Nálgunarbann verður að virka 1. júní 2006 00:01 Í Fréttablaðinu í gær segir Bjarnþór Aðalsteinsson, lögreglufulltrúi í ofbeldisdeild lögreglunnar í Reykjavík, að nálgunarbann eigi að vera sjálfsagður hlutur til varnar þeim sem hafi búið við ofsóknir og illúðlegar árásir árum saman. Hins vegar virki lög um nálgunarbann ekki sem skyldi. "Við höfum orðið fyrir vonbrigðum með hvað úrræðið er máttlaust tæki og hve mikið þarf til svo hægt sé að beita nálgunarbanni," segir Bjarnþór. Það taki langan tíma að fá bannið í gegn og beita viðurlögum sé það brotið. Undir þetta sjónarmið tekur Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur. Framfylgni nálgunarbanns sé þungt í vöfum og það taki tvær til fjórar vikur að afgreiða slík mál. "Lögin eru einfaldlega svona. Það er Alþingis að meta hvort þörf er á að breyta þeim." Í apríl síðastliðnum samþykkti Alþingi breytingar á hegningarlögum þar sem meðal annars var lögfest heimild til refsiþyngingar ef ofbeldismaður er nákominn fórnarlambi sínu. Þá þykir brotið hafa aukið á grófleika verknaðarins. Var þetta einn liður af nokkrum í aðgerðum Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, gegn heimilisofbeldi. Það er mikilvægt að löggjafar- og framkvæmdavaldið skoði sérstaklega hvernig bregðast eigi við heimilisofbeldi. Það er hins vegar vandmeðfarið. Gæta verður að friðhelgi heimilisins en um leið eiga þess kost að grípa inn í aðstæður þar sem ofbeldi á sér stað. Eitt meginhlutverk stjórnvalda er einmitt að vernda einstaklinga fyrir ofbeldi. Um það eru allir sammála. Nálgunarbann er einn kostur sem hægt er að grípa til. Hins vegar virðist það ekki virka eins og til er ætlast. Vegna eðli málsins eiga konur, sem oftast verða fyrir heimilisofbeldi, erfitt með að krefjast nálgunarbanns á einhvern sér nákominn. Þá þarf að vera rökstudd ástæða fyrir því að viðkomandi brotamaður ætli að fremja afbrot eða á annan hátt stofna friði þess sem í hlut á í hættu. Í þriðja lagi tekur langan tíma að framfylgja banninu og brjóti viðkomandi bannið er ekki hægt að kippa honum úr umferð strax. Eins og Helgi I. Jónsson segir er það Alþingis að meta hvort þörf sé á að breyta lögum um nálgunarbann. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur talað fyrir því að lögreglu verði heimilt að vísa ofbeldismanni brott af heimili sínu og banna honum að koma þangað aftur í tiltekinn tíma. Til þess þurfi að liggja fyrir rökstudd ástæða; að hann ætli að beita náinn aðstandanda ofbeldi, hóti ofbeldi eða stofni andlegu heilbrigði heimilisfólks í hættu. Skal ákvörðunin borin undir dómara innan sólarhrings. Kolbrún segir þessa aðferð ganga skemur en nálgunarbann. Ákvörðun um að beita þessu úrræði eigi líka að vera á höndum yfirvalda en ekki fórnarlambanna sjálfra, sem hafi kannski þurft að lifa við stöðuga ógn í langan tíma. Hugmynd Kolbrúnar hefur ekki fengið brautargengi í meðferðum Alþingis undanfarin ár. Ef ríkisstjórnarflokkarnir hafna þessari aðferð þarf að endurskoða lögin um nálgunarbann. Það neyðarúrræði verður að virka fyrir þá sem sæta ofsóknum. Ekki er ástæða til að ætla annað en að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra haldi áfram að finna raunhæfar lausnir gegn heimilisofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun
Í Fréttablaðinu í gær segir Bjarnþór Aðalsteinsson, lögreglufulltrúi í ofbeldisdeild lögreglunnar í Reykjavík, að nálgunarbann eigi að vera sjálfsagður hlutur til varnar þeim sem hafi búið við ofsóknir og illúðlegar árásir árum saman. Hins vegar virki lög um nálgunarbann ekki sem skyldi. "Við höfum orðið fyrir vonbrigðum með hvað úrræðið er máttlaust tæki og hve mikið þarf til svo hægt sé að beita nálgunarbanni," segir Bjarnþór. Það taki langan tíma að fá bannið í gegn og beita viðurlögum sé það brotið. Undir þetta sjónarmið tekur Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur. Framfylgni nálgunarbanns sé þungt í vöfum og það taki tvær til fjórar vikur að afgreiða slík mál. "Lögin eru einfaldlega svona. Það er Alþingis að meta hvort þörf er á að breyta þeim." Í apríl síðastliðnum samþykkti Alþingi breytingar á hegningarlögum þar sem meðal annars var lögfest heimild til refsiþyngingar ef ofbeldismaður er nákominn fórnarlambi sínu. Þá þykir brotið hafa aukið á grófleika verknaðarins. Var þetta einn liður af nokkrum í aðgerðum Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, gegn heimilisofbeldi. Það er mikilvægt að löggjafar- og framkvæmdavaldið skoði sérstaklega hvernig bregðast eigi við heimilisofbeldi. Það er hins vegar vandmeðfarið. Gæta verður að friðhelgi heimilisins en um leið eiga þess kost að grípa inn í aðstæður þar sem ofbeldi á sér stað. Eitt meginhlutverk stjórnvalda er einmitt að vernda einstaklinga fyrir ofbeldi. Um það eru allir sammála. Nálgunarbann er einn kostur sem hægt er að grípa til. Hins vegar virðist það ekki virka eins og til er ætlast. Vegna eðli málsins eiga konur, sem oftast verða fyrir heimilisofbeldi, erfitt með að krefjast nálgunarbanns á einhvern sér nákominn. Þá þarf að vera rökstudd ástæða fyrir því að viðkomandi brotamaður ætli að fremja afbrot eða á annan hátt stofna friði þess sem í hlut á í hættu. Í þriðja lagi tekur langan tíma að framfylgja banninu og brjóti viðkomandi bannið er ekki hægt að kippa honum úr umferð strax. Eins og Helgi I. Jónsson segir er það Alþingis að meta hvort þörf sé á að breyta lögum um nálgunarbann. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur talað fyrir því að lögreglu verði heimilt að vísa ofbeldismanni brott af heimili sínu og banna honum að koma þangað aftur í tiltekinn tíma. Til þess þurfi að liggja fyrir rökstudd ástæða; að hann ætli að beita náinn aðstandanda ofbeldi, hóti ofbeldi eða stofni andlegu heilbrigði heimilisfólks í hættu. Skal ákvörðunin borin undir dómara innan sólarhrings. Kolbrún segir þessa aðferð ganga skemur en nálgunarbann. Ákvörðun um að beita þessu úrræði eigi líka að vera á höndum yfirvalda en ekki fórnarlambanna sjálfra, sem hafi kannski þurft að lifa við stöðuga ógn í langan tíma. Hugmynd Kolbrúnar hefur ekki fengið brautargengi í meðferðum Alþingis undanfarin ár. Ef ríkisstjórnarflokkarnir hafna þessari aðferð þarf að endurskoða lögin um nálgunarbann. Það neyðarúrræði verður að virka fyrir þá sem sæta ofsóknum. Ekki er ástæða til að ætla annað en að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra haldi áfram að finna raunhæfar lausnir gegn heimilisofbeldi.