Hrærður og þakklátur 16. október 2005 00:01 Geir H. Haarde var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með nær öllum greiddum atkvæðum á landsfundi flokksins í dag. Nýr formaður sagðist hrærður og þakklátur en sá gamli gekk á táknrænan hátt af hinu pólitíska sviði. Geir hlaut tæp 95% allra greiddra atkvæða. Í ræðu sem henn hélt eftir að niðurstaðan lá fyrir sagðist hann mjög þakklátur og hrærður fyrir það traust sem honum væri sýnt og kvaðst munu leggja sig allan fram við að rísa undir traustinu. „Ég hef verið lengi í Sjálfstæðisflokknum og veit vel hvað því fylgir gríðarlega mikil ábyrgð að vera formaður hans,“ sagði Geir. Hann fór fögrum orðum um fráfarandi formann og sagði vináttu og samstarf þeirra hafa varað í þrjátíu og fimm ára og það væri ríkulegasta veganesti sitt í þessu starfi. Davíð Oddsson sagðist hrærður og þakklátur yfir hinu glæsilega veganesti sem eftirmaður hans fengi og kvaddi á táknrænan hátt. Hann sagði að vegna þessa gæti hann í bókstaflegri merkingu orðsins horfið glaður og keikur af hinu pólitíska sviði, og gekk skömmu síðar af sviði Laugardalshallarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sigraði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, í kosningu um varaformannsembættið. Hún fékk 728 atkvæði eða 62,3% greiddra atkvæða en Kristján Þór hlaut 424 atkvæði eða 36,3% greiddra atkvæða. Þorgerður sagði í ræðu sinni að hún myndi leggja sig alla fram við að efla og styrkja innra sem ytra starf flokksins en til þess þyrfti hún stuðning allra flokksmanna. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Geir H. Haarde var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með nær öllum greiddum atkvæðum á landsfundi flokksins í dag. Nýr formaður sagðist hrærður og þakklátur en sá gamli gekk á táknrænan hátt af hinu pólitíska sviði. Geir hlaut tæp 95% allra greiddra atkvæða. Í ræðu sem henn hélt eftir að niðurstaðan lá fyrir sagðist hann mjög þakklátur og hrærður fyrir það traust sem honum væri sýnt og kvaðst munu leggja sig allan fram við að rísa undir traustinu. „Ég hef verið lengi í Sjálfstæðisflokknum og veit vel hvað því fylgir gríðarlega mikil ábyrgð að vera formaður hans,“ sagði Geir. Hann fór fögrum orðum um fráfarandi formann og sagði vináttu og samstarf þeirra hafa varað í þrjátíu og fimm ára og það væri ríkulegasta veganesti sitt í þessu starfi. Davíð Oddsson sagðist hrærður og þakklátur yfir hinu glæsilega veganesti sem eftirmaður hans fengi og kvaddi á táknrænan hátt. Hann sagði að vegna þessa gæti hann í bókstaflegri merkingu orðsins horfið glaður og keikur af hinu pólitíska sviði, og gekk skömmu síðar af sviði Laugardalshallarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sigraði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, í kosningu um varaformannsembættið. Hún fékk 728 atkvæði eða 62,3% greiddra atkvæða en Kristján Þór hlaut 424 atkvæði eða 36,3% greiddra atkvæða. Þorgerður sagði í ræðu sinni að hún myndi leggja sig alla fram við að efla og styrkja innra sem ytra starf flokksins en til þess þyrfti hún stuðning allra flokksmanna.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira