Albert II, fursti af Mónakó, hefur gengist við að vera faðir 14 ára stúlku sem býr með móður sinni í Kaliforníu. Lögmaður furstans greindi frá þessu í viðtali við franska blaðið Le Figaro í gær.
Stúlkan heitir Jazmin Grace Rotolo, en hún er annað óskilgetna barnið sem Albert gengst opinberlega við faðerninu á. Hitt er hinn þriggja ára gamli Alexandre, sem hann átti í lausaleik með flugfreyju frá Tógó.
Gengst við stúlku
