Svikarar bjóða milljónir 12. október 2005 00:01 Fjársvikamenn um allan heim beita sífellt lævísari leiðum til að lokka fólk til að láta fé af hendi gegn loforði um ofsagróða. Bréf með tilboðum um háar fjárhæðir gegn því að viðkomandi gefi upp persónuupplýsingar og jafnvel kreditkortanúmer eru ein leiðin sem svikararnir nota. Eitt slíkt bréf barst inn um bréfalúgu fréttamanns í gærkvöld. Það hafði verið sent frá Hollandi til Íslands, svo á þriggja ára gamalt heimilisfang á Ítalíu, svo inn í Kópavog, uns það rataði á áfangastað í Breiðholtinu. Eins gott, því bréfið var tilkynning um lottóvinning upp á fjögurhundruð og fimmtán þúsund átta hundruð og tíu evrur, jafngildi rúmlega þrjátíu milljóna króna. Það þarf bara að senda upplýsingar um bankareikning og ljósrit af skilríkjum fyrir þrítugasta október. Þvílík heppni, gæti einhver sagt. En þegar hringt var í umboðsmann lóttóvinningsins kom hins vegar í ljós að senda þurfti persónuupplýsingar og kortanúmer til hans svo hann gæti sent til baka ávísunina stóru. Þegar umboðsmaðurinn var svo spurður um hvort ekki væri hægt að senda ávísunina beint eða að sækja hana, sagði hann málið vandast nokkuð. Því þar með væri hann ekki lengur umboðsmaður viðkomandi og lottóvinningurinn hjá hollenska ríkislottóinu þar með fyrir bí. Þar hafði hins vegar enginn heyrt um þetta fyrirtæki, hvað þá þetta alþjóðlega lotterí sem vitnað er til í bréfinu.Það er því ekki að ástæðulausu sem lögregla varar fólk við að taka slíkum boðum sem sannleik. > Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Fjársvikamenn um allan heim beita sífellt lævísari leiðum til að lokka fólk til að láta fé af hendi gegn loforði um ofsagróða. Bréf með tilboðum um háar fjárhæðir gegn því að viðkomandi gefi upp persónuupplýsingar og jafnvel kreditkortanúmer eru ein leiðin sem svikararnir nota. Eitt slíkt bréf barst inn um bréfalúgu fréttamanns í gærkvöld. Það hafði verið sent frá Hollandi til Íslands, svo á þriggja ára gamalt heimilisfang á Ítalíu, svo inn í Kópavog, uns það rataði á áfangastað í Breiðholtinu. Eins gott, því bréfið var tilkynning um lottóvinning upp á fjögurhundruð og fimmtán þúsund átta hundruð og tíu evrur, jafngildi rúmlega þrjátíu milljóna króna. Það þarf bara að senda upplýsingar um bankareikning og ljósrit af skilríkjum fyrir þrítugasta október. Þvílík heppni, gæti einhver sagt. En þegar hringt var í umboðsmann lóttóvinningsins kom hins vegar í ljós að senda þurfti persónuupplýsingar og kortanúmer til hans svo hann gæti sent til baka ávísunina stóru. Þegar umboðsmaðurinn var svo spurður um hvort ekki væri hægt að senda ávísunina beint eða að sækja hana, sagði hann málið vandast nokkuð. Því þar með væri hann ekki lengur umboðsmaður viðkomandi og lottóvinningurinn hjá hollenska ríkislottóinu þar með fyrir bí. Þar hafði hins vegar enginn heyrt um þetta fyrirtæki, hvað þá þetta alþjóðlega lotterí sem vitnað er til í bréfinu.Það er því ekki að ástæðulausu sem lögregla varar fólk við að taka slíkum boðum sem sannleik. >
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira