Viðskipti innlent

Útlán drógust mikið saman

Byggðastofnun. Hefur tapað rúmum 650 milljónum króna á tveimur árum.
Byggðastofnun. Hefur tapað rúmum 650 milljónum króna á tveimur árum.

Byggðastofnun hefur tapað tæpum 658 milljónum króna á síðustu tveimur árum. Á nýliðnu ári nam tapið um 272 milljónum króna.

Eignir stofnunarinnar lækkuðu úr 14,5 milljörðum í árslok 2004 í rúma 11,7 milljarða króna, sem stafar meðal annars af samdrætti útlána. Útlán minnkuðu um 1.367 milljónir króna á milli ára.

Fyrirtæki og aðrir viðskiptavinir hafa fært viðskipti sín frá stofnuninni til viðskiptabanka sem bjóða betri vaxtakjör.

Hreinar vaxtatekjur drógust saman úr 269 milljónum króna í 140 milljónir, um 48 prósent. Þær hafa dregist verulega saman á undanförnum árum.

Niðurfært hlutafé og framlag til afskriftarreikning útlána voru 340 milljónir króna samanborið við 463 milljónir árið áður.

Eigið fé Byggðastofnunar var 1.041 milljón króna í árslok og lækkar sem nemur tapi ársins. Til samanburðar var eigið fé stofnunarinnar yfir tveir milljarðar króna árið 2001.

Handbært fé lækkaði um 1,4 milljarða á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×