Fótboltabullur til vandræða 16. júní 2006 07:00 Pólverji fangaður Hundruð þýskra og pólskra ólátabelga voru handtekin í kjölfar leiks Þýskalands gegn Póllandi á miðvikudag. Þýskaland vann 1-0. Eftir að fyrstu stóru óeirðirnar vegna Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta brutust út á miðvikudagskvöld er þýska lögreglan í mikilli viðbragðsstöðu. Alls voru á fimmta hundrað manns handteknir í Dortmund á miðvikudagskvöld eftir leik Þjóðverja gegn Pólverjum sem hinir fyrrnefndu unnu með einu marki gegn engu. Í gær flykktust tugir breskra lögreglumanna til Frankfurt vegna leiks landsliðs Englendinga við Trínidad og Tóbagó, þar sem um 50.000 fótboltaáhugamenn voru samankomnir til að horfa á leikinn. Miklar óeirðir eru fylgifiskur stórra keppna í fótbolta og Bretar eru oft nefndir sökudólgar í þeim ólátum enda hefur yfir 3.300 Bretum verið bannað að ferðast til Þýskalands vegna keppninnar. "Þýskar fótboltabullur eru eins og þær bresku. Þær drekka mikið, eru háværar og halda sínar eigin veislur," sagði aðstoðaryfirlögregluþjónninn Stephen Thomas frá Manchester við komuna til Frankfurt í gær. Frá byrjun heimsmeistarakeppninnar hinn 9. júni og þar til í gær höfðu yfir 1.500 áhugamenn um fótbolta verið handteknir vegna óláta víðs vegar um Þýskaland og alls voru 429 manns handteknir á miðvikudag, þar af 278 Þjóðverjar og 119 Pólverjar. Fyrir leikinn voru minnst 120 manns handteknir í Dortmund. Pólska lögreglan aðstoðaði þá þýsku við að þekkja úr og hafa hendur í hári pólskra fótboltabullna og voru um sextíu Pólverjar handteknir. Skömmu síðar komu lögreglumenn auga á þekktar fótboltabullur á vínveitingastað og reyndu að koma í veg fyrir að þær kæmust að stóru sjónvarpstjaldi í sama hverfi. Bullurnar brugðust við með því að hrópa "við erum Þjóðverjar líka" og kasta flöskum og stólum að lögreglunni. Óeirðalögregla kom á svæðið, náði fljótt tökum á ástandinu og handtók tugi manna. Þó tókst um 100 óeirðaseggjum að flýja af vettvangi, að sögn þýsku lögreglunnar. Eftir leikinn fylltust götur Dortmund af fólki, þar sem Þjóðverjar fögnuðu með því að henda flöskum og stólum til og frá og skutu upp flugeldum. Öllum nema þremur hinna handteknu var sleppt úr haldi í gær, en samkvæmt þýskum lögum má lögreglan halda fólki sem grunað er um að ætla sér að fremja afbrot föngnu í allt að 48 tíma. Erlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Eftir að fyrstu stóru óeirðirnar vegna Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta brutust út á miðvikudagskvöld er þýska lögreglan í mikilli viðbragðsstöðu. Alls voru á fimmta hundrað manns handteknir í Dortmund á miðvikudagskvöld eftir leik Þjóðverja gegn Pólverjum sem hinir fyrrnefndu unnu með einu marki gegn engu. Í gær flykktust tugir breskra lögreglumanna til Frankfurt vegna leiks landsliðs Englendinga við Trínidad og Tóbagó, þar sem um 50.000 fótboltaáhugamenn voru samankomnir til að horfa á leikinn. Miklar óeirðir eru fylgifiskur stórra keppna í fótbolta og Bretar eru oft nefndir sökudólgar í þeim ólátum enda hefur yfir 3.300 Bretum verið bannað að ferðast til Þýskalands vegna keppninnar. "Þýskar fótboltabullur eru eins og þær bresku. Þær drekka mikið, eru háværar og halda sínar eigin veislur," sagði aðstoðaryfirlögregluþjónninn Stephen Thomas frá Manchester við komuna til Frankfurt í gær. Frá byrjun heimsmeistarakeppninnar hinn 9. júni og þar til í gær höfðu yfir 1.500 áhugamenn um fótbolta verið handteknir vegna óláta víðs vegar um Þýskaland og alls voru 429 manns handteknir á miðvikudag, þar af 278 Þjóðverjar og 119 Pólverjar. Fyrir leikinn voru minnst 120 manns handteknir í Dortmund. Pólska lögreglan aðstoðaði þá þýsku við að þekkja úr og hafa hendur í hári pólskra fótboltabullna og voru um sextíu Pólverjar handteknir. Skömmu síðar komu lögreglumenn auga á þekktar fótboltabullur á vínveitingastað og reyndu að koma í veg fyrir að þær kæmust að stóru sjónvarpstjaldi í sama hverfi. Bullurnar brugðust við með því að hrópa "við erum Þjóðverjar líka" og kasta flöskum og stólum að lögreglunni. Óeirðalögregla kom á svæðið, náði fljótt tökum á ástandinu og handtók tugi manna. Þó tókst um 100 óeirðaseggjum að flýja af vettvangi, að sögn þýsku lögreglunnar. Eftir leikinn fylltust götur Dortmund af fólki, þar sem Þjóðverjar fögnuðu með því að henda flöskum og stólum til og frá og skutu upp flugeldum. Öllum nema þremur hinna handteknu var sleppt úr haldi í gær, en samkvæmt þýskum lögum má lögreglan halda fólki sem grunað er um að ætla sér að fremja afbrot föngnu í allt að 48 tíma.
Erlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira