Innlent

Barátta gegn sjálfsvígum ber árangur

Ungir samkynheigðir, atvinnulausir og unglingar sem falla úr námi eru líklegri til að svipta sig lífi en aðrir. Sjálfsvígum hefur fækkað eftir að hópur á vegum landlæknisembættisins hóf vinnu gegn sjálfsvígum fyrir þremur árum.

Farið var í verkefnið Þjóð gegn þunglyndi eftir mikinn fjölda sjálfsvíga árið 2000. Það ár var virkilega slæmt en þá sviptu sig 51 lífi. Verkefnið hefur nú staðið í tæp þrjú ár og hefur sjálfmorðum fækkað töluvert síðan en á síðasta ári féllu 31 fyrir eigin hendi, verkefninu er þó hvergi nærri lokið.

Salbjörg er ein þeirra sem vinnur að verkefninu fyrir landlæknisembættið og hún segir árangurinn mælast meðal annars í því að fólk sé meðvitaðra um áhrif þunglyndis. Það sé mikilvægt en því fyrr sem þeir sem stríða við þunglyndi komast til fagmanna því betri verði líðan þeirra. Frá því verkefnið hófst hefur verið mikið hugað að hópnum fimmtán til 24 ára, sérstaklega karlmönnum en sjálfsvíg eru algengari meðal þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×