Eþíópíski herinn við landamæri Sómalíu 18. júní 2006 06:45 Eþíópískir hermenn Embættismenn í Eþíópíu hafa staðfest að hermenn þeirra séu við landamæri Sómalíu. MYND/Nordicphotos/afp Sheikh Sharif Sheikh Ahmed, stjórnarmaður Íslömsku dómstólanna, samtaka íslamista í Sómalíu, segir að Eþíópíski herinn hafi farið yfir landamæri Eþíópíu og inn í Sómalíu klukkan átta í gærmorgun. Háttsettur ráðgjafi forseta Eþíópíu, Bereket Simon, hefur neitað þessu, en staðfesti þó að herinn væri við landamæri þjóðanna. Hann minnti á að Eþíópía hefur fullan rétt til að gæta landamæra sinna, en tjáði sig ekki að öðru leyti. Eþíópíski herinn hefur áður gripið inn í gang mála í Sómalíu í því skyni að hægja á sigurgöngu íslamista og gegndi lykilhlutverki í myndun bráðabirgðastjórnar 2004. Abdullahi Yusuf, núverandi forseti Sómalíu og fyrrverandi stríðsherra, var þá studdur til valda af Eþíópíumönnum og þykir líklegt að aukinn viðbúnaður Eþíópíu vegna Sómalíu sé til þess að verja bráðabirgðastjórnina fyrir íslamistum, en stjórnin hefur aðsetur í Baidoa. Sharif Sheikh Ahmed aftekur að íslamistar hafi í hyggju að ráðast á Baidoa, en bætti við að ef almenningur bæði um inngrip íslamista, myndu þeir svara kallinu. Öll spjót standa nú á íslamistum, en velgengni þeirra kemur illa við Bandaríkja- og Eþíópíumenn og hina valdalausu bráðabirgðastjórn Sómalíu. Hins vegar hefur vænkast hagur nokkurra stríðsherra sem hafa fengið aukin fjárframlög frá Bandaríkjunum vegna velgengni íslamista, en Bandaríkjamenn telja íslamista líklega til að vera hlynntir al-Kaída. Tveir stríðsherranna eru þó sagðir hafa flúið land um helgina og með því dregið mátt úr bandalagi stríðsherranna, en þetta bakslag þeirra gæti skýrt afskipti Eþíópíumanna að einhverju leyti. Íslamistarnir vilja koma á sjaríalögum kóransins, en afneita tengslum við al-Kaída. Þeir segjast eingöngu hafa áhuga á að koma á stöðugleika í landinu, en upplausnarástand hefur verið í Sómalíu síðan 1991. Íslamistarnir þykja vel skipulagðir og hafa lagt undir sig hverja borgina á fætur annarri, oftast við fögnuð almennings. Þeir segja núverandi ríkisstjórn ólögmæta, en því eru Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin, Evrópusambandið og nágrannaríki Sómalíu ekki sammála. Erlent Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Sheikh Sharif Sheikh Ahmed, stjórnarmaður Íslömsku dómstólanna, samtaka íslamista í Sómalíu, segir að Eþíópíski herinn hafi farið yfir landamæri Eþíópíu og inn í Sómalíu klukkan átta í gærmorgun. Háttsettur ráðgjafi forseta Eþíópíu, Bereket Simon, hefur neitað þessu, en staðfesti þó að herinn væri við landamæri þjóðanna. Hann minnti á að Eþíópía hefur fullan rétt til að gæta landamæra sinna, en tjáði sig ekki að öðru leyti. Eþíópíski herinn hefur áður gripið inn í gang mála í Sómalíu í því skyni að hægja á sigurgöngu íslamista og gegndi lykilhlutverki í myndun bráðabirgðastjórnar 2004. Abdullahi Yusuf, núverandi forseti Sómalíu og fyrrverandi stríðsherra, var þá studdur til valda af Eþíópíumönnum og þykir líklegt að aukinn viðbúnaður Eþíópíu vegna Sómalíu sé til þess að verja bráðabirgðastjórnina fyrir íslamistum, en stjórnin hefur aðsetur í Baidoa. Sharif Sheikh Ahmed aftekur að íslamistar hafi í hyggju að ráðast á Baidoa, en bætti við að ef almenningur bæði um inngrip íslamista, myndu þeir svara kallinu. Öll spjót standa nú á íslamistum, en velgengni þeirra kemur illa við Bandaríkja- og Eþíópíumenn og hina valdalausu bráðabirgðastjórn Sómalíu. Hins vegar hefur vænkast hagur nokkurra stríðsherra sem hafa fengið aukin fjárframlög frá Bandaríkjunum vegna velgengni íslamista, en Bandaríkjamenn telja íslamista líklega til að vera hlynntir al-Kaída. Tveir stríðsherranna eru þó sagðir hafa flúið land um helgina og með því dregið mátt úr bandalagi stríðsherranna, en þetta bakslag þeirra gæti skýrt afskipti Eþíópíumanna að einhverju leyti. Íslamistarnir vilja koma á sjaríalögum kóransins, en afneita tengslum við al-Kaída. Þeir segjast eingöngu hafa áhuga á að koma á stöðugleika í landinu, en upplausnarástand hefur verið í Sómalíu síðan 1991. Íslamistarnir þykja vel skipulagðir og hafa lagt undir sig hverja borgina á fætur annarri, oftast við fögnuð almennings. Þeir segja núverandi ríkisstjórn ólögmæta, en því eru Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin, Evrópusambandið og nágrannaríki Sómalíu ekki sammála.
Erlent Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira