Viðskipti innlent

Íslandspóstur hagnast vel

Íslandspóstur hagnast. Félagið skilaði 237 milljóna króna hagnaði á síðasta ári.
Íslandspóstur hagnast. Félagið skilaði 237 milljóna króna hagnaði á síðasta ári.

Íslandspóstur hagnaðist um 237 milljónir króna á síðasta ári og var afkoman betri en stjórnendur félagsins reiknuðu með.

Heildartekjur félagsins námu fimm milljörðum króna sem er um 400 milljóna króna aukning á milli ára.

Í tilkynningu frá félaginu segir að afkoman skýrist einkum af hagnaði af reglulegri starfsemi, aukinni hagræðingu og meiri tekjum en um leið hafi nýir kjarasamningar leitt til launahækkana.

Eigið fé Íslandspósts nam 2,3 milljörðum í árslok og var eiginfjárhlutfall 61 prósent. Ríkið fékk 250 milljónir í arð frá Íslandspósti í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×