Viðskipti innlent

Lægri væntingavísitala

Keypt í matinn. Greiningardeild Glitnis býst við fleiri ferðalögum og auknum viðskiptum með fasteignir og bifreiðar.
Keypt í matinn. Greiningardeild Glitnis býst við fleiri ferðalögum og auknum viðskiptum með fasteignir og bifreiðar.

Væntingavísitala Gallup lækkaði í mars eftir að hafa náð hámarki í febrúar en vísitalan mælist nú 127,7 stig. Mat neytenda á efnahagslífinu er nú lægra en áður og á stærstan þátt í lækkun vísitölunnar ásamt því sem dregið hefur verulega úr væntingum þeirra til efnahagslífsins eftir sex mánuði.

Að sögn greiningardeildar Glitnis banka virðist ljóst að neikvæð umfjöllun um íslenskt efnahagslíf og gengislækkun krónunnar hafi skilað sér í aukinni svartsýni á meðal neytenda. Þrátt fyrir það segir greiningardeildin það athyglisvert að mat neytenda á núverandi efnahagsaðstæðum hefur sjaldan verið hærra og endurspeglar það mikinn hagvöxt og lítið atvinnuleysi um þessar mundir.

Telur greiningardeildin að framundan séu aukin viðskipti með íbúðarhúsnæði, bifreiðar og utanlandsferðir ef marka má könnun Gallup. Fyrirhuguð húsnæðiskaup neytenda hafa aukist umtalsvert og hefur vísitalan fyrir þau ekki reynst hærri frá því mælingar hófust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×