Metviðskipti í Kauphöll eftir sölu í Íslandsbanka 10. janúar 2006 00:01 Allt á uppleið. Hlutabréf hækkuðu talsvert í metviðskiptum eftir að greint var frá sölu Straums á 21 prósenta hlut í Íslandsbanka. Gærdagurinn var veltumesti dagurinn með hlutabréf frá upphafi í Kauphöll Íslands en alls námu hlutabréfaviðskipti 122,7 milljörðum króna. Um 68 milljarða viðskipti voru með bréf Íslandsbanka. Úrvalsvísitalan endaði í 5.967 stigum og hefur hækkað um tæp átta prósent frá áramótum. Eftir sölu Straums-Burðaráss á 25 prósenta hlut í Íslandsbanka ráða Karl Wernersson, Baugur Group og FL Group um 40 prósentum í bankanum. Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, og Benedikt bróðir hans ráða um sex prósentum og Jón Snorrason og tengdir aðilar um fjórum. Íslandsbanki keypti 4,5 prósent af Straumi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bréfin seld meðal annars til Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Saxbyggs sem er í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar og Byggingafélags Gylfa og Gunnars. Með þessari sölu lýkur þætti Straums sem eins af stærstu eigendum Íslandsbanka. Straumur eignaðist 14,4 prósent haustið 2004 þegar bankinn keypti bréf af Burðarási, Landsbankanum og Landsbankanum Luxembourg. Með sameiningu við Burðarás nú í haust jókst hlutur Straums í 26 prósent. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss, er mjög sáttur við söluna á bréfunum og segir að ávöxtunin hafi verið góð á því tæpa eina og hálfa ári sem bankinn átti Íslandsbankabréf. "Innleystur söluhagnaður er um sextán milljarðar króna. Það er ljóst að þetta styrkir bankann og víkkar okkar tækifæri til eflingar á Straumi sem fjárfestingarbanka." Þegar Straumur fór inn í Íslandsbanka var eigið fé félagsins um 29 milljarðar. Tæpu einu og hálfu ári síðar stendur það nærri 120 milljörðum. Þórður segir ennfremur að þetta auki möguleika Straums að taka þátt í öðrum verkefnum og það sé augljóst að áherslan eykst erlendis. Einnig hafa orðið nokkrar minni háttar breytingar á eignarhaldi innan Actavis og Straums. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, hefur keypt af Straumi-Burðarási hlutabréf fyrir 3,5 milljarða króna og fer í hóp stærstu eigenda. Félög í eigu Karls Wernerssonar seldu Straumi hlutabréf í Actavis fyrir meira en fimm milljarða króna í skiptum fyrir bréf í Íslandsbanka. Eftir sem áður er Amber International, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stærsti eigandinn í Actavis. FL Group borgaði fyrir sextán milljarða hlut í Íslandsbanka með bréfum í Straumi og Landsbankanum. Virði Straumsbréfanna nam 10,6 milljörðum króna en FL Group átti um sex prósent í Straumi. Innlent Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Gærdagurinn var veltumesti dagurinn með hlutabréf frá upphafi í Kauphöll Íslands en alls námu hlutabréfaviðskipti 122,7 milljörðum króna. Um 68 milljarða viðskipti voru með bréf Íslandsbanka. Úrvalsvísitalan endaði í 5.967 stigum og hefur hækkað um tæp átta prósent frá áramótum. Eftir sölu Straums-Burðaráss á 25 prósenta hlut í Íslandsbanka ráða Karl Wernersson, Baugur Group og FL Group um 40 prósentum í bankanum. Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, og Benedikt bróðir hans ráða um sex prósentum og Jón Snorrason og tengdir aðilar um fjórum. Íslandsbanki keypti 4,5 prósent af Straumi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bréfin seld meðal annars til Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Saxbyggs sem er í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar og Byggingafélags Gylfa og Gunnars. Með þessari sölu lýkur þætti Straums sem eins af stærstu eigendum Íslandsbanka. Straumur eignaðist 14,4 prósent haustið 2004 þegar bankinn keypti bréf af Burðarási, Landsbankanum og Landsbankanum Luxembourg. Með sameiningu við Burðarás nú í haust jókst hlutur Straums í 26 prósent. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss, er mjög sáttur við söluna á bréfunum og segir að ávöxtunin hafi verið góð á því tæpa eina og hálfa ári sem bankinn átti Íslandsbankabréf. "Innleystur söluhagnaður er um sextán milljarðar króna. Það er ljóst að þetta styrkir bankann og víkkar okkar tækifæri til eflingar á Straumi sem fjárfestingarbanka." Þegar Straumur fór inn í Íslandsbanka var eigið fé félagsins um 29 milljarðar. Tæpu einu og hálfu ári síðar stendur það nærri 120 milljörðum. Þórður segir ennfremur að þetta auki möguleika Straums að taka þátt í öðrum verkefnum og það sé augljóst að áherslan eykst erlendis. Einnig hafa orðið nokkrar minni háttar breytingar á eignarhaldi innan Actavis og Straums. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, hefur keypt af Straumi-Burðarási hlutabréf fyrir 3,5 milljarða króna og fer í hóp stærstu eigenda. Félög í eigu Karls Wernerssonar seldu Straumi hlutabréf í Actavis fyrir meira en fimm milljarða króna í skiptum fyrir bréf í Íslandsbanka. Eftir sem áður er Amber International, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stærsti eigandinn í Actavis. FL Group borgaði fyrir sextán milljarða hlut í Íslandsbanka með bréfum í Straumi og Landsbankanum. Virði Straumsbréfanna nam 10,6 milljörðum króna en FL Group átti um sex prósent í Straumi.
Innlent Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira