Bjartsýni á samninga 13. júní 2006 05:45 Solana og Plassnik Javier Solana talar á blaðamannafundi í Lúxemborg í gær. Ursula Plassnik, utanríkisráðherra Austurríkis sem gegnir formennskunni í ESB, hlýðir á. MYND/ap Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna 25 sögðust í gær bjartsýnir á að Íransstjórn muni gefa jákvætt svar í þessari viku við sáttatilboði stórveldanna sex, sem Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, kynnti fyrir ráðamönnum í Teheran í síðustu viku. Sáttatilboðið, sem lagt var fram í nafni Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Þýskalands, Rússlands og Kína, felur í sér að Írönum er boðinn ýmis ávinningur gegn því að þeir hætti að minnsta kosti tímabundið auðgun úrans, en það er ferli sem hægt er að beita bæði til að framleiða eldsneyti til raforkuframleiðslu í kjarnorkuverum, en einnig til að framleiða kjarnorkusprengjur. Solana sagði á utanríkisráðherrafundi ESB í Lúxemborg í gær að ráðamenn í Teheran hefðu nú þegar breytt um orðfæri í yfirlýsingum um kjarnorkudeiluna. Við beitum okkur áfram fyrir því að halda hitastiginu [í orðaskiptunum við Írana] eins lágu og mögulegt er, tjáði Solana fréttamönnum. Solana sagði að alþjóðasamfélagið hefði boðið Írönum mjög víðtækan ávinning. Ég vona að þeir svari með jákvæðum hætti. Frekari viðræður við íranska ráðamenn væru framundan, að sögn Solanas. Staðan er erfið, en ég er ekki svartsýnn, bætti hann við. Talsmenn Íransstjórnar ítrekuðu á sunnudag að þeir myndu ekki flýta sér að gefa afgerandi svör. Hamid Reza Asefi, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði að stjórnin myndi taka eins mikinn tíma og hún telji sig þurfa til að íhuga tillögurnar. Hann sagði þær innihalda ásættanleg atriði, en tók ennfremur fram að í þeim væru vafasöm atriði. Þá væri sumt í þeim óljóst. Erlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna 25 sögðust í gær bjartsýnir á að Íransstjórn muni gefa jákvætt svar í þessari viku við sáttatilboði stórveldanna sex, sem Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, kynnti fyrir ráðamönnum í Teheran í síðustu viku. Sáttatilboðið, sem lagt var fram í nafni Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Þýskalands, Rússlands og Kína, felur í sér að Írönum er boðinn ýmis ávinningur gegn því að þeir hætti að minnsta kosti tímabundið auðgun úrans, en það er ferli sem hægt er að beita bæði til að framleiða eldsneyti til raforkuframleiðslu í kjarnorkuverum, en einnig til að framleiða kjarnorkusprengjur. Solana sagði á utanríkisráðherrafundi ESB í Lúxemborg í gær að ráðamenn í Teheran hefðu nú þegar breytt um orðfæri í yfirlýsingum um kjarnorkudeiluna. Við beitum okkur áfram fyrir því að halda hitastiginu [í orðaskiptunum við Írana] eins lágu og mögulegt er, tjáði Solana fréttamönnum. Solana sagði að alþjóðasamfélagið hefði boðið Írönum mjög víðtækan ávinning. Ég vona að þeir svari með jákvæðum hætti. Frekari viðræður við íranska ráðamenn væru framundan, að sögn Solanas. Staðan er erfið, en ég er ekki svartsýnn, bætti hann við. Talsmenn Íransstjórnar ítrekuðu á sunnudag að þeir myndu ekki flýta sér að gefa afgerandi svör. Hamid Reza Asefi, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði að stjórnin myndi taka eins mikinn tíma og hún telji sig þurfa til að íhuga tillögurnar. Hann sagði þær innihalda ásættanleg atriði, en tók ennfremur fram að í þeim væru vafasöm atriði. Þá væri sumt í þeim óljóst.
Erlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira