Jón Baldvin í Silfrinu 9. desember 2005 09:32 Jón Baldvin Hannibalsson verður sérlegur gestur í Silfri Egils á sunnudag. Í viðtalinu verður farið vítt og breitt yfir hið pólitíska svið, bæði hér heima og utanlands. Jón Baldvin er nýkominn heim eftir að hafa starfað sem sendiherra í mörg ár, en vangaveltur hafa verið uppi um hvort hann hyggist láta til sín taka í stjórnmálunum aftur. Í þættinum verður einnig fjallað um gagnmerka bók, Collapse: How Societies Choose to Fail or Succeed eftir bandaríska fjölfræðinginn Jared Diamond. Bókin kom út fyrra á þessu ári og vakti heimsathygli. Þar rekur Diamond sögu samfélaga sem hnigu til viðar vegna þess að þau eyðilögðu umhverfi sitt eða kunnu ekki að lifa í samræmi við það – og skoðar ýmsar sögulegar hliðstæður sem hljóta að brenna á nútímamönnum. Það eru Jónas Kristjánsson ritstjóri og Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, sem koma í þáttinn til að fjalla um bókina. Silfur Egils er nú á dagskrá klukkan 12.30 á sunnudögum og er sent út hvort tveggja á Stöð 2 og NFS, en svo er auðvitað líka hægt að horfa á þáttinn hér í Veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Jón Baldvin Hannibalsson verður sérlegur gestur í Silfri Egils á sunnudag. Í viðtalinu verður farið vítt og breitt yfir hið pólitíska svið, bæði hér heima og utanlands. Jón Baldvin er nýkominn heim eftir að hafa starfað sem sendiherra í mörg ár, en vangaveltur hafa verið uppi um hvort hann hyggist láta til sín taka í stjórnmálunum aftur. Í þættinum verður einnig fjallað um gagnmerka bók, Collapse: How Societies Choose to Fail or Succeed eftir bandaríska fjölfræðinginn Jared Diamond. Bókin kom út fyrra á þessu ári og vakti heimsathygli. Þar rekur Diamond sögu samfélaga sem hnigu til viðar vegna þess að þau eyðilögðu umhverfi sitt eða kunnu ekki að lifa í samræmi við það – og skoðar ýmsar sögulegar hliðstæður sem hljóta að brenna á nútímamönnum. Það eru Jónas Kristjánsson ritstjóri og Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, sem koma í þáttinn til að fjalla um bókina. Silfur Egils er nú á dagskrá klukkan 12.30 á sunnudögum og er sent út hvort tveggja á Stöð 2 og NFS, en svo er auðvitað líka hægt að horfa á þáttinn hér í Veftívíinu.