Viðskipti innlent

Fasteignaverð hækkar

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,9% í september frá mánuðinum áður. Þetta kemur fram hjá Fasteignamati ríkisins. Undanfarna þrjá mánuði hefur húsnæðisverðið hækkað um 3,7% og undanfarið hálft ár nemur hækkunin á höfuðborgarsvæðinu 12,6%. Íbúðaverð í sérbýli hefur hækkað talsvert meira en í fjölbýli. Undanfarna 12 mánuði hækkaði verð í sérbýli um rúm 46% en í fjölbýli um 34%. Greiningardeild KB banka spáir um 6% hækkun íbúðaverðs á næstu tólf mánuðum. Deildin spáir einnig að hækkun vísitölu neysluverðs í nóvember samsvari 4,5% ársverðbólgu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×