Viðskipti innlent

SAS hefur ekki keypt í Icelandair

Verður ekki hluthafi í Icelandair.  SAS hefur hafnað þeim fréttum að félagið hafi keypt hlutabréf í Icelandair.
Verður ekki hluthafi í Icelandair. SAS hefur hafnað þeim fréttum að félagið hafi keypt hlutabréf í Icelandair.

SAS hefur neitað þeirri frétt sem birtist á vefsíðu tímaritsins Travel People að félagið hafi eignast hlut í Icelandair.

"Það eru engar viðræður yfirhöfuð í gangi um að við verðum eigendur í Icelandair. Þetta eru algjörlega rangar upplýsingar," segir Bertil Ternert, upplýsingafulltrúi SAS, við Dagens Industri.

Flugfélögin hafa hins vegar undirritað samkomulag um áframhaldandi samstarf um gagnkvæm afsláttarkjör sem veita farþegum Icelandair hagstæð fargjöld í framhaldsflugi með SAS.

Samkvæmt frétt Travel People kemur Icelandair, sem verður brátt skráð í Kauphöll Íslands, til að vera metið á hvorki meira né minna en 65 milljarða króna.

Í fréttinni kemur fram að FL Group, móðurfélag Icelandair, muni halda eftir fimmtán prósenta hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×