og ástæðum rýrnunar vegna þjófnaða og svika í verslunum í tuttugu og fimm Evrópulöndum, þar á meðal Íslandi, þá stálu landsmenn fyrir 1,8 milljarða króna í fyrra. Athygli vekur, í samanburði við hin löndin, að þjófnaður starfsmanna í verslunum er mestur hér á landi, en þjófnaður viðskiptavina minnstur. Mestum verðmætum er stolið í fataverslunum, raftækjaverslunum og öðrum sérverslunum, og miklu er einnig stolið í dagvöruverslunum. Framkvæmdastjóri Hagkaupa, Gunnar Ingi Sigurðsson, segir oft sama fólkið ítrekað tekið fyrir þjófnað, fólk á öllum aldri. Nánast öllu sé stolið, allt frá geisladiskum, matvörum upp í sjónvarpstæki. Gunnar nefnir sem dæmi mann sem komið hafi á hækjum inn í verlsunina og sett sjónvarp í innkaupakerru og fengið aðstoð starfsmanns við að koma tækinu, ógreiddu, út í bíl. Hann hafi svo verið nappaður þegar hann náðist. En hvers vegna stelur fólk? Þórarinn Hjaltason sálfræðingur segir ýmsar ástæður vera fyrir því; blankheit og ýmislegt annað. Þórarinn Hjaltason segir að þeir sem eru stelsjúkir gangist undir svipaða meðferð og þeir sem stríða við spilafíkn. Unnið sé með hugræna þáttinn og reynt að fá einstaklinginn til þess að skilja afleiðingar gjörða sinna, og einnig að fá hann, ef hann stelur áfram, til þess að skila vörunni tilbaka. Þórarinn segir að skða þurfi ástæður þess að fólk steli og oftar en ekki sé það spennan við hnuplið sem heilli; spennufallið þegar hnuplinu sé lokið sé fíknin sem fólk sækist í. Kostnaður við öryggiseftirlit er áætlaður 500 milljónir króna. Samtals er kostnaður við hnupl og þjófnaði talinn vera 2,3 milljarðar, eða átta þúsund krónur á mann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira