Bikarmeistari með Bregenz 20. febrúar 2006 08:00 Dagur Sigurðsson Dagur Sigurðsson, spilandi þjálfari hjá Bregenz í Austurríki, varð í gær bikarmeistari með liði sínu. Bregenz sigraði AON Fivers í úrslitaleiknum í gær, 33-27, eftir mikla törn um helgina en bikarfyrirkomulagið í Austurríki er á þann veg að 8-liða úrslit eru spiluð á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og úrslit á sunnudegi. "Þetta var mjög sætt," sagði Dagur skömmu eftir leik, í skýjunum með að hafa unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil í Austurríki. Röddin í Degi var ekki með besta móti þegar Fréttablaðið ræddi við Dag í gær og sagði hann aðspurður að fagnaðarlætin ættu þar vissulega einhvern hlut að máli. "En svo er ég líka búinn að vera veikur í næstum tvær vikur og er ekki enn búinn að jafna mig fullkomnlega eftir það. Ég virðist hafa fengið þessa heiftarlegu flensu en það var gott að vera búinn að ná sér fyrir helgina og eiga möguleika á að taka þátt í þessum leikjum um helgina," sagði Dagur, sem skoraði fimm mörk í leiknum. "Mér gekk mjög vel í leiknum," sagði hann. Dagur hefur orðið austurískur meistari með Bregenz síðustu tvö ár en aldrei unnið bikarkeppnina eins og áður segir. "Við vorum mjög óheppnir með drátt í þessari keppni í fyrra, fengum erfiða leiki alla dagana og svo fór að leikmenn voru of þreyttir í úrslitunum. Nú fengum við auðveldan leik á föstudaginn og laugardag og gátum fyrir vikið leyft liðinu að rúlla nokkuð jafnt. Annars er þetta svona í það mesta - að spila þrjá leiki á þremur dögum," sagði Dagur. Úrslitakeppnin er við það að hefast í Austurríki og segur Dagur að stefnan sé að sjálfsögðu sett á titilinn. "Við erum meistarar og nú orðnir bikarmeistarar svo að við getum ekkert falið okkur á bakvið einhverjar afsakanir. Við ætlum okkur að vinna deildina líka." Erlendar Íslenski handboltinn Handbolti Innlendar Íþróttir Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Dagur Sigurðsson, spilandi þjálfari hjá Bregenz í Austurríki, varð í gær bikarmeistari með liði sínu. Bregenz sigraði AON Fivers í úrslitaleiknum í gær, 33-27, eftir mikla törn um helgina en bikarfyrirkomulagið í Austurríki er á þann veg að 8-liða úrslit eru spiluð á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og úrslit á sunnudegi. "Þetta var mjög sætt," sagði Dagur skömmu eftir leik, í skýjunum með að hafa unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil í Austurríki. Röddin í Degi var ekki með besta móti þegar Fréttablaðið ræddi við Dag í gær og sagði hann aðspurður að fagnaðarlætin ættu þar vissulega einhvern hlut að máli. "En svo er ég líka búinn að vera veikur í næstum tvær vikur og er ekki enn búinn að jafna mig fullkomnlega eftir það. Ég virðist hafa fengið þessa heiftarlegu flensu en það var gott að vera búinn að ná sér fyrir helgina og eiga möguleika á að taka þátt í þessum leikjum um helgina," sagði Dagur, sem skoraði fimm mörk í leiknum. "Mér gekk mjög vel í leiknum," sagði hann. Dagur hefur orðið austurískur meistari með Bregenz síðustu tvö ár en aldrei unnið bikarkeppnina eins og áður segir. "Við vorum mjög óheppnir með drátt í þessari keppni í fyrra, fengum erfiða leiki alla dagana og svo fór að leikmenn voru of þreyttir í úrslitunum. Nú fengum við auðveldan leik á föstudaginn og laugardag og gátum fyrir vikið leyft liðinu að rúlla nokkuð jafnt. Annars er þetta svona í það mesta - að spila þrjá leiki á þremur dögum," sagði Dagur. Úrslitakeppnin er við það að hefast í Austurríki og segur Dagur að stefnan sé að sjálfsögðu sett á titilinn. "Við erum meistarar og nú orðnir bikarmeistarar svo að við getum ekkert falið okkur á bakvið einhverjar afsakanir. Við ætlum okkur að vinna deildina líka."
Erlendar Íslenski handboltinn Handbolti Innlendar Íþróttir Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira