Írak skaðar orðstír Bandaríkjanna 15. júní 2006 06:15 Hermaður í Írak Bandarískur hermaður við störf í Írak, en að baki hans gengur daglegt líf áfram sinn vanagang. Meirihluti aðspurðra í fimmtán löndum sem tóku þátt í nýlegri skoðanakönnum telja að stríð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum hafi gert heiminn ótryggari en áður var, og fer stuðningur Evrópubúa við George W. Bush Bandaríkjaforseta ört dvínandi. MYND/Nordicphotos/afp Stefna Bandaríkjanna í Írak er hættulegri ógn en kjarnorkuáætlun Írana, samkvæmt alþjóðlegri könnun hins virta Pew-rannsóknarhóps sem birt var í vikunni. Stuðningur við George W. Bush Bandaríkjaforseta og stríð hans gegn hryðjuverkum fer einnig dvínandi meðal spurðra, en könnunin náði til 17.000 manns í 15 löndum. Jafnframt kom fram að sá velvilji sem aðstoð Bandaríkjanna vegna flóðbylgjunnar 2004 skapaði í garð þeirra, hefur dvínað til muna síðan í fyrra, jafnvel í þeim löndum sem fengu aðstoðina, svo sem í Indónesíu. Stríðið í Írak reynist orðstír Bandaríkjanna sífellt dýrkeyptara. Sérstaklega líta landsmenn Indlands, Spánar og Tyrklands stórveldið hornauga nú, og hefur stuðningur þeirra við Bandaríkin hrapað stórlega síðan í fyrra, eða úr 71 prósenti niður í 56 prósent á Indlandi, úr 41 prósenti í 23 prósent á Spáni og úr 23 prósentum niður í 12 prósent í Tyrklandi. Meirihluti þeirra sem spurðir voru í tíu löndum af fjórtán, þegar svör Bandaríkjamanna eru ekki talin með, sögðu heiminn vera hættulegri síðan Bandaríkin hófu stríð sitt á Írak. Sextíu prósent Breta, sem þó eru helstu bandamenn Bandaríkjanna í þeim hernaði, telja Íraksstríð hafa gert veröldina að ótryggari stað en áður. Auk þess treysta Evrópubúar Bush Bandaríkjaforseta sífellt minna, og telja flestir að Bandaríkjunum muni ekki takast að ná takmörkum sínum í stríðinu gegn hryðjuverkum. Kjarnorkuáætlun Írana veldur Evrópubúum og Bandaríkjamönnum sífellt meiri áhyggjum, en múslimaþjóðir hafa hins vegar litlar áhyggjur af Íransstjórn. Íranar hafa staðfastlega haldið því fram að kjarnorkuvinnsla þeirra sé eingöngu í friðsamlegum tilgangi, en talsmenn Bandaríkjastjórnar telja að þá ætla sér að nota orkuna til framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Á meðan Indverjar og Japanar hafa mestar áhyggjur af loftlagsbreytingum vegna gróðurhúsaáhrifanna, hafa þær tvær þjóðir sem valda mestum gróðurhúsaáhrifum, Bandaríkjamenn og Kínverjar, minnstar áhyggjur vegna þess vanda. Skoðanakönnunin var gerð í Bandaríkjunum, Bretlandi, Egyptalandi, Frakklandi, Indlandi, Indónesíu, Japan, Jórdaníu, Kína, Nígeríu, Pakistan, Rússlandi, Spáni, Tyrklandi og Þýskalandi á tímabilinu 31. mars og 14. maí. Erlent Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Stefna Bandaríkjanna í Írak er hættulegri ógn en kjarnorkuáætlun Írana, samkvæmt alþjóðlegri könnun hins virta Pew-rannsóknarhóps sem birt var í vikunni. Stuðningur við George W. Bush Bandaríkjaforseta og stríð hans gegn hryðjuverkum fer einnig dvínandi meðal spurðra, en könnunin náði til 17.000 manns í 15 löndum. Jafnframt kom fram að sá velvilji sem aðstoð Bandaríkjanna vegna flóðbylgjunnar 2004 skapaði í garð þeirra, hefur dvínað til muna síðan í fyrra, jafnvel í þeim löndum sem fengu aðstoðina, svo sem í Indónesíu. Stríðið í Írak reynist orðstír Bandaríkjanna sífellt dýrkeyptara. Sérstaklega líta landsmenn Indlands, Spánar og Tyrklands stórveldið hornauga nú, og hefur stuðningur þeirra við Bandaríkin hrapað stórlega síðan í fyrra, eða úr 71 prósenti niður í 56 prósent á Indlandi, úr 41 prósenti í 23 prósent á Spáni og úr 23 prósentum niður í 12 prósent í Tyrklandi. Meirihluti þeirra sem spurðir voru í tíu löndum af fjórtán, þegar svör Bandaríkjamanna eru ekki talin með, sögðu heiminn vera hættulegri síðan Bandaríkin hófu stríð sitt á Írak. Sextíu prósent Breta, sem þó eru helstu bandamenn Bandaríkjanna í þeim hernaði, telja Íraksstríð hafa gert veröldina að ótryggari stað en áður. Auk þess treysta Evrópubúar Bush Bandaríkjaforseta sífellt minna, og telja flestir að Bandaríkjunum muni ekki takast að ná takmörkum sínum í stríðinu gegn hryðjuverkum. Kjarnorkuáætlun Írana veldur Evrópubúum og Bandaríkjamönnum sífellt meiri áhyggjum, en múslimaþjóðir hafa hins vegar litlar áhyggjur af Íransstjórn. Íranar hafa staðfastlega haldið því fram að kjarnorkuvinnsla þeirra sé eingöngu í friðsamlegum tilgangi, en talsmenn Bandaríkjastjórnar telja að þá ætla sér að nota orkuna til framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Á meðan Indverjar og Japanar hafa mestar áhyggjur af loftlagsbreytingum vegna gróðurhúsaáhrifanna, hafa þær tvær þjóðir sem valda mestum gróðurhúsaáhrifum, Bandaríkjamenn og Kínverjar, minnstar áhyggjur vegna þess vanda. Skoðanakönnunin var gerð í Bandaríkjunum, Bretlandi, Egyptalandi, Frakklandi, Indlandi, Indónesíu, Japan, Jórdaníu, Kína, Nígeríu, Pakistan, Rússlandi, Spáni, Tyrklandi og Þýskalandi á tímabilinu 31. mars og 14. maí.
Erlent Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent