Hæverskur góður karl og ný viðspyrna 31. maí 2006 00:01 Samningaviðræður um meirihluta í sveitarstjórnum fylgja kosningum eins og dagur fylgir nótt. Þar gerast kaupin eins og á eyrinni. Það er óumflýjanlegt lögmál. Á því geta engir hneykslast. Þannig eru leikreglurnar. Hitt er annað að gild rök standa til þess að kjósendur hafi með beinum hætti möguleika á að kjósa tiltekna aðila til valda og kalla aðra frá ábyrgðinni. Þeir sem ekki eygja möguleika á meirihluta telja það á hinn bóginn ólýðræðislegt. Í þessu tilliti er afstaða flokka gjarnan breytileg eftir aðstæðum frá einum stað til annars. Kjarni málsins snýst á hinn bóginn um það hvort kjósendur taka í kosningum ákvörðun um völd og ábyrgð eða hvort forystumenn flokka véla þar einir um eftir kosningar. Það eru lýðræðisleg rök fyrir því að þetta vald sé hjá kjósendum fremur en forystumönnunum þó að þeir hafi vitaskuld lýðræðislegt umboð. Athyglivert er að svo háttar til að hreinn meirihluti er nú í 37 sveitarfélögum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur meirihluta í 13 og Samfylkingin í 3. Í Reykjavík mörkuðu nýafstaðnar kosningar þau þáttaskil að í fyrsta sinn í þrjá aldarfjórðunga voru kjósendur í óvissu að þessu leyti. Niðurstaðan var sú að í fysta sinn kom til þess að mynda þurfti meirihluta eftir kosningar, sem kjósendur höfðu ekki tekið ákvörðun um með skýrum hætti. Eðlilega taka menn nýjum meirihluta með ólíkum hætti. Það er eðli stjórnmálaátaka. En einhvern veginn er það svo að meirihlutaflokkarnir tveir falla inn í mismunandi umræðuandrúm. Aðspurður sagði væntanlegur borgarstjóri að hann yrði á þeim stóli bara áfram sami hæverski góði karlinn. Margt bendir til þess að þessi ummæli lýsi ágætlega upplifun margra af endurkomu Sjálfstæðisflokksins undir forystu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar að meirihlutastjórn í Reykjavík. Að sumu leyti eru þessar aðstæður með öðrum pólitískum formerkjum líkar því sem gerðist í Kaupmannahöfn á síðasta ári Þegar Ritt Bierregaard langreynd í danskri pólitík myndaði þar meirihluta í borgarstjórn. Þar virtist eftirspurn eftir reynslu vera ráðandi. Framsóknarflokkurinn fellur ekki inn í sama umræðuandrúm. Er það sanngjarnt eða málefnalegt? Flokkurinn á vissulega við vanda að etja, sem hann verður að leysa og getur ekki kennt öðrum um. En sumt í viðbrögðunum varpar ljósi á ómálefnalegt umræðueinelti. Dæmi um þetta eru uppblásnar fullyrðingar um að Framsóknarflokkurinn hafi gert hrossakaup um framgang tiltekins lagafrumvarps á Alþingi að skilyrði fyrir meirihlutamyndun í Reykjavík. Þetta eru dylgjur sem hvorki verða sannaðar né afsannaðar. En meðan þær eru ekki studdar rökum eru þær marklausar. Framsóknarflokkurinn rauf ekki Reykjavíkurlistasamstarfið. Það var annarra verk. En hinn ungi forystumaður í Reykjavík gæti með kosningaárangri sínum og samningum um meirihluta hafa tryggt flokknum nýja pólitíska viðspyrnu. Á því geta menn vitaskuld haft skiptar skoðanir. En það er hvað sem öðru líður gilt umræðuefni. Ekki er ólíklegt að ný kynslóð í Framsóknarflokknum sé fremur að horfa til framtíðar en að bindast á klafa fortíðar með þessu nýja samstarfi. Það gætu verið raunveruleg pólitísk tíðindi þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun
Samningaviðræður um meirihluta í sveitarstjórnum fylgja kosningum eins og dagur fylgir nótt. Þar gerast kaupin eins og á eyrinni. Það er óumflýjanlegt lögmál. Á því geta engir hneykslast. Þannig eru leikreglurnar. Hitt er annað að gild rök standa til þess að kjósendur hafi með beinum hætti möguleika á að kjósa tiltekna aðila til valda og kalla aðra frá ábyrgðinni. Þeir sem ekki eygja möguleika á meirihluta telja það á hinn bóginn ólýðræðislegt. Í þessu tilliti er afstaða flokka gjarnan breytileg eftir aðstæðum frá einum stað til annars. Kjarni málsins snýst á hinn bóginn um það hvort kjósendur taka í kosningum ákvörðun um völd og ábyrgð eða hvort forystumenn flokka véla þar einir um eftir kosningar. Það eru lýðræðisleg rök fyrir því að þetta vald sé hjá kjósendum fremur en forystumönnunum þó að þeir hafi vitaskuld lýðræðislegt umboð. Athyglivert er að svo háttar til að hreinn meirihluti er nú í 37 sveitarfélögum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur meirihluta í 13 og Samfylkingin í 3. Í Reykjavík mörkuðu nýafstaðnar kosningar þau þáttaskil að í fyrsta sinn í þrjá aldarfjórðunga voru kjósendur í óvissu að þessu leyti. Niðurstaðan var sú að í fysta sinn kom til þess að mynda þurfti meirihluta eftir kosningar, sem kjósendur höfðu ekki tekið ákvörðun um með skýrum hætti. Eðlilega taka menn nýjum meirihluta með ólíkum hætti. Það er eðli stjórnmálaátaka. En einhvern veginn er það svo að meirihlutaflokkarnir tveir falla inn í mismunandi umræðuandrúm. Aðspurður sagði væntanlegur borgarstjóri að hann yrði á þeim stóli bara áfram sami hæverski góði karlinn. Margt bendir til þess að þessi ummæli lýsi ágætlega upplifun margra af endurkomu Sjálfstæðisflokksins undir forystu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar að meirihlutastjórn í Reykjavík. Að sumu leyti eru þessar aðstæður með öðrum pólitískum formerkjum líkar því sem gerðist í Kaupmannahöfn á síðasta ári Þegar Ritt Bierregaard langreynd í danskri pólitík myndaði þar meirihluta í borgarstjórn. Þar virtist eftirspurn eftir reynslu vera ráðandi. Framsóknarflokkurinn fellur ekki inn í sama umræðuandrúm. Er það sanngjarnt eða málefnalegt? Flokkurinn á vissulega við vanda að etja, sem hann verður að leysa og getur ekki kennt öðrum um. En sumt í viðbrögðunum varpar ljósi á ómálefnalegt umræðueinelti. Dæmi um þetta eru uppblásnar fullyrðingar um að Framsóknarflokkurinn hafi gert hrossakaup um framgang tiltekins lagafrumvarps á Alþingi að skilyrði fyrir meirihlutamyndun í Reykjavík. Þetta eru dylgjur sem hvorki verða sannaðar né afsannaðar. En meðan þær eru ekki studdar rökum eru þær marklausar. Framsóknarflokkurinn rauf ekki Reykjavíkurlistasamstarfið. Það var annarra verk. En hinn ungi forystumaður í Reykjavík gæti með kosningaárangri sínum og samningum um meirihluta hafa tryggt flokknum nýja pólitíska viðspyrnu. Á því geta menn vitaskuld haft skiptar skoðanir. En það er hvað sem öðru líður gilt umræðuefni. Ekki er ólíklegt að ný kynslóð í Framsóknarflokknum sé fremur að horfa til framtíðar en að bindast á klafa fortíðar með þessu nýja samstarfi. Það gætu verið raunveruleg pólitísk tíðindi þess.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun