Lögin ná yfir öll hugverk 10. nóvember 2005 19:50 Það verður að fara varlega í að breyta löggjöf um einkaleyfi og ríkisvaldið ætti að leita allra leiða til að semja við einkaleyfishafann áður en það tekur sér það vald að afnema einkaleyfið. Þetta segir formaður Samtaka framleiðenda frumlyfja, en hann fagnar jafnframt því framtaki stjórnvalda að undirbúa aðgerðir til varnar hugsanlegum heimsfaraldri. Ríkisstjórnin hyggst breyta lögum um einkaleyfi svo ríkisvaldið geti gefið leyfi til framleiðslu vöru án samþykkis einkaleyfishafa ef nauðsyn krefur. Nærtækasta dæmið er ef heimsfaraldur fuglaflensu brýst út og innflutningur lyfja takmarkast eða stöðvast, þá getur ríkisvaldið gefið út nauðungarleyfi til framleiðslu flensulyfs hérlendis. Stjórn nýstofnaðra samtaka framleiðenda frumlyfja fundaði um málið í dag. Hjörleifur Þórarinsson, formaður Samtaka frumlyfjaframleiðenda, segir enga spurningu um að ef stjórnvöld standi frammi fyrir einhvers konar vá eða sjúkdómum sem þarf að grípa til fljótra aðgerða séu allir boðnir og búnir til að leggja sitt af mörkum. Samtökin vilja að stjórnvöld hagi lagasetningu um þessa heimild í þá veru að ekki sé að óþörfu verið að fara á skjön við þá sem eiga einkaleyfin eða þá sem unnu vinnuna til að lyfin yrðu til. Hjörleifur bendir á að lögin muni ná yfir öll hugverk, ekki bara lyf, heldur líka tónlist, gervihné og hvaðeina annað sem einkaleyfi er á. Hann leggur áherslu á að ríkið ætti að gera allt sem hægt er til að ná samningum við handhafa einkaleyfis áður en gripið er til einhliða aðgerða. Frumvarpið liggur ekki fyrir, svo það er ekki alveg ljóst hversu rúma heimild ríkisvaldið mun hafa til þess að afnema einkaleyfin. Hjörleifur hvetur til varfærni. Ef setja á Ísland í sérstöðu varðand vernd hugverka þá getur verið verr af stað farið en heima setið. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Það verður að fara varlega í að breyta löggjöf um einkaleyfi og ríkisvaldið ætti að leita allra leiða til að semja við einkaleyfishafann áður en það tekur sér það vald að afnema einkaleyfið. Þetta segir formaður Samtaka framleiðenda frumlyfja, en hann fagnar jafnframt því framtaki stjórnvalda að undirbúa aðgerðir til varnar hugsanlegum heimsfaraldri. Ríkisstjórnin hyggst breyta lögum um einkaleyfi svo ríkisvaldið geti gefið leyfi til framleiðslu vöru án samþykkis einkaleyfishafa ef nauðsyn krefur. Nærtækasta dæmið er ef heimsfaraldur fuglaflensu brýst út og innflutningur lyfja takmarkast eða stöðvast, þá getur ríkisvaldið gefið út nauðungarleyfi til framleiðslu flensulyfs hérlendis. Stjórn nýstofnaðra samtaka framleiðenda frumlyfja fundaði um málið í dag. Hjörleifur Þórarinsson, formaður Samtaka frumlyfjaframleiðenda, segir enga spurningu um að ef stjórnvöld standi frammi fyrir einhvers konar vá eða sjúkdómum sem þarf að grípa til fljótra aðgerða séu allir boðnir og búnir til að leggja sitt af mörkum. Samtökin vilja að stjórnvöld hagi lagasetningu um þessa heimild í þá veru að ekki sé að óþörfu verið að fara á skjön við þá sem eiga einkaleyfin eða þá sem unnu vinnuna til að lyfin yrðu til. Hjörleifur bendir á að lögin muni ná yfir öll hugverk, ekki bara lyf, heldur líka tónlist, gervihné og hvaðeina annað sem einkaleyfi er á. Hann leggur áherslu á að ríkið ætti að gera allt sem hægt er til að ná samningum við handhafa einkaleyfis áður en gripið er til einhliða aðgerða. Frumvarpið liggur ekki fyrir, svo það er ekki alveg ljóst hversu rúma heimild ríkisvaldið mun hafa til þess að afnema einkaleyfin. Hjörleifur hvetur til varfærni. Ef setja á Ísland í sérstöðu varðand vernd hugverka þá getur verið verr af stað farið en heima setið.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira