Viðskipti innlent

Deutsche Bank ráðleggur Pliva

Róbert Wessman er forstjóri Actavis, en fyrirtækið rennir hýru auga til króatísks lyfjafyrirtækis að nafni Pliva.
Róbert Wessman er forstjóri Actavis, en fyrirtækið rennir hýru auga til króatísks lyfjafyrirtækis að nafni Pliva.

Króatíska lyfjafyrirtækið Pliva hefur valið Deutsche Bank til að ráðleggja sér í viðræðum við íslenska lyfjaframleiðandann Actavis sem hefur hug á að taka yfir fyrirtækið.

Stjórnendur Pliva segjast hafa skoðað fleiri mögulega ráðgjafa en að lokum valið Deutsche Bank, enda sé þar virt fjármálastofnun með umtalsverða þekkingu á sviði samruna og yfirtaka fyrirtækja.

Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir enn verið að skoða Pliva, en félagið hefur sér til ráðgjafar og aðstoðar við skoðun á fyrirtækinu fjárfestingarbankana HSPC og J.P. Morgan. Við sendum inn formlegt tilboð sem Pliva sagði að væri of lágt. Við vorum svo úti til að kynna okkar fyrirtæki og hvernig við sæum fyrir okkur að sameiningin ætti sér stað. En það skýrist kannski á næstu vikum hvernig málin þróast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×