Lánastofnanir finna aukna ásókn í myntkörfulán 19. apríl 2006 00:01 Í Kópavogi. Veiking krónunnar síðustu daga hefur orðið til þess að fleiri hugleiða nú húsnæðislán í erlendri mynt. Slíkum lánum fylgir gengisáhætta á móti því að þau bera lægri vexti og einstaklingsbundið hvað hentar hverjum. MYND/E.Ól. Útlánastofnanir merkja aukna ásókn almennings í húsnæðislán í erlendri mynt, hvort sem það er til endurfjármögnunar eða nýrra kaupa. Bankar ráðlögðu fólki til skamms tíma að taka frekar lán í krónum, en taka nú sumir hverjir hlutlausari afstöðu. Veiking á gengi krónunnar hefur leitt til þess að fleiri velta fyrir sér hvort hagkvæmt sé að skuldbreyta húsnæðislánum yfir í erlendar myntkörfur. Slík lán eru óverðtryggð þannig að fólk er laust við verðbólguáhrif sem hækka lán og bera auk þess töluvert lægri vexti. Á móti kemur að myntkörfulánum geta fylgt meiri sveiflur í afborgunum og um þau gilda strangari reglur um veðsetningarhlutfall íbúða. Í nýlegri úttekt greiningardeildar Landsbankans á efnahagsmálum og skuldabréfamarkaði segir að raungengi krónunnar sé nálægt jafnvægi. Það ýtir undir að hagkvæmt kunni að vera að taka lán í erlendri mynt. Í gær endaði vísitala krónunnar í 131,1 stigi, en í ritinu er talið líklegast að hún sveiflist á bilinu 120 til 130 stig það sem eftir lifir árs og fram á það næsta, áður en gengið styrkist á ný gangi stóriðjuáform eftir. Við styrkingu gengisins græða þeir sem skulda í erlendri mynt. Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings banka, segir að eftir veikingu krónunnar hafi aðeins orðið vart við aukinn áhuga á skulbreytingum lána yfir í erlendar myntir. "Hér áður fyrr höfum við ekki hvatt fólk til að gera þetta, en núna þegar krónan hefur leiðrést er þetta kannski orðið betri kostur en var." Hann segir bankann þó reyna að vera hlutlausan í ráðleggingum sínum til fólks í þessum efnum. "Við finnum samt vaxandi áhuga, vaxtamunurinn er orðinn það mikill og krónan á stuttum tíma búin að lækka um rúm 15 prósent." Friðrik áréttar þó að lánum í erlendri mynt fylgi áhætta. "Kannski ekki síst að vextir erlendis hækki, en þeir hafa hækkað töluvert undanfarið, sérstaklega í Bandaríkjunum. En hér eru líka verðbólguhorfur frekar daprar þannig að fólk veltir fyrir sér þessum kostum." Hann segir að bankinn bjóði líka erlend lán þegar verið er að kaupa fasteignir en þeim fylgi þó strangari skilyrði, sérstaklega varðandi veðsetningu. Hlutfall hennar má alla jafna ekki fara yfir 65 prósent. Þá fylgir skuldbreytingum kostnaður í formi uppgreiðslu og stimpilgjalda sem taka þarf tillit til, en í háum lánum geta þau útgjöld orðið töluverð. Þannig nemur lántöku og stimpilgjald að jafnaði um 2,5 prósentum af lánsupphæðinni. Frjálsi fjárfestingarbankinn var núna í vikunni fyrstur til að auglýsa myntkörfulán sérstaklega. Eiríkur Óli Árnason, forstöðumaður útlánasviðs bankans, segir að viðskiptavinum sé þó ekki ráðlagt að taka myntkörfulán, enda hafi bankinn ekki greiningardeild til að undirbyggja slíka ráðleggingu. "En við bendum fólki á að skoða þetta vel sem valkost og mælum ekki á móti því," segir hann og kveður suma starfsmenn bankans hafa breytt sínum lánum yfir í erlenda mynt. Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri viðskiptabanka Glitnis, segist ekki merkja sérstaka ásókn í myntkörfulán um þessar mundir umfram venjubundnar sveiflur. Innlent Viðskipti Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Útlánastofnanir merkja aukna ásókn almennings í húsnæðislán í erlendri mynt, hvort sem það er til endurfjármögnunar eða nýrra kaupa. Bankar ráðlögðu fólki til skamms tíma að taka frekar lán í krónum, en taka nú sumir hverjir hlutlausari afstöðu. Veiking á gengi krónunnar hefur leitt til þess að fleiri velta fyrir sér hvort hagkvæmt sé að skuldbreyta húsnæðislánum yfir í erlendar myntkörfur. Slík lán eru óverðtryggð þannig að fólk er laust við verðbólguáhrif sem hækka lán og bera auk þess töluvert lægri vexti. Á móti kemur að myntkörfulánum geta fylgt meiri sveiflur í afborgunum og um þau gilda strangari reglur um veðsetningarhlutfall íbúða. Í nýlegri úttekt greiningardeildar Landsbankans á efnahagsmálum og skuldabréfamarkaði segir að raungengi krónunnar sé nálægt jafnvægi. Það ýtir undir að hagkvæmt kunni að vera að taka lán í erlendri mynt. Í gær endaði vísitala krónunnar í 131,1 stigi, en í ritinu er talið líklegast að hún sveiflist á bilinu 120 til 130 stig það sem eftir lifir árs og fram á það næsta, áður en gengið styrkist á ný gangi stóriðjuáform eftir. Við styrkingu gengisins græða þeir sem skulda í erlendri mynt. Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings banka, segir að eftir veikingu krónunnar hafi aðeins orðið vart við aukinn áhuga á skulbreytingum lána yfir í erlendar myntir. "Hér áður fyrr höfum við ekki hvatt fólk til að gera þetta, en núna þegar krónan hefur leiðrést er þetta kannski orðið betri kostur en var." Hann segir bankann þó reyna að vera hlutlausan í ráðleggingum sínum til fólks í þessum efnum. "Við finnum samt vaxandi áhuga, vaxtamunurinn er orðinn það mikill og krónan á stuttum tíma búin að lækka um rúm 15 prósent." Friðrik áréttar þó að lánum í erlendri mynt fylgi áhætta. "Kannski ekki síst að vextir erlendis hækki, en þeir hafa hækkað töluvert undanfarið, sérstaklega í Bandaríkjunum. En hér eru líka verðbólguhorfur frekar daprar þannig að fólk veltir fyrir sér þessum kostum." Hann segir að bankinn bjóði líka erlend lán þegar verið er að kaupa fasteignir en þeim fylgi þó strangari skilyrði, sérstaklega varðandi veðsetningu. Hlutfall hennar má alla jafna ekki fara yfir 65 prósent. Þá fylgir skuldbreytingum kostnaður í formi uppgreiðslu og stimpilgjalda sem taka þarf tillit til, en í háum lánum geta þau útgjöld orðið töluverð. Þannig nemur lántöku og stimpilgjald að jafnaði um 2,5 prósentum af lánsupphæðinni. Frjálsi fjárfestingarbankinn var núna í vikunni fyrstur til að auglýsa myntkörfulán sérstaklega. Eiríkur Óli Árnason, forstöðumaður útlánasviðs bankans, segir að viðskiptavinum sé þó ekki ráðlagt að taka myntkörfulán, enda hafi bankinn ekki greiningardeild til að undirbyggja slíka ráðleggingu. "En við bendum fólki á að skoða þetta vel sem valkost og mælum ekki á móti því," segir hann og kveður suma starfsmenn bankans hafa breytt sínum lánum yfir í erlenda mynt. Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri viðskiptabanka Glitnis, segist ekki merkja sérstaka ásókn í myntkörfulán um þessar mundir umfram venjubundnar sveiflur.
Innlent Viðskipti Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira