Um þvætting 27. apríl 2006 23:55 Maður er nefndur Harry G. Frankfurt og er prófessor í heimspeki í Princeton. Hann hefur nýlega sent frá sér óvænta metsölubók, sem heitir því góða nafni On Bullshit (2005; Um þvætting). Þetta er líklega stytzta bók, sem ég hef lesið um mína daga, fáeinar síður í fínlegu broti, og boðskapur heimspekingsins á erindi við okkur öll. Hér segir frá því. Heimurinn er hálffullur af þvættingi. Við steytum á alls kyns þvættingi alla daga. En hvað er þvættingur? Til að glöggva sig og lesendur sína á því spyr höfundurinn annarrar spurningar á undan, og hún er þessi: Hvað er lygi? Það vitum við öll. Lygi er vísvitandi uppspuni, ósannindi. Menn ljúga, ef þeir fara með rangt mál af ráðnum hug. Ef maður segist hafa séð annan mann ganga yfir þveran Faxaflóann með hval á bakinu og það um hábjargræðistímann, þá er hann lygari, nema hann sé vitfirringur. Lygi er jafnan lögð mönnum til lasts, af því að hún er yfirleitt borin fram til að villa um fyrir mönnum og veldur þeim þá jafnan skaða, sem fyrir verða, en til hennar grípa menn eigi að síður stundum í neyð, jafnvel í góðum tilgangi. Oft má satt kyrrt liggja, segir máltækið. Lærðir menn hafa sumir skrifað langt mál um lygina í ýmsum birtingarmyndum og blæbrigðum, þar á meðal Þorleifur Halldórsson (1683-1713), rektor Hólaskóla (Lof lyginnar, 1711). Landamærin milli sannleikans og lyginnar eru ekki alltaf ljós. Skáldskapur getur verið sannur, þótt hann eigi sér ekki skýrar fyrirmyndir í raunveruleikanum: vísvitandi frávik frá þeim upplýsingum, sem við þykjumst hafa um raunveruleikann, til dæmis ýkjur í frásögn eða undanslættir, geta beinlínis aukið eiginlegt sannleiksgildi skáldskapar. Sama máli gegnir um myndlist. Málverk verður ekki ósatt, þótt það sé ekki nákvæmlega eins og fyrirmyndin; frávikin geta þvert á móti skerpt skilning okkar á viðfangsefni listamannsins. Þess vegna þurfum við bæði skáldskap og sagnfræði, bæði málverk og ljósmyndir. Þvættingur er að því leyti frábrugðinn lygum, að sá, sem ber fram bull og þvætting, hallar ekki réttu máli af ráðnum hug. Nei, hann hefur yfirleitt ekki haft fyrir því að kynna sér staðreyndir málsins, en hann lætur það þó ekki aftra sér frá því að fjalla um málið, svo að hending ein ræður því, hvort það, sem hann segir, er rétt eða rangt. Lygarinn hefur það fram yfir bullarann, að lygarinn hefur kynnt sér staðreyndir máls, enda gæti hann ekki að öðrum kosti hallað réttu máli vitandi vits. Því til þess að geta logið þarf lygarinn að vita, hvað er rétt og hvað rangt. Bullarinn þarf ekki að vita neitt: hann bara bullar. Hvor er þá verri, bullarinn eða lygarinn? Af tvennu illu kann einhverjum að sýnast það í fljótu bragði vera verra að mæla gegn betri vitund - ljúga. En er það víst? Er það skárra að mæla gegn engri vitund? Eða er það kannski skömminni skárra að leggja það þó á sig að kynna sér staðreyndir máls? svo að menn viti þá að minnsta kosti, hvenær þeir ljúga og hvenær þeir segja satt. Hér má vart á milli sjá. Þvættingur getur sýnzt vera sakleysið sjálft, engin alvara á bak við hann, ekki heldur óvild, en hann getur eigi að síður valdið miklum skaða með því að ala á röngum upplýsingum og ýmsum ranghugmyndum. Lygi er tiltölulega sjaldgæf í opinberri umræðu. Þvættingur er á hinn bóginn algengur. Tökum dæmi. Fyrir mörgum árum sagði virtur háskólaprófessor í ræðu, að væntanlegur hagur Íslands af inngöngu í Evrópusambandið næmi fjárhæð, sem jafngilti kostnaðinum við áskrift að dagblaðinu Tímanum í eitt ár. Þetta er verðið á sjálfstæði Íslands, sagði hann í ræðunni. Hann hallaði ekki réttu máli af ráðnum hug, það hefði ekki hvarflað að honum; nei, hann hafði bara ekki kynnt sér málið. Og þegar menn segja nú, að aðild Íslands að Evrópusambandinu geti ekki komið til greina vegna þess, að við þyrftum þá að fórna fiskimiðunum á altari Sambandsins, þá fara menn ekki heldur vitandi vits með rangt mál. Nei, þeir hafa ekki kynnt sér málið af þeirri einföldu ástæðu, að það er ekki hægt að kynna sér þessa tilteknu hlið málsins til fulls nema með því að sækja um aðild og láta þannig á það reyna, hvaða kjör bjóðast í aðildarsamningum. Það er eðlilegt, að menn greini á um kosti þess og galla fyrir Íslendinga að ganga inn í Evrópusambandið og taka upp evruna í stað krónunnar. Lausn málsins kallar á skynsamlegar rökræður. Meiri upplýsing og minni þvættingur myndu greiða fyrir farsælli og tímabærri niðurstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Maður er nefndur Harry G. Frankfurt og er prófessor í heimspeki í Princeton. Hann hefur nýlega sent frá sér óvænta metsölubók, sem heitir því góða nafni On Bullshit (2005; Um þvætting). Þetta er líklega stytzta bók, sem ég hef lesið um mína daga, fáeinar síður í fínlegu broti, og boðskapur heimspekingsins á erindi við okkur öll. Hér segir frá því. Heimurinn er hálffullur af þvættingi. Við steytum á alls kyns þvættingi alla daga. En hvað er þvættingur? Til að glöggva sig og lesendur sína á því spyr höfundurinn annarrar spurningar á undan, og hún er þessi: Hvað er lygi? Það vitum við öll. Lygi er vísvitandi uppspuni, ósannindi. Menn ljúga, ef þeir fara með rangt mál af ráðnum hug. Ef maður segist hafa séð annan mann ganga yfir þveran Faxaflóann með hval á bakinu og það um hábjargræðistímann, þá er hann lygari, nema hann sé vitfirringur. Lygi er jafnan lögð mönnum til lasts, af því að hún er yfirleitt borin fram til að villa um fyrir mönnum og veldur þeim þá jafnan skaða, sem fyrir verða, en til hennar grípa menn eigi að síður stundum í neyð, jafnvel í góðum tilgangi. Oft má satt kyrrt liggja, segir máltækið. Lærðir menn hafa sumir skrifað langt mál um lygina í ýmsum birtingarmyndum og blæbrigðum, þar á meðal Þorleifur Halldórsson (1683-1713), rektor Hólaskóla (Lof lyginnar, 1711). Landamærin milli sannleikans og lyginnar eru ekki alltaf ljós. Skáldskapur getur verið sannur, þótt hann eigi sér ekki skýrar fyrirmyndir í raunveruleikanum: vísvitandi frávik frá þeim upplýsingum, sem við þykjumst hafa um raunveruleikann, til dæmis ýkjur í frásögn eða undanslættir, geta beinlínis aukið eiginlegt sannleiksgildi skáldskapar. Sama máli gegnir um myndlist. Málverk verður ekki ósatt, þótt það sé ekki nákvæmlega eins og fyrirmyndin; frávikin geta þvert á móti skerpt skilning okkar á viðfangsefni listamannsins. Þess vegna þurfum við bæði skáldskap og sagnfræði, bæði málverk og ljósmyndir. Þvættingur er að því leyti frábrugðinn lygum, að sá, sem ber fram bull og þvætting, hallar ekki réttu máli af ráðnum hug. Nei, hann hefur yfirleitt ekki haft fyrir því að kynna sér staðreyndir málsins, en hann lætur það þó ekki aftra sér frá því að fjalla um málið, svo að hending ein ræður því, hvort það, sem hann segir, er rétt eða rangt. Lygarinn hefur það fram yfir bullarann, að lygarinn hefur kynnt sér staðreyndir máls, enda gæti hann ekki að öðrum kosti hallað réttu máli vitandi vits. Því til þess að geta logið þarf lygarinn að vita, hvað er rétt og hvað rangt. Bullarinn þarf ekki að vita neitt: hann bara bullar. Hvor er þá verri, bullarinn eða lygarinn? Af tvennu illu kann einhverjum að sýnast það í fljótu bragði vera verra að mæla gegn betri vitund - ljúga. En er það víst? Er það skárra að mæla gegn engri vitund? Eða er það kannski skömminni skárra að leggja það þó á sig að kynna sér staðreyndir máls? svo að menn viti þá að minnsta kosti, hvenær þeir ljúga og hvenær þeir segja satt. Hér má vart á milli sjá. Þvættingur getur sýnzt vera sakleysið sjálft, engin alvara á bak við hann, ekki heldur óvild, en hann getur eigi að síður valdið miklum skaða með því að ala á röngum upplýsingum og ýmsum ranghugmyndum. Lygi er tiltölulega sjaldgæf í opinberri umræðu. Þvættingur er á hinn bóginn algengur. Tökum dæmi. Fyrir mörgum árum sagði virtur háskólaprófessor í ræðu, að væntanlegur hagur Íslands af inngöngu í Evrópusambandið næmi fjárhæð, sem jafngilti kostnaðinum við áskrift að dagblaðinu Tímanum í eitt ár. Þetta er verðið á sjálfstæði Íslands, sagði hann í ræðunni. Hann hallaði ekki réttu máli af ráðnum hug, það hefði ekki hvarflað að honum; nei, hann hafði bara ekki kynnt sér málið. Og þegar menn segja nú, að aðild Íslands að Evrópusambandinu geti ekki komið til greina vegna þess, að við þyrftum þá að fórna fiskimiðunum á altari Sambandsins, þá fara menn ekki heldur vitandi vits með rangt mál. Nei, þeir hafa ekki kynnt sér málið af þeirri einföldu ástæðu, að það er ekki hægt að kynna sér þessa tilteknu hlið málsins til fulls nema með því að sækja um aðild og láta þannig á það reyna, hvaða kjör bjóðast í aðildarsamningum. Það er eðlilegt, að menn greini á um kosti þess og galla fyrir Íslendinga að ganga inn í Evrópusambandið og taka upp evruna í stað krónunnar. Lausn málsins kallar á skynsamlegar rökræður. Meiri upplýsing og minni þvættingur myndu greiða fyrir farsælli og tímabærri niðurstöðu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun