Viðskipti innlent

Ragnhildur sagði upp

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, sem meðal annars á Flugleiðir eða Icelandair, sagði starfi sínu lausu í gærkvöldi að því er netmiðillinn Travel People greinir frá í morgun. Ástæðan er sögð óánægja hennar með fyrirhuguð kaup FL Group á danska flugfélaginu Sterling og þá sérstaklega að FL Group ætli að greiða allt of hátt verð fyrir það. Heimildir Fréttastofu Stöðvar og Bylgjunnar herma hins vegar að hún sé ekki formlega hætt, en að það standi allt eins til. Þá verður hún ekki við á skrifstofu sinni í Reykjavík í dag. Jafnframt er greint frá því að Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, muni að líkindum setjast í forstjórastólinn og Skarphéðinn Berg Steinarsson verði stjórnarformaður. Loks segir Travel People að greint verði frá kaupunun á Sterling í kauphöllum fyrir hádegi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×