Tillögur starfshóps ekki studdar lögum 10. mars 2006 04:30 Fólk í bankaviðskiptum. Skýrslur erlendra fyrirtækja hafa að undanförnu valdið töluverðum óróa í íslensku efnahagslífi. Íslensk stjórnvöld hafa þegar skipað starfshóp sem fjallar um viðbrögð við vandanum sem upp getur komið. MYND/Valli Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði, telur lagalegan grundvöll fyrir hugmyndum starfshóps stjórnvalda um hugsanleg áföll í íslensku fjármálalífi, ekki vera fyrir hendi. Í tillögum starfshópsins kemur fram að Fjármálaeftirlitið geti vikið bankaráðum og bankastjórnum frá og tekið vald hluthafafunda eða stofnfjáreigenda í félögunum. "Það er ekki lagalegur grundvöllur fyrir þessum hugmyndum starfshópsins. En hins vegar, ef það yrðu sett lög þá væri hætt við því að þau færu í bága við stjórnarskrá. Til dæmis eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar." Í 72. grein íslensku stjórnarskrárinnar segir að eignarrétturinn sé friðhelgur. "Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema að almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir," segir orðrétt í stjórnarskránni. Aðeins neyðarréttarsjónarmið í lögum geta heimilað stjórnvöldum að grípa inn í starfsemi fyrirtækja í einkaeigu. Slík sjónarmið eru ekki fyrir hendi í íslenskum lögum. Þau ríki sem hafa neyðarréttarsjónarmið innan sinna laga, geta aðeins beitt þeim ef til alvarlega aðstæðna kemur, sem varða almannaheill. Þær aðstæður, sem oftast eru nefndar í erlendum lögum, geta til dæmis skapast við stríðsátök eða náttúruhamfarir. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, fagnar því að íslensk stjórnvöld skuli vera farinn að huga viðbragðsáætlun við hugsanlegum vanda íslenskra fjármálafyrirtækja. "Það er fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld séu að setja upp viðbragðsáætlun við hugsanlegum vanda í efnahagslífinu. Með því feta þau í fótspor nágrannaríkja okkar. Við teljum hins vegar ekki að það eigi að búa til reglur sem aðeins eru sniðnar að íslenskum veruleika, heldur er nauðsynlegt að stjórnvöld hér á landi haldi sig við alþjóðlegar viðmiðanir í þessum efnum." Í greinagerð starfshóps á vegum stjórnvalda, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins kemur fram að æskilegt sé að Fjármálaeftirlitinu verði fært vald til þess að víkja frá stjórnum, bankastjórum eða framkvæmdastjórum fjármálafyrirtækja, og skipa í stöðurna að nýju. Átta sig á mikilvægi bankannaSigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, telur greinargerð um viðbúnað við erfiðleikum á fjármálamarkaði til marks um að stjórnvöld átti sig á mikilvægi fjármálakerfisins. Almennt held ég að verið sé að velta upp hvernig væri hægt að bregðast við ímynduðum aðstæðum. Rétt eins og menn hugsa líklega um varnir gegn annarri vá, líkt og hvernig bregðast ætti við ef kjarnorkukafbátur sykki í landhelginni, segir hann og telur tilviljun hafa ráðið því að álit starfshópsins komi fram á sama tíma og fram fari frekar neikvæð umræða um bankakerfið. Samræmið skiptir máliBjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir mjög mikilvægt að til sé svipuð uppsetning að viðbrögðum við fjármálakrísum hér og er í öðrum Evrópuríkjum. Bjarni segist þó ekki hafa fylgst með vinnuferli starfshóps ráðuneytanna, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og geti því lítið tjáð sig um það hvaða aðstæður þyrftu að vera til að ráð yrðu tekin af fyrirtæki eða fjármálastofnun. Ég veit því ekki hvaða hagsmunir ríkisvaldsins væru fólgnir í því að grípa inn í með þeim hætti. Innlent Viðskipti Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði, telur lagalegan grundvöll fyrir hugmyndum starfshóps stjórnvalda um hugsanleg áföll í íslensku fjármálalífi, ekki vera fyrir hendi. Í tillögum starfshópsins kemur fram að Fjármálaeftirlitið geti vikið bankaráðum og bankastjórnum frá og tekið vald hluthafafunda eða stofnfjáreigenda í félögunum. "Það er ekki lagalegur grundvöllur fyrir þessum hugmyndum starfshópsins. En hins vegar, ef það yrðu sett lög þá væri hætt við því að þau færu í bága við stjórnarskrá. Til dæmis eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar." Í 72. grein íslensku stjórnarskrárinnar segir að eignarrétturinn sé friðhelgur. "Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema að almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir," segir orðrétt í stjórnarskránni. Aðeins neyðarréttarsjónarmið í lögum geta heimilað stjórnvöldum að grípa inn í starfsemi fyrirtækja í einkaeigu. Slík sjónarmið eru ekki fyrir hendi í íslenskum lögum. Þau ríki sem hafa neyðarréttarsjónarmið innan sinna laga, geta aðeins beitt þeim ef til alvarlega aðstæðna kemur, sem varða almannaheill. Þær aðstæður, sem oftast eru nefndar í erlendum lögum, geta til dæmis skapast við stríðsátök eða náttúruhamfarir. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, fagnar því að íslensk stjórnvöld skuli vera farinn að huga viðbragðsáætlun við hugsanlegum vanda íslenskra fjármálafyrirtækja. "Það er fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld séu að setja upp viðbragðsáætlun við hugsanlegum vanda í efnahagslífinu. Með því feta þau í fótspor nágrannaríkja okkar. Við teljum hins vegar ekki að það eigi að búa til reglur sem aðeins eru sniðnar að íslenskum veruleika, heldur er nauðsynlegt að stjórnvöld hér á landi haldi sig við alþjóðlegar viðmiðanir í þessum efnum." Í greinagerð starfshóps á vegum stjórnvalda, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins kemur fram að æskilegt sé að Fjármálaeftirlitinu verði fært vald til þess að víkja frá stjórnum, bankastjórum eða framkvæmdastjórum fjármálafyrirtækja, og skipa í stöðurna að nýju. Átta sig á mikilvægi bankannaSigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, telur greinargerð um viðbúnað við erfiðleikum á fjármálamarkaði til marks um að stjórnvöld átti sig á mikilvægi fjármálakerfisins. Almennt held ég að verið sé að velta upp hvernig væri hægt að bregðast við ímynduðum aðstæðum. Rétt eins og menn hugsa líklega um varnir gegn annarri vá, líkt og hvernig bregðast ætti við ef kjarnorkukafbátur sykki í landhelginni, segir hann og telur tilviljun hafa ráðið því að álit starfshópsins komi fram á sama tíma og fram fari frekar neikvæð umræða um bankakerfið. Samræmið skiptir máliBjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir mjög mikilvægt að til sé svipuð uppsetning að viðbrögðum við fjármálakrísum hér og er í öðrum Evrópuríkjum. Bjarni segist þó ekki hafa fylgst með vinnuferli starfshóps ráðuneytanna, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og geti því lítið tjáð sig um það hvaða aðstæður þyrftu að vera til að ráð yrðu tekin af fyrirtæki eða fjármálastofnun. Ég veit því ekki hvaða hagsmunir ríkisvaldsins væru fólgnir í því að grípa inn í með þeim hætti.
Innlent Viðskipti Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira