Bush kom óvænt til Írak 14. júní 2006 05:45 George Bush og Nouri al-Maliki Forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íraks áttu óvæntan fund í Írak í gær, svo óvæntan reyndar að al-Maliki vissi ekki af honum fyrr en fimm mínútum áður. MYND/Ap George Bush Bandaríkjaforseti heimsótti Írak óvænt í gær, en Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vissi ekki af komu hans fyrr en fimm mínútum áður en þeir hittust. Forsætisráðherrann var boðaður til fundarstaðar undir því yfirskyni að fara ætti fram símafundur milli hans og forsetans, en Bush hafði þá flogið frá fundahöldum sínum í Camp David til að tala í eigin persónu við írakska ráðamenn. Bush boðaði á mánudaginn til tveggja daga fundar um stefnumótun í málefnum Íraks og var helsta umfjöllunarefnið hvernig bæla ætti niður uppreisnirnar og flytja stjórn landsins enn frekar í hendur Íraka. "Fyrr eða síðar verður írakska þjóðin að ákveða sig. Vill hún lifa í ótta, eða vill hún lifa í friði?" sagði Bush á fjölmiðlafundi fyrir utan Camp David í gær. Forsetinn lýsti því einnig yfir að arftaki hryðjuverkamannsins Abu Musab al-Zarqawis yrði eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum. Sá er sagður heita Abu Hamzar al-Muhajer, en hann er nær alls óþekktur og hefur ekki verið eftirlýstur hingað til. Hann hefur að sögn sent út tilkynningu þar sem hann hótar áframhaldandi hryðjuverkum. Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, sagðist setja af stað nýja öryggisáætlun í nótt, stærstu aðgerðir síðan heimastjórn var endurreist í Írak í júní 2004. Í kjölfar skipunar innanríkis- og varnarmálaráðherra telur al-Maliki tímabært að grípa til aðgerða og munu 75.000 hermenn úr írakska hernum vinna að auknu öryggi í Bagdad og nærsveitum. Aðgerðin mun að sögn taka langan tíma og fela í sér hert útgöngubann, fleiri eftirlitsstaði, vopnabann, húsleitir og aðgerðir gegn uppreisnarmönnum. Stríðið, sem hefur nú staðið í rúm þrjú ár og kostar um 600 milljarða króna mánaðarlega, var einnig til umræðu hjá bandaríska þinginu. John Kerry, þingmaður demókrata, lagði fram tillögu um að flytja bandaríska herinn úr Írak fyrir lok ársins, en ekki er búist við að hún komist í gegnum þingið, en þar eru repúblikanar í meirihluta. Þingkosningar verða í nóvember og repúblikanar berjast við að auka fylgi við forsetann, en það er í sögulegu lágmarki þessa dagana. Erlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti heimsótti Írak óvænt í gær, en Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vissi ekki af komu hans fyrr en fimm mínútum áður en þeir hittust. Forsætisráðherrann var boðaður til fundarstaðar undir því yfirskyni að fara ætti fram símafundur milli hans og forsetans, en Bush hafði þá flogið frá fundahöldum sínum í Camp David til að tala í eigin persónu við írakska ráðamenn. Bush boðaði á mánudaginn til tveggja daga fundar um stefnumótun í málefnum Íraks og var helsta umfjöllunarefnið hvernig bæla ætti niður uppreisnirnar og flytja stjórn landsins enn frekar í hendur Íraka. "Fyrr eða síðar verður írakska þjóðin að ákveða sig. Vill hún lifa í ótta, eða vill hún lifa í friði?" sagði Bush á fjölmiðlafundi fyrir utan Camp David í gær. Forsetinn lýsti því einnig yfir að arftaki hryðjuverkamannsins Abu Musab al-Zarqawis yrði eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum. Sá er sagður heita Abu Hamzar al-Muhajer, en hann er nær alls óþekktur og hefur ekki verið eftirlýstur hingað til. Hann hefur að sögn sent út tilkynningu þar sem hann hótar áframhaldandi hryðjuverkum. Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, sagðist setja af stað nýja öryggisáætlun í nótt, stærstu aðgerðir síðan heimastjórn var endurreist í Írak í júní 2004. Í kjölfar skipunar innanríkis- og varnarmálaráðherra telur al-Maliki tímabært að grípa til aðgerða og munu 75.000 hermenn úr írakska hernum vinna að auknu öryggi í Bagdad og nærsveitum. Aðgerðin mun að sögn taka langan tíma og fela í sér hert útgöngubann, fleiri eftirlitsstaði, vopnabann, húsleitir og aðgerðir gegn uppreisnarmönnum. Stríðið, sem hefur nú staðið í rúm þrjú ár og kostar um 600 milljarða króna mánaðarlega, var einnig til umræðu hjá bandaríska þinginu. John Kerry, þingmaður demókrata, lagði fram tillögu um að flytja bandaríska herinn úr Írak fyrir lok ársins, en ekki er búist við að hún komist í gegnum þingið, en þar eru repúblikanar í meirihluta. Þingkosningar verða í nóvember og repúblikanar berjast við að auka fylgi við forsetann, en það er í sögulegu lágmarki þessa dagana.
Erlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Sjá meira