Sport

Gert að læra katalónsku

Eiður Smári Guðjohnsen gerði fjögurra ára samning við Barcelona en Arnór, faðir hans og umboðsmaður, greindi frá því að samningur Eiðs væri sá besti sem hann hefði gert á ferlinum. Barcelona setti í samning Eiðs að hann þyrfti að læra katalónsku.

"Við ætlum að hella okkur út í það að læra bæði spænsku og katalónsku, það er hefð fyrir því. Í samningum mínum stóð: Eiður þarf að læra katalónsku og kynnast því hvað það þýðir að spila fyrir Barcelona. Fólkinu í Katalóníu er til að mynda nánast alveg sama um spænska landsliðið, það vill helst stofna sitt eigið landslið og það eina sem skiptir máli er það hvernig Barcelona gengur," sagði Eiður Smári.

"Skap fólksins í borginni fer bara eftir því hvernig liðið spilaði um helgina. Ég fann mjög mikið fyrir því hversu sterkt þetta var hjá forseta Barcelona-liðsins og fólkinu í kringum klúbbinn," bætti Eiður við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×