Bjartsýni á samninga 13. júní 2006 05:45 Solana og Plassnik Javier Solana talar á blaðamannafundi í Lúxemborg í gær. Ursula Plassnik, utanríkisráðherra Austurríkis sem gegnir formennskunni í ESB, hlýðir á. MYND/ap Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna 25 sögðust í gær bjartsýnir á að Íransstjórn muni gefa jákvætt svar í þessari viku við sáttatilboði stórveldanna sex, sem Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, kynnti fyrir ráðamönnum í Teheran í síðustu viku. Sáttatilboðið, sem lagt var fram í nafni Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Þýskalands, Rússlands og Kína, felur í sér að Írönum er boðinn ýmis ávinningur gegn því að þeir hætti að minnsta kosti tímabundið auðgun úrans, en það er ferli sem hægt er að beita bæði til að framleiða eldsneyti til raforkuframleiðslu í kjarnorkuverum, en einnig til að framleiða kjarnorkusprengjur. Solana sagði á utanríkisráðherrafundi ESB í Lúxemborg í gær að ráðamenn í Teheran hefðu nú þegar breytt um orðfæri í yfirlýsingum um kjarnorkudeiluna. Við beitum okkur áfram fyrir því að halda hitastiginu [í orðaskiptunum við Írana] eins lágu og mögulegt er, tjáði Solana fréttamönnum. Solana sagði að alþjóðasamfélagið hefði boðið Írönum mjög víðtækan ávinning. Ég vona að þeir svari með jákvæðum hætti. Frekari viðræður við íranska ráðamenn væru framundan, að sögn Solanas. Staðan er erfið, en ég er ekki svartsýnn, bætti hann við. Talsmenn Íransstjórnar ítrekuðu á sunnudag að þeir myndu ekki flýta sér að gefa afgerandi svör. Hamid Reza Asefi, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði að stjórnin myndi taka eins mikinn tíma og hún telji sig þurfa til að íhuga tillögurnar. Hann sagði þær innihalda ásættanleg atriði, en tók ennfremur fram að í þeim væru vafasöm atriði. Þá væri sumt í þeim óljóst. Erlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna 25 sögðust í gær bjartsýnir á að Íransstjórn muni gefa jákvætt svar í þessari viku við sáttatilboði stórveldanna sex, sem Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, kynnti fyrir ráðamönnum í Teheran í síðustu viku. Sáttatilboðið, sem lagt var fram í nafni Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Þýskalands, Rússlands og Kína, felur í sér að Írönum er boðinn ýmis ávinningur gegn því að þeir hætti að minnsta kosti tímabundið auðgun úrans, en það er ferli sem hægt er að beita bæði til að framleiða eldsneyti til raforkuframleiðslu í kjarnorkuverum, en einnig til að framleiða kjarnorkusprengjur. Solana sagði á utanríkisráðherrafundi ESB í Lúxemborg í gær að ráðamenn í Teheran hefðu nú þegar breytt um orðfæri í yfirlýsingum um kjarnorkudeiluna. Við beitum okkur áfram fyrir því að halda hitastiginu [í orðaskiptunum við Írana] eins lágu og mögulegt er, tjáði Solana fréttamönnum. Solana sagði að alþjóðasamfélagið hefði boðið Írönum mjög víðtækan ávinning. Ég vona að þeir svari með jákvæðum hætti. Frekari viðræður við íranska ráðamenn væru framundan, að sögn Solanas. Staðan er erfið, en ég er ekki svartsýnn, bætti hann við. Talsmenn Íransstjórnar ítrekuðu á sunnudag að þeir myndu ekki flýta sér að gefa afgerandi svör. Hamid Reza Asefi, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði að stjórnin myndi taka eins mikinn tíma og hún telji sig þurfa til að íhuga tillögurnar. Hann sagði þær innihalda ásættanleg atriði, en tók ennfremur fram að í þeim væru vafasöm atriði. Þá væri sumt í þeim óljóst.
Erlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira