Valur tapaði í Digranesi
![](https://www.visir.is/i/F4CD4A1B24DFA8730743D4EE731415ECFFCC5526D0FC37C6F57EDD8CDF307586_713x0.jpg)
Topplið Vals í DHL-deild karla í handbolta sótti ekki gull í greipar HK í Digranesi í kvöld og tapaði 25-23. KA lagði granna sína í Þór í háspennuleik 26-25. Loks burstaði Stjarnan Selfoss 32-23. Valsmenn halda þó enn efsta sæti deildarinnar, en bæði Fram og Haukar geta skotist framúr Val á morgun. Þessi lið mætast einmitt í deildinni á morgun.