Þverstæð úrslit 29. maí 2006 01:57 Eftir langvarandi ríkisstjórnarsetu fær Sjálfstæðisflokkurinn góða kosningu. Forystuflokkur ríkisstjórnarinnar verður á hinn bóginn fyrir verulegu áfalli. Samfylkingin nær ekki að sækja í sig veðrið eftir langa forystu í stjórnarandstöðu. Vinstri grænt styrkir þar á móti stöðu sína. Þetta eru þverstæð úrslit. Hvers vegna er gifta stjórnarflokkanna svo ólík? Í síðustu þingkosningum tapaði Sjálfstæðisflokkurinn og missti í fyrsta skiptið í sögunni forystusætið í Reykjavík. Nú vinnur hann á. Ytri aðstæður stjórnarflokkanna eru eigi að síður þær sömu. Það sem skilur þá að er ný forysta Sjálfstæðisflokksins sem án sérstakra aðgerða hefur fært flokkinn nær miðjunni og gefið honum annað og mildara yfirbragð. Í umbreytingu Framsóknarflokksins yfir í nútíma frjálslyndan flokk sýnist hann aukheldur hafa lagt ónóga rækt við útengin og gefið hefðbundnar slægjur eftir í of ríkum mæli eða full hratt. Einn stjórnarandstöðuflokkur hefur góðan byr, annar er í mótvindi. Hver er skýringin? Á það er að líta að Samfylkingin hefur verið að breyta þremur gömlum flokkum í nýjan með svipuðum hætti og Framsóknarflokkurinn hefur verið að breytast. Í þeirri umbreytingu hefur Samfylkingunni ekki tekist að verja slægjur útengjanna. Í Reykjavík sýnist hún til að mynda bæði hafa hleypt Vinstri grænu og Frjálslynda flokknum í þær og jafnvel Sjálfstæðisflokknum. Formaður Samfylkingarinnar var sterkur valdapólitíkus á borgarstjórastóli en er ekki að sama skapi slyngur umræðupólitíkus eins og stjórnarandstöðuforingjar þurfa að vera. Formaður Vinstri græns er hins vegar einn öflugasti umræðupólitíkus landsins. Báðir helstu armar Samfylkingarinnar gefa bæði leynt og ljóst í skyn að þeim hugnist að ljúka eyðimerkurgöngu stjórnarandstöðuhlutverksins með samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu þingkosningar. Fyrir vikið hefur Vinstri grænt fengið eins konar einkarétt á því að virka eins og segull á þá kjósendur sem láta það ráða úrslitum hvar atkvæði þeirra fellur að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Athygli vekur að í oddvitasæti Vinstri græns í Reykjavík kemur kona með styrk framtíðarforystumanns. Sennilega væri það eins og að hefja skák með drottningarforgjöf að fara í þingkosningar að ári án hennar. Í Reykjavík er ávinningur Sjálfstæðisflokksins þónokkur en ekki glæsilegur. Lykilstaða hans við meirihlutamyndun byggist ekki alfarið á eigin styrk heldur eins á þeirri staðreynd að Samfylkingin er aðeins stærst af minni flokkunum. Henni hefur mistekist að verða að raunverulegu pólitísku jafnvægi sem vegur salt við Sjálfstæðisflokkinn. Varla verður litið öðru vísi á en Það séu skilaboð kjósenda að Sjálfstæðisflokkurinn hafi forystu um meirihlutamyndun í Reykjavík. Samstarf ríkisstjórnarflokkanna er þar augljóslega einn kostur og um margt rökréttur fyrir báða. Annar kostur sem sýnist liggja í loftinu er samstarf við Frjálslynda flokkinn. Hættan í því fyrir Sjálfstæðisflokkinn er sú að þar með fengi sá flokkur nægjanlegt súrefni fyrir næstu alþingiskosningar, nema jafnframt yrði frá því gengið að þeir gömlu sjálfstæðismenn sem þar eru snúi til baka. Í heild voru þetta sveitarstjórnarkosningar án skarpra veðraskila. En bæði Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin þurfa að losa um þrengingar á taflborði stjórnmálanna fyrir komandi þingkosningar en að sönnu mismiklar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Eftir langvarandi ríkisstjórnarsetu fær Sjálfstæðisflokkurinn góða kosningu. Forystuflokkur ríkisstjórnarinnar verður á hinn bóginn fyrir verulegu áfalli. Samfylkingin nær ekki að sækja í sig veðrið eftir langa forystu í stjórnarandstöðu. Vinstri grænt styrkir þar á móti stöðu sína. Þetta eru þverstæð úrslit. Hvers vegna er gifta stjórnarflokkanna svo ólík? Í síðustu þingkosningum tapaði Sjálfstæðisflokkurinn og missti í fyrsta skiptið í sögunni forystusætið í Reykjavík. Nú vinnur hann á. Ytri aðstæður stjórnarflokkanna eru eigi að síður þær sömu. Það sem skilur þá að er ný forysta Sjálfstæðisflokksins sem án sérstakra aðgerða hefur fært flokkinn nær miðjunni og gefið honum annað og mildara yfirbragð. Í umbreytingu Framsóknarflokksins yfir í nútíma frjálslyndan flokk sýnist hann aukheldur hafa lagt ónóga rækt við útengin og gefið hefðbundnar slægjur eftir í of ríkum mæli eða full hratt. Einn stjórnarandstöðuflokkur hefur góðan byr, annar er í mótvindi. Hver er skýringin? Á það er að líta að Samfylkingin hefur verið að breyta þremur gömlum flokkum í nýjan með svipuðum hætti og Framsóknarflokkurinn hefur verið að breytast. Í þeirri umbreytingu hefur Samfylkingunni ekki tekist að verja slægjur útengjanna. Í Reykjavík sýnist hún til að mynda bæði hafa hleypt Vinstri grænu og Frjálslynda flokknum í þær og jafnvel Sjálfstæðisflokknum. Formaður Samfylkingarinnar var sterkur valdapólitíkus á borgarstjórastóli en er ekki að sama skapi slyngur umræðupólitíkus eins og stjórnarandstöðuforingjar þurfa að vera. Formaður Vinstri græns er hins vegar einn öflugasti umræðupólitíkus landsins. Báðir helstu armar Samfylkingarinnar gefa bæði leynt og ljóst í skyn að þeim hugnist að ljúka eyðimerkurgöngu stjórnarandstöðuhlutverksins með samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu þingkosningar. Fyrir vikið hefur Vinstri grænt fengið eins konar einkarétt á því að virka eins og segull á þá kjósendur sem láta það ráða úrslitum hvar atkvæði þeirra fellur að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Athygli vekur að í oddvitasæti Vinstri græns í Reykjavík kemur kona með styrk framtíðarforystumanns. Sennilega væri það eins og að hefja skák með drottningarforgjöf að fara í þingkosningar að ári án hennar. Í Reykjavík er ávinningur Sjálfstæðisflokksins þónokkur en ekki glæsilegur. Lykilstaða hans við meirihlutamyndun byggist ekki alfarið á eigin styrk heldur eins á þeirri staðreynd að Samfylkingin er aðeins stærst af minni flokkunum. Henni hefur mistekist að verða að raunverulegu pólitísku jafnvægi sem vegur salt við Sjálfstæðisflokkinn. Varla verður litið öðru vísi á en Það séu skilaboð kjósenda að Sjálfstæðisflokkurinn hafi forystu um meirihlutamyndun í Reykjavík. Samstarf ríkisstjórnarflokkanna er þar augljóslega einn kostur og um margt rökréttur fyrir báða. Annar kostur sem sýnist liggja í loftinu er samstarf við Frjálslynda flokkinn. Hættan í því fyrir Sjálfstæðisflokkinn er sú að þar með fengi sá flokkur nægjanlegt súrefni fyrir næstu alþingiskosningar, nema jafnframt yrði frá því gengið að þeir gömlu sjálfstæðismenn sem þar eru snúi til baka. Í heild voru þetta sveitarstjórnarkosningar án skarpra veðraskila. En bæði Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin þurfa að losa um þrengingar á taflborði stjórnmálanna fyrir komandi þingkosningar en að sönnu mismiklar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun