Höldum hugvitinu heima 8. mars 2006 00:01 Ekki eru tíðindin góð sem Fréttablaðið flytur af Marel í dag. Að sögn Harðar Arnarsonar, forstjóra Marels, mun umfang félagsins hér á landi dragast stórlega saman á næstu árum, í öfugu hlutfalli við aukin alþjóðleg umsvif þess. Í stað þess að íslenski hluti starfseminnnar haldi áfram að vaxa og dafna í réttu hlutfalli við aukin umsvif Marels á heimsvísu stefnir félagið nú að því að hér verði aðeins um sjö prósent af heildarumfangi þess í stað tuttugu og fimm prósent eins og staðan er núna. Eins og margir kollegar hans hjá íslenskum hátæknifyrirtækjum segir Hörður hátt gengi krónunnar undanfarin ár hafa reynst fyrirtæki sínu þungur baggi og í raun koma í veg fyrir að Marel geti haldið áfram að stækka innanlands. Spjótin beinast að stóriðjustefnu stjórnvalda, en miklum framkvæmdum á því sviði má að minnsta kosti að hluta til kenna um óvenjusterkt gengi krónunnar. Margt annað spilar þó inn í þegar kemur að framtíð íslensks hátækniiðnaðar. Lítum á næstu verkefni sem Hörður nefnir að séu fram undan hjá Marel í útlöndum, en félagið er með starfstöðvar og dótturfyrirtæki um allan heim og er leiðandi á alþjóðavísu í þróun og smíði á tækjum fyrir matvælaiðnaðinn. Hörður nefnir að félagið sé nýbúið að taka í notkun nýja verksmiðju í Slóvakíu og hyggist opna aðra þar í landi á næsta ári. Ætla má að Marel sé fremur á höttunum eftir ódýru vinnuafli við framleiðslustörf í Slóvakíu en hámenntuðu fólki í þróunar- og rannsóknastörf. Lítil ástæða er fyrir íslenskt atvinnulíf að óttast ef þetta er réttur lestur á stöðu Marels. Ísland á ekki að standa í samkeppni við önnur lönd um ódýrt vinnuafl. Þeim mun meiri áhyggjur ber hins vegar að hafa af störfunum við þróunarsvið félagsins. Þar liggja mestu verðmæti hátæknifyrirtækja á borð við Marel. Samtök iðnaðarins hafa um nokkurt skeið kallað eftir samstarfi við stjórnvöld um stefnumótun um uppbyggingu hátækni á Íslandi. Samtökin hafa þegar bent á ýmis atriði sem þarfnast tafarlausra lagfæringa svo samkeppnisstaða hátækniiðnaðarins verði ekki síðri en í ýmsum nágrannalöndum okkar. Þar á meðal eru tillögur um breytingu á skattaumhverfi fyrirtækja, einmitt til þess að halda hér á landi rannsóknar- og þróunastörfum á borð við áðurnefnd störf hjá Marel. Í ritstjórnargrein Íslensks iðnaðar síðastliðinn janúar bendir Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka iðnaðarins, á hugmyndir um að fyrirtæki sem standi fyrir viðurkenndum rannsókna- og þróunarverkefnum fái ákveðnar skattaívilnanir eins og tíðkast til dæmis í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi og víðar. Full ástæða er til að taka þessum óskum og tillögum af mikilli alvöru og bregðast hratt við. Ekki dugar að sýna þeim skilning eins og Hörður Arnarson, forstjóri Marels, kemst að orði í Fréttablaðinu í dag ef þeim fylgir algjör skortur á aðgerðum eins og hann segir líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun
Ekki eru tíðindin góð sem Fréttablaðið flytur af Marel í dag. Að sögn Harðar Arnarsonar, forstjóra Marels, mun umfang félagsins hér á landi dragast stórlega saman á næstu árum, í öfugu hlutfalli við aukin alþjóðleg umsvif þess. Í stað þess að íslenski hluti starfseminnnar haldi áfram að vaxa og dafna í réttu hlutfalli við aukin umsvif Marels á heimsvísu stefnir félagið nú að því að hér verði aðeins um sjö prósent af heildarumfangi þess í stað tuttugu og fimm prósent eins og staðan er núna. Eins og margir kollegar hans hjá íslenskum hátæknifyrirtækjum segir Hörður hátt gengi krónunnar undanfarin ár hafa reynst fyrirtæki sínu þungur baggi og í raun koma í veg fyrir að Marel geti haldið áfram að stækka innanlands. Spjótin beinast að stóriðjustefnu stjórnvalda, en miklum framkvæmdum á því sviði má að minnsta kosti að hluta til kenna um óvenjusterkt gengi krónunnar. Margt annað spilar þó inn í þegar kemur að framtíð íslensks hátækniiðnaðar. Lítum á næstu verkefni sem Hörður nefnir að séu fram undan hjá Marel í útlöndum, en félagið er með starfstöðvar og dótturfyrirtæki um allan heim og er leiðandi á alþjóðavísu í þróun og smíði á tækjum fyrir matvælaiðnaðinn. Hörður nefnir að félagið sé nýbúið að taka í notkun nýja verksmiðju í Slóvakíu og hyggist opna aðra þar í landi á næsta ári. Ætla má að Marel sé fremur á höttunum eftir ódýru vinnuafli við framleiðslustörf í Slóvakíu en hámenntuðu fólki í þróunar- og rannsóknastörf. Lítil ástæða er fyrir íslenskt atvinnulíf að óttast ef þetta er réttur lestur á stöðu Marels. Ísland á ekki að standa í samkeppni við önnur lönd um ódýrt vinnuafl. Þeim mun meiri áhyggjur ber hins vegar að hafa af störfunum við þróunarsvið félagsins. Þar liggja mestu verðmæti hátæknifyrirtækja á borð við Marel. Samtök iðnaðarins hafa um nokkurt skeið kallað eftir samstarfi við stjórnvöld um stefnumótun um uppbyggingu hátækni á Íslandi. Samtökin hafa þegar bent á ýmis atriði sem þarfnast tafarlausra lagfæringa svo samkeppnisstaða hátækniiðnaðarins verði ekki síðri en í ýmsum nágrannalöndum okkar. Þar á meðal eru tillögur um breytingu á skattaumhverfi fyrirtækja, einmitt til þess að halda hér á landi rannsóknar- og þróunastörfum á borð við áðurnefnd störf hjá Marel. Í ritstjórnargrein Íslensks iðnaðar síðastliðinn janúar bendir Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka iðnaðarins, á hugmyndir um að fyrirtæki sem standi fyrir viðurkenndum rannsókna- og þróunarverkefnum fái ákveðnar skattaívilnanir eins og tíðkast til dæmis í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi og víðar. Full ástæða er til að taka þessum óskum og tillögum af mikilli alvöru og bregðast hratt við. Ekki dugar að sýna þeim skilning eins og Hörður Arnarson, forstjóri Marels, kemst að orði í Fréttablaðinu í dag ef þeim fylgir algjör skortur á aðgerðum eins og hann segir líka.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun