Olían stöðug við 70 dali 16. júní 2006 07:00 Olíuvinnslustöð í Kaliforníu Sérfræðingar telja líklegt að olíuverð muni haldast stöðugt kringum sjötíu bandaríkjadali á fat. Daglega eru framleiddar 87 milljónir fata, langstærstur hluti fer beint í neyslu. Spákaupmennska og skortur á olíuhreinsistöðvum halda heimsmarkaðsverði á olíu í hæstu hæðum að mati markaðsstjóra Atlantsolíu. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði lítillega í gær og stendur nú í 69,48 bandaríkjadölum á fatið. Verðhækkunin er til komin vegna þverrandi umframbirgða á olíu auk þess sem mikil eftirspurn er nú í Bandaríkjunum vegna sumarleyfa. Sérfræðingar telja líklegt að olíuverð haldist stöðugt kringum sextíu og fimm til sjötíu dali á næstu misserum. Benda þeir einkum á aukna eftirspurn Kínverja eftir olíu en innflutningur til landsins hefur aukist um nítján prósent undanfarið ár. Þá telja menn ástandið í Austurlöndum nær líklegt til að halda olíuverðinu uppi enn um sinn. Olíufatið fór hæst í 75 bandaríkjadali á vormánuðum og hefur hækkað um tæplega fjórðung síðastliðið ár. Verð lækkaði þó talsvert í síðustu viku vegna frétta af þíðu í samskiptum Bandaríkjamanna og Írana auk fráfalls jórdanska uppreisnarmannsins Abu-Musab al Zarqawi. Þá hefur eftirspurn á heimsvísu að mestu staðið í stað. Bensínverð á Íslandi er frá 124,7 krónum á lítrann í sjálfsafgreiðslu og upp í rúmar 126 krónur. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segist hafa lært það á sviptingum undanfarinna mánuða að spá helst ekki neinu. Það sem er rétt fyrir hádegi getur verið orðin tóm steypa um miðjan daginn. Eins og staðan er í dag má þó kannski frekar búast við lækkunum. Hugi telur tvær meginástæður fyrir því að olíuverð sé jafn hátt og raun ber vitni. Í fyrsta lagi ýtir spákaupmennska verðinu upp, og í annan stað er hreinlega skortur á olíuhreinsistöðvum. Það er næg olía til í heiminum en það er eins og enginn vilji olíuhreinsistöð í sínum bakgarði. Daglega eru framleiddar um 87 milljónir olíufata í heiminum. Þar af fara um 85 milljónir fata beint til neyslu. Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Spákaupmennska og skortur á olíuhreinsistöðvum halda heimsmarkaðsverði á olíu í hæstu hæðum að mati markaðsstjóra Atlantsolíu. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði lítillega í gær og stendur nú í 69,48 bandaríkjadölum á fatið. Verðhækkunin er til komin vegna þverrandi umframbirgða á olíu auk þess sem mikil eftirspurn er nú í Bandaríkjunum vegna sumarleyfa. Sérfræðingar telja líklegt að olíuverð haldist stöðugt kringum sextíu og fimm til sjötíu dali á næstu misserum. Benda þeir einkum á aukna eftirspurn Kínverja eftir olíu en innflutningur til landsins hefur aukist um nítján prósent undanfarið ár. Þá telja menn ástandið í Austurlöndum nær líklegt til að halda olíuverðinu uppi enn um sinn. Olíufatið fór hæst í 75 bandaríkjadali á vormánuðum og hefur hækkað um tæplega fjórðung síðastliðið ár. Verð lækkaði þó talsvert í síðustu viku vegna frétta af þíðu í samskiptum Bandaríkjamanna og Írana auk fráfalls jórdanska uppreisnarmannsins Abu-Musab al Zarqawi. Þá hefur eftirspurn á heimsvísu að mestu staðið í stað. Bensínverð á Íslandi er frá 124,7 krónum á lítrann í sjálfsafgreiðslu og upp í rúmar 126 krónur. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segist hafa lært það á sviptingum undanfarinna mánuða að spá helst ekki neinu. Það sem er rétt fyrir hádegi getur verið orðin tóm steypa um miðjan daginn. Eins og staðan er í dag má þó kannski frekar búast við lækkunum. Hugi telur tvær meginástæður fyrir því að olíuverð sé jafn hátt og raun ber vitni. Í fyrsta lagi ýtir spákaupmennska verðinu upp, og í annan stað er hreinlega skortur á olíuhreinsistöðvum. Það er næg olía til í heiminum en það er eins og enginn vilji olíuhreinsistöð í sínum bakgarði. Daglega eru framleiddar um 87 milljónir olíufata í heiminum. Þar af fara um 85 milljónir fata beint til neyslu.
Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira