Geir vill selja Landsvirkjun 15. október 2005 00:01 Geir H. Haarde, verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir tímabært að selja Landsvirkjun eftir nokkur ár. Hann segir einkavæðingu ríkisfyrirtækja hafa losað um mikið fé og stuðlað að jöfnuði. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar orðið berir að miklum fordómum að hans mati. Þetta kom fram í ávarpi Geirs á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Geir fór vítt og breitt yfir svið landsmálanna og stefnu flokksins. Þá kom hann inn á Baugsmálið sem var líka einkar áberandi í ræðu formannsins. Hann sagði það kjarnaatriði í sjálfstæðisstefnunni að vinna gegn einokun og hringamyndun og það væri hlutverk ríkisins að vernda hina veikari í þeim efnum, þó svo sterk fyrirtæki í eðlilegri samkeppni verði auðvitað að fá að njóta sín. „Og það er dapurlegt að fylgjast með því hvernig tilteknir fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa snúið út úr merkri ræðu okkar formanns við setningu Landsfundar hvað þessi atriði varðar,“ sagði Geir. Geir hrósaði EES-samningnum og sagði Íslendinga njóta góðs af innri mörkuðum Evrópusambandsins og hinu fjórþætta frelsi, án þess að fórna mikilvægum hagsmunum á móti eins og stjórn á auðlindum sjávar. Hann sagði að engir áþreifanlegir íslenskir hagsmunir kalli á aðild að Evrópusambandinu, en margt mæli hins vegar á móti. Á meðal margra ókosta sé afsal á fullveldi Íslands, sjávarútvegsstefna ESB og geysileg miðstýring sem innbyggð sé í sambandið, auk þess sem beint aðildargjald yrði margir milljarðar á ári í sjóði sambandsins. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Geir H. Haarde, verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir tímabært að selja Landsvirkjun eftir nokkur ár. Hann segir einkavæðingu ríkisfyrirtækja hafa losað um mikið fé og stuðlað að jöfnuði. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar orðið berir að miklum fordómum að hans mati. Þetta kom fram í ávarpi Geirs á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Geir fór vítt og breitt yfir svið landsmálanna og stefnu flokksins. Þá kom hann inn á Baugsmálið sem var líka einkar áberandi í ræðu formannsins. Hann sagði það kjarnaatriði í sjálfstæðisstefnunni að vinna gegn einokun og hringamyndun og það væri hlutverk ríkisins að vernda hina veikari í þeim efnum, þó svo sterk fyrirtæki í eðlilegri samkeppni verði auðvitað að fá að njóta sín. „Og það er dapurlegt að fylgjast með því hvernig tilteknir fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa snúið út úr merkri ræðu okkar formanns við setningu Landsfundar hvað þessi atriði varðar,“ sagði Geir. Geir hrósaði EES-samningnum og sagði Íslendinga njóta góðs af innri mörkuðum Evrópusambandsins og hinu fjórþætta frelsi, án þess að fórna mikilvægum hagsmunum á móti eins og stjórn á auðlindum sjávar. Hann sagði að engir áþreifanlegir íslenskir hagsmunir kalli á aðild að Evrópusambandinu, en margt mæli hins vegar á móti. Á meðal margra ókosta sé afsal á fullveldi Íslands, sjávarútvegsstefna ESB og geysileg miðstýring sem innbyggð sé í sambandið, auk þess sem beint aðildargjald yrði margir milljarðar á ári í sjóði sambandsins.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira