Öll börn á Seyðisfirði frá eins árs til fimm ára aldurs eiga að fá fjögurra klukkustunda ókeypis dagvistun á leikskólum samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Seyðisfjarðar í dag.
Síðasta árið hafa fimm ára börn fengið fjögurra klukkustunda gjaldfrjálsa dagvistun en nú eiga yngri börnin að bætast við.