Erlent

Börn horfa mikið á klám

Dönsk börn og unglingar milli tólf ára og tvítugs horfa mikið á klám samkvæmt nýlegri rannsókn í Danmörku, en niðurstöður hennar voru birtar í dönskum fjölmiðlum í vikunni.

Níutíu og átta prósent pilta horfa á klám og áttatíu og sex prósent stúlkna í sama aldursflokki.

Sérfræðingar í Danmörku telja að þessi þróun valdi ranghugmyndum ungs fólks um kynlíf og spyrja sig sumir hvort það eigi að vera í höndum klámframleiðenda að upplýsa börn um kynlíf. Einnig veldur það áhyggjum að ungar stúlkur reyna að líkjast þeirri stöðluðu kvenímynd sem sést í klámefni.

Börn hafa helst aðgang að klámi í gegnum klámsíður á internetinu, að því er fram kemur í rannsókninni.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×